Soffía Þorkelsdóttir (Hrafnagili)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. febrúar 2020 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. febrúar 2020 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Soffía Þorkelsdóttir á Hrafnagili, húsfreyja fæddist 14. maí 1891 á Brekkum í Hvolhreppi og lést 20. janúar 1960.
Foreldrar hennar voru Þorkell Guðmundsson smiður, f. 11. september 1870 á Brekkum, d. 10. september 1910, og Guðbjörg Sigurðardóttir vinnukona, f. 12. september 1870, varð úti 11. desember 1895.
Móðir Guðbjargar var Ingibjörg húsfreyja á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, dóttir Árna Pálssonar í Rimakoti, en hann var faðir
1. Árna bónda á Vilborgarstöðum,
2. Bjargar húsfreyju þar,
3. Guðbjargar húsfreyju þar.
4. Einars Árnasonar bónda í Krosshjáleigu í A-Landeyjum, en hann á marga afkomendur í Eyjum.
5. Sigríðar Árnadóttur bústýru í Efri-Úlfsstaðahjáleigu (Sléttubóli) í A-Landeyjum, en hún var móðir Guðmundar í Hrísnesi og amma Hannesar á Hæli og Guðbjargar Sigríðar húsfreyju á Litla-Hrauni.
Hálfbróðir þeirra var
5. Jón Árnason vinnumaður í Draumbæ.
(Sjá nánar Björgu Árnadóttur).

Hálfsystir Soffíu, samfeðra, var
6. Ágústa Þorkelsdóttir í Nýjahúsi, f. 19. ágúst 1896, d. 30. júní 1974.

Soffía missti móður sína 1895. Hún var tökubarn á Kirkjulandi í A-Landeyjum 1901, fluttist til Eyja með Guðmundi 1909. Þau giftu sig á því ári í Eyjum og bjuggu í Vestra Stakkagerði. Þar fæddist Steinunn Hulda 1911.
Þau byggðu Hrafnagil á árinu 1911 og voru komin þangað við sóknarmannatal 1912. Auður fæddist þar 1918 og þar bjuggu þau síðan til dánardægurs.
Soffía lést 1960.

Maður Soffíu, (6. nóvember 1909), var Guðmundur Ólafsson á Hrafnagili, vélstjóri. útgerðarmaður, verkamaður, f. 21. febrúar 1893 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 20. september 1965.
Börn þeirra:
1. Steinunn Hulda Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1911 í Stakkagerði vestra, d. 9. janúar 2009.
2. Auður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. janúar 1918 á Hrafnagili, d. 1. febrúar 2003.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.