Soffía Alfreðsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. mars 2019 kl. 16:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. mars 2019 kl. 16:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Soffía Alfreðsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Soffía Alfreðsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, meðferðarfulltrúi, síðast á Akranesi fæddist 16. júlí 1931 og lést 7. júlí 1991.
Foreldrar hennar voru Kristinn Alfreð Magnússon, f. 8. apríl 1911, d. 22. maí 1949, og Petra Jóhanna Þórðardóttir, f. 9. desember 1911, d. 30. maí 1993.

Soffía fluttist til Eyja um tvítugt, giftist Magnúsi 1952, eignaðist Hrefnu með honum.
Þau Magnús skildu 1954 og barnið fór í fóstur undir Eyjafjöll 1955.
Soffía fluttist úr bænum, eignaðist Skúla með Einari 1956.
Hún giftist Þórði og eignaðist með honum Guðrúnu Lilju, sem varð kjörbarn með nafnið Linda Guðbrandsdóttir.
Soffía giftist Skúla Þórðarsyni á Akranesi. Þau voru barnlaus.
Soffía lést 1991.

I. Maður Soffíu, (17. júní 1952), var Magnús Jónsson frá Hólmi, sjómaður, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006 á Hrafnistu í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Hrefna Magnúsdóttir húsfreyja í Akurey í V-Landeyjum, f. 7. maí 1952 á Bakkastíg 7.

II. Sambýlismaður Soffíu var Einar Sigurjón Björnsson, f. 1. júlí 1929, d. 25. apríl 1976.
Börn þeirra:
2. Skúli Einarsson, f. 30. apríl 1956.
3. Rúnar Bergsson, f. 2. febrúar 1958. Hann varð kjörbarn Bergs Thorbergs Þorbergssonar prentari í Reykjavík, f. 21. júlí 1921, d. 25. janúar 2009, og Stefaníu Margrétar Friðriksdóttur, f. 4. október 1918, d. 11. september 2008.

III. Maður Soffíu var Þórður Böðvarsson á Stokkseyri, f. 13. desember 1921, d. 21. mars 1971.
Barn þeirra:
4. Linda Guðrún Lilja Guðbrandsdóttir, hét áður Guðrún Lilja Þórðardóttir, f. 14. september 1959, d. 18. janúar 2013. Hún var ættleidd til Hveravíkur á Selströnd við Steingrímsfjörð, Strand. Kjörforeldrar hennar voru Guðbrandur Loftsson á Hveravík á Selströnd, bóndi, sjómaður, f. 17. janúar 1923, d. 11. desember 2009, og Friedel Hülle Helena Emma Schröder frá Lübeck í Þýskalandi, f. 7. mars 1921, d. 16. ágúst 2002.

IV. Maður Soffíu, (29. desember 1973), var Skúli Þórðarson verkalýðsforingi, sjómaður, verkamaður á Akranesi, f. 14. september 1930, d. 22. apríl 2007.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hrefna.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 30. apríl 2007. Minning Skúla Þórðarsonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.