Stafsnes

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júlí 2006 kl. 18:25 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júlí 2006 kl. 18:25 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Einnig er til samnefnt hús sem heitir eftir nesinu sem lýst er í þessari grein. Sjá Stafnsnes.


Stafnsnes

Stafsnes (stundum ritað Stafnsnes) er langt og mjótt nes sem gengur út frá Dalfjalli við Upsaberg. Það myndar lítinn fjörð með Dalfjalli, og í botni þess er Stafsnesfjara.

Stafsnes er einn fegursti staður á Heimaey og er útsýni þaðan til úteyjanna í suðri stórfenglegt. Á nesinu sjálfu er stysta vegalengd milli Heimaeyjar og Smáeyja, rétt um 700 m í Hrauney. Þrátt fyrir stuttan spotta er ekki hægt um sund út í eynna sökum mikilla og harðra strauma við Hrauney. Í Stafsnesfjöru er útsýnið fagurt til úteyjanna og má sjá Álsey, Brandur, Hellisey, Geldung og Súlnasker. Fegurðin er ólýsanleg í þessu umhverfi og er fegurðin mest síðsumars, þegar kvölda tekur. Þá tekur kyrrðin og kvöldsólin völdin og framreiðir sitt fegursta samspil.

Stafsnesfjara og úteyjar

Ekki er Stafsnes greiðfærasti staðurinn á Heimaey, en sérstaða Stafsness er fyrirhafnarinnar virði. Það þarf að ganga úr Herjólfsdal upp á Dalfjall og þá tekur við brött ganga niður í Stafsnes. Þeim mun erfiðari er gangan upp, því hlíðarnar eru nærri lóðréttar á tíðum.


Af dýralífi í Stafsnesi er helst að nefna æðarfuglinn. Æðarfuglinn verpir upp við klettaveggina í grýttri fjörunni og einnig á Stafsnesi. Staðurinn hentar vel fyrir fuglinn þar sem að verður er almennt hagstætt og vindur hægur. Rannsóknarmenn hafa bent á að ef hefja skyldi dúntekju á Heimaey þá væri Stafsnes ákjósanlegasti staðurinn. Af 50 hreiðrum á Heimaey sem að skoðuð voru í rannsókninni voru 23 þeirra í Stafsnesi.


Heimildir

  • Hvað er „á bak við“ Herjólfsdal? Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 1959.
  • Dr. Ingvar Atli Sigurðsson og Cand. Sci. Páll Marvin Jónsson. Æðarvarp á Heimaey. Vestmannaeyjar: Rannsókna- og fræðasetur Vestmannaeyja, 2004.