Spendýr

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Háhyrningar við Vestmannaeyjar
Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Vestmannaeyjar státa ekki af mörgum tegundum villtra dýra utan fugla og sjávardýra. Þar eru nagdýr einu villtu landspendýrin þ.e.rottur, mýs og kanínur. Nokkuð er af sjávarspendýrum eins og hvölum og selum í kringum Eyjarnar.

Nokkuð er af búfé í Eyjum, sauðfé og hestum en nautgripir hafa ekki verið eftir gos. Fyrir þann tíma var talsverður kúabúskapur í Eyjum.