Slysavarnadeildin Eykyndill

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Slysavarnadeildin Eykyndill var stofnuð 25. mars 1934. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð Sylvíu Guðmundsdóttur, Dýrfinnu Gunnarsdóttur, Katrínu Gunnarsdóttur, Magneu Þórðardóttur, Elínborgu Gísladóttur, Þorgerði Jónsdóttur og Soffíu Þórðardóttur. Á fyrsta starfsári Eykyndils gengu 264 konur í félagið. Aðalhvatamaður að stofnun Eykyndils var Páll Bjarnason skólastjóri ásamt eiginkonu sinni, Dýrfinnu Gunnarsdóttur.

Starfsemi félagsins gengur út á að koma í veg fyrir slys og hafa viðbúnað tilbúinn ef þau gerast. Er það bæði fyrir sjúkrastarfsemi á landi, s.s. í sjúkrabílinn, elliheimilið og á sjúkrahúsi, og fyrir sjávarútveginn, skip eru búin slysavarnatækjum frá Eykyndli og björgunarskýlið á Faxaskeri er að stórum hluta Eykyndli að þakka.


Heimildir

  • Sigríður Magnúsdóttir. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1965.