Stefán Jón Friðriksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Stefán Jón Friðriksson.

Stefán Jón Friðriksson frá Efra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði, sjómaður, bátsmaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 12. febrúar 1943.
Foreldrar hans voru Friðrik Rósmundsson bóndi í Efra-Ási og í Gröf á Höfðaströnd, síðar trésmiður og kennari á Hofsósi, síðast í Hveragerði, f. 24. júní 1919, d. 27. febrúar 1994, og kona hans Anna Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 12. janúar 1921, síðast í Hveragerði, d. 20. júní 2007.

Stefán var með foreldrum sínum til 15 ára aldurs, en þá fór hann til Eyja.
Hann var þar verkamaður, en sjómaður frá 16 ára aldri.
Stefán lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1964, eignaðist ásamt Gunnari Marel Tryggvasyni Erling VE 295 1976 og var skipstjóri á honum til 1989.
Þá fór hann í land, vann í netagerð, en var síðan ýmist bátsmaður eða stýrimaður á Herjólfi til starfsloka.
Þau Ágústa giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Illugagötu 16, keyptu og bjuggu síðan á Heiðarvegi 30 og þá á Heiðarvegi 53. Þau byggðu á Austurvegi 1a, Garðshorni og búa þar.

I. Kona Stefáns Jóns, (28. mars 1964), er Ágústa Patricia Högnadóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, f. 14. mars 1944 í Englandi.
Börn þeirra:
1. Anna Stefánsdóttir starfsmaður Borgarbókasafnsins í Reykjavík, Landmælinga Íslands og er nú skrifstofumaður hjá verslun tengdaforeldra sinna, f. 26. júlí 1964 í Eyjum. Maður hennar Oddur Sigurðsson.
2. Jón Högni Stefánsson sjómaður, vélstjóri í Eyjum, f. 27. ágúst 1968 í Eyjum. Fyrrum sambýliskona hans Dagbjört Laufey Emilsdóttir. Kona hans Stefanía Ársælsdóttir.
3. Eyrún Stefánsdóttir hárgreiðslukona í Noregi, f. 17. október 1977 í Eyjum. Sambýlismaður hennar Eyvar Örn Geirsson.
4. Guðni Davíð Stefánsson verslunarmaður, f. 11. janúar 1982 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.