Skipalyftan

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júní 2008 kl. 17:33 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júní 2008 kl. 17:33 eftir Skapti (spjall | framlög) (→‎Lyftan)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Skipalyftan ehf. var stofnuð 14. nóvember 1981 þegar Vélsmiðjan Magni og Völundur sameinuðust ásamt eignarhluti raftækjaverkstæðisins Geisla. Félagið tók til starfa af fullum krafti í júní 1982 þegar það tók formlega við lyftunni.

Lyftan

Skipalyftan er pólsk smíði og var keypt frá Hafnarfjarðarhöfn árið 1972, Hún var ekki tekin í notkun fyrr en árið 1982. Efni í skipalyftuna var komið til Eyja fyrir gos. Verkið tafðist m.a. vegna gossins, deilna um staðsetningu og illa gekk að fá lánafyrirgreiðslu. Upphaflega var lyftan keypt til þess að taka upp flotann hér í Eyjum, en vegna stækkunar skipa í honum var ákveðið að stækka lyftuna um 50%. Keypt voru tvö ný spilpör og lyftan lengd upp í um 60 m.


Heimildir

  • Aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar
  • Heimasíða Skipalyftunnar [1]