Snið:Grein vikunnar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þorskurinn er straumlínulaga og rennilegur fiskur, hausstór, kjaftstór og undirmynntur. Augun eru stór. Á höku er skeggþráður. Bakuggarnir eru þrír og er miðugginn lengstur, raufaruggar eru tveir. Sporðblaðka er stór og þverstýfð fyrir endann. Eyruggar eru vel þroskaðir. Kviðuggar eru framan við eyruggana , hreistur er smátt og rákin er greinileg. Liturinn er mjög breytilegur eftir aldri og umhverfi. Algengasti liturinn er gulgrár á baki og hliðum, með þéttum, dökkum smáblettum. Að neðan er þorskurinn ljósari og hvítur á kvið. Lesa meira