Snorri Tómasson (Hlíðarenda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. janúar 2016 kl. 22:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. janúar 2016 kl. 22:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Snorri Tómasson frá Arnarhóli í V-Landeyjum, útgerðarmaður og skósmíðameistari á Hlíðarenda fæddist 11. október 1867 á Arnarhóli í V-Landeyjum og lést 28. nóvember 1936.
Foreldrar hans voru Tómas Jónsson bóndi, f. 21. júlí 1836, d. 28. maí 1879, og kona hans Salvör Snorradóttir húsfreyja, f. 25. september 1840, d. 4. mars 1917.

Tómas lést, er Snorri var á tólfta árinu. Móðir hans giftist síðar Einari Þorsteinssyni bónda, föður Guðnýjar Einarsdóttur húsfreyju á Arnarhóli.
Hálfur vesturbærinn á Skíðbakka í A-Landeyjum var í eigu dánarbús Tómasar föður Snorra, en hann keypti hlutinn af Einari stjúpa sínum og seldi síðan Þorsteini Jónssyni lækni í Landlyst, sem gaf hann dótturdætrum sínum í Valhöll, dætrum Guðrúnar og Ágústs Gíslasonar.

Snorri lærði skósmíðar og vann við þær í Reykjavík. Þau Ólafía giftu sig 1898, fluttust til Eyja árið 1900, bjuggu í Sjóbúð í fyrstu, á Hrauni 1901, en á Hlíðaenda frá 1903.
Ólöf móðir Ólafíu dvaldi hjá þeim 1901 og lést hjá þeim 1904.
Ólafía ól honum 7 börn, en eitt fæddist andvana.

Kona Snorra, (29. ágúst 1898), var Ólafía Ólafsdóttir frá Brekkum í Mýrdal, húsfreyja, f. 15. ágúst 1871, d. 27. desember 1952.
Börn þeirra voru:
1. Ágústa Þuríður Snorradóttir, tvíburi, verkakona, f. 20. ágúst 1900 í Sjóbúð, d. 31. desember 1983.
2. Andvana meybarn, tvíburi, f. 20. ágúst 1900.
3. Júlíus Sölvi Snorrason útgerðarmaður, vélstjóri, f. 26. júlí 1903, d. 8. febrúar 1993.
4. Tómas Bergur Snorrason bakarameistari, f. 28. apríl 1907, d. 28. júlí 1970.
5. Ólafía Ósk Snorradóttir skrifstofukona, f. 28. nóvember 1908, d. 13. sptember 2005.
6. Jóhann Hafsteinn Snorrason verkstjóri, f. 22. febrúar 1911, d. 10. nóvember 1960.
7. Theodóra Margrét Snorradóttir húsfreyja, f. 12. júní 1913, d. 22. mars 1943 á Vífilsstöðum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.