Stefán Ólafsson (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2022 kl. 10:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2022 kl. 10:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Stefán Ólafsson í Fagurhól í Vestmannaeyjum var fæddur á Vopnafirði 7. desember 1882. Stefán fluttist til Vestmannaeyja árið 1904 og varð formaður árið 1908 á Hrólfi, sem hann átti hlut í. Árið 1920 hætti hann formennsku en var vélamaður til ársins 1950.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Stefán Ólafsson frá Gnýstöðum í Vopnafirði, útgerðarmaður, sjómaður, bátsformaður, vélstjóri fæddist þar 7. desember 1881 og lést 4. mars 1967.
Foreldrar hans voru Ólafur Pétursson bóndi, f. 4. júlí 1854, d. 28. maí 1932, og kona hans Guðrún Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 14. október 1852, d. 9. júlí 1894.

Stefán var með foreldrum sínum í Fremri-Hlíð í N.-Múl 1890, staddur í Krossavík í N.-Múl. 1901. Hann flutti til Eyja 1908, er með heimilisfesti í Fagurhól 1910, en dvelur á Norðfirði, en Guðrún Sigurlaug kona hans er í Fagurhól.
Stefán var útgerðarmaður, bátsformaður í Eyjum til 1920, en síðar vélstjóri, m.a. á Maggý VE, síðar verkamaður í Fiskimjölsverksmiðjunni.
Stefán eignaðist barn með Rósu Guðríði 1903.
Þau Guðrún giftu sig 1908, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Fagurhól.
Guðrún Sigurlaug lést 1957 og Stefán 1967.

I. Barnsmóðir Stefáns var Rósa Guðríður Sveinsdóttir vinnukona, daglaunakona, síðar húsfreyja á Akureyri, f. 22. júlí 1881 á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, d. 20. mars 1948.
Barn þeirra:
1. Þórður Herbert Stefánsson, f. 8. apríl 1903, d. 6. ágúst 1926. Hann var í Garði í Vopnafjarðarsókn 1910, á Víðihóli í N-Þing. 1920, var ókvæntur og barnlaus.

II. Kona Stefáns, (1908), var Guðrún Sigurlaug Jónsdóttir frá Norður-Hvammi í Mýrdal, f. 30. mars 1885 á Stóru-Heiði þar, d. 25. janúar 1957.
Barn þeirra:
1. Jón Stefánsson strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, leigubifreiðastjóri, næturvörður á Loftskeytastöðinni í Eyjum, ritstjóri, f. 28. ágúst 1909 á Fagurhól, d. 19. mars 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.