Snæbjörn Bjarnason (Hergilsey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Snæbjörn Sigurvin Kristinn Bjarnason.

Snæbjörn Sigurvin Kristinn Bjarnason í Hergilsey við Kirkjuveg 70, húsasmíðameistari fæddist 18. júlí 1892 að Ytri-Múla í V.- Barðastrandarsýslu og lést 31. janúar 1951.
Foreldrar hans voru Bjarni Ebeneserson vinnumaður á Ytri-Múla, f. 20. júlí 1868, d. 14. apríl 1912, og barnsmóðir hans Guðbjörg Ólafsdóttir, dóttir bænda á Ytri-Múla, f. 14. október 1871, d. 5. desember 1956.

Snæbjörn var með móður sinni hjá móðurföður sínum og vinnumanninum Bjarna föður sínum, á Ytri-Múla 1892 og 1893, með móður sinni og manni hennar Pétri Jóni Magnússyni bónda á Ytri-Múla 1894 og enn 1906.
Hann var iðnnemi á Ísafirði 1910, varð húsasmíðameistari.
Snæbjörn vann við iðn sína.
Hann eignaðist 3 börn með Soffíu á Ísafirði 1912 og 1914 og barn með Sigríði Sólborgu í Hafnarfirði 1915.
Þau Guðný giftu sig 1920, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fyrst ári þess og annað á unglingsárum sínum. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, eignuðust tvö elstu börn sín þar, fluttu til Eyja 1923, eignuðust fjögur börn þar, og Guðný átti eitt barn áður. Þau bjuggu á Þingeyri við Skólaveg í fyrstu, en lengst í Hergilsey.
Guðný lést 1950 í bílslysi og Snæbjörn fórst í flugslysi 1951.

I. Barnsmóðir Snæbjarnar var Soffía Guðmundsdóttir vinnukona, lausakona á Ísafirði, f. 20. ágúst 1881, d. 12. maí 1928.
Börn þeirra:
1. Björn Guðmundur Snæbjörnsson verkamaður í Eyjum, forstjóri í Keflavík, f. 12. október 1912 á Ísafirði, d. 4. apríl 1967.
2. Elín Petrína Snæbjörnsdóttir, f. 21. júní 1914, d. 3. janúar 1926.
3. Kristján Pétur Bjarnason, f. 21. júní 1914, d. 21. júní 1914.

II. Barnsmóðir Snæbjarnar var Sigríður Sólborg Sigurðardóttir, f. 26. júní 1893 á Hvalskeri í Rauðasandshreppi, Barð., d. 31. mars 1932.
Barn þeirra:
4. Fjóla Breiðfjörð Snæbjörnsdóttir Matthíasson, síðast í Keflavík, f. 27. febrúar 1915 í Hafnarfirði, d. 10. desember 1981. Barnsfaðir hennar var Karl Kristmannsson og barn þeirra Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir.

III. Kona Snæbjarnar, (16. október 1920 í Reykjavík), var Guðný Pálína Ólafsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 9. mars 1895, d. 2. október 1950.
Börn þeirra:
1. Friðbjörn Ólafur Snæbjörnsson, f. 7. janúar 1922 í Reykjavík, d. 1. janúar 1938 í Eyjum.
2. Valtýr Snæbjörnsson vélstjóri, húsasmíðameistari, byggingafulltrúi, f. 24. apríl 1923 í Reykjavík, d. 10. febrúar 1998.
3. Kristján Snæbjörnsson, f. 29. janúar 1925 á Þingeyri, d. 2. desember 1925.
4. Sigurvin Snæbjörnsson byggingameistari, f. 30. mars 1926 í Hergilsey, d. 16. janúar 1997.
5. Guðbjörn Snæbjörnsson starfsmaður Póstsins í Reykjavík, f. 15. maí 1927 í Hergilsey, d. 27. september 1999.
6. Steinunn Svava Snæbjörnsdóttir húsfreyja í San Antonio, Texas í Bandaríkjunum, f. 14. desember 1928 í Hergilsey, d. 25. apríl 2014 .
Barn Guðnýjar og fósturbarn Snæbjarnar:
7. Adólf Sveinsson bifvélavirki í Keflavík, f. 13. maí 1920 í Reykjavík, d. 21. apríl 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.