Soffía Harðardóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Soffía Svava Harðardóttir frá Götu, húsfreyja, sjúkraliði, nú í Vogum á Vatnsleysuströnd, fæddist 8. mars 1955 í Götu.
Foreldrar hennar voru Hörður Sigurbjörnsson verkamaður, f. 9. maí 1932 í Stykkishólmi, d. 20. júlí 2013, og kona hans Rannveig Snót Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1934 í Steini, d. 15. nóvember 2007.

Soffía var með foreldrum sínum í Götu, síðan á Stóru-Heiði. Hún fylgdi þeim til Höskuldseyjar á Breiðafirði 1961, en þar var Hörður faðir hennar vitavörður. Húsin brunnu og þau fluttust í Stykkishólm og fljótlega til Akraness. Þar voru þau í eitt ár. Þá fluttust þau aftur í Stykkishólm.
Soffía fluttist til Eyja 1972 og starfaði þar.
Hún fluttist til Noregs 1974, var þar í vist, fór aftur til Noregs 1975, lauk sjúkraliðanámi.
Þau Kurt giftu sig 1979, eignuðust tvö börn, en skildu.
Soffía giftist Kjell, en þau skildu 1999.
Hún sneri til Íslands árið 2000.
Þau Ásgeir Ragnar hófu búskap 2003, giftu sig 2006. Þau búa í Vogum á Vatnsleysuströnd.

I. Maður Soffíu, (1979, skildu), er Knut Bjelke.
Börn þeirra:
1.    Merete Bjelke húsfreyja í Noregi, starfsmaður lestarstöðvanna (VY), f. 12. mars 1982. Sambúðarmaður hennar Öyvind Smestad.
2.    Lise Bjelke, sjúklingur í Noregi, f. 23. ágúst 1984. Sambúðarmaður hennar Birgir Gauti Jónsson frá Stokkseyri.

II.  Maður Soffíu, (1988, skildu), er Kjell Austad.

III.        Maður Soffíu, (3. júní 2006), er Ásgeir Ragnar Ásgeirsson, f. 10. júní 1953. Foreldrar hans voru Ásgeir Ólafur Sigurðsson, f. 20. nóvember 1915, d. 25. septtember 2007, og Rannveig Guðríður Halldórsdóttir, f. 30. ágúst 1921, d. 2. júlí 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.