Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Oceanus Gourmet

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. desember 2018 kl. 13:56 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. desember 2018 kl. 13:56 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>'''Oceanus Gourmet'''</center></big></big><br> <center>'''Nýtt vestmannaeyskt sölufyrirtæki sjávarafurða'''</center><br> Fiskútflutningsfyrirtækið Oceanus G...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Oceanus Gourmet


Nýtt vestmannaeyskt sölufyrirtæki sjávarafurða


Fiskútflutningsfyrirtækið Oceanus Gourmet tók til starfa á vormánuðum 2009 í Vestmannaeyj- um. Hlynur Sigmarsson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, sagði að tilurð fyrirtækisins megi rekja til þess að í framhaldinu af bankahruninu, sem varð í október 2008, hafi hann tekið mörg af sínum málum til endurskoðunar, m.a. hvað hann langaði að starfa við í framtíðinni. Hann hafi alltaf haft áhuga á fisk- sölu, enda hafi hann unnið við það um tíma, m.a. hjá fisksölufyrirtæki í Reykjavík og á meðan hann bjó um ársskeið í Frakklandi. Hann hefur oftsinnis að- stoðað fólk við fisksölu erlendis, eitt leiddi af öðru og hann hóf að kanna rekstargrundvöll fyrir fisk- sölufyrirtæki, sem staðsett yrði í Vestmannaeyjum. Áður en Hlynur stofnaði fyrirtækið starfaði hann sem forstöðumaður Fiskistofu í Eyjum. Á vormán- uðum 2009 tók hann skrefið, hætti hjá Fiskistofu og stofnaði fiskútflutningsfyrirtækið Oceanus Go- urmet. Hann vildi að nafnið á fyrirtækinu myndi tengjast sjónum og gæðum, auk þess sem það þyrfti að vera skiljanlegt í Frakklandi. Oceanus er sjáv- arguð á grísku og Gourmet er tákn um gæði, að sögn Hlyns. Fyrst um sinn var Hlynur eini starfsmaður félagsins og einn eigandi. Síðar bættust þeir fimm eigendur sem eiga vestmannaeyska fiskvinnslufyr- irtækið Godthaab í Nöf, í hluthafahópinn. Fljótlega réði síðan fyrirtækið 2 starfsmenn, þá Arnar Rich- ardsson og Brynjar Guðmundsson, en báðir hafa þeir lokið námi í útvegsrekstarfræði og rekstarfræði. Hlynur hefur lokið diplómanámi í viðskiptafræði. Allir hafa þeir félagar starfað með einum eða öðrum hætti í sjávarútvegi, bæði til sjós og lands. Starfsemi fyrirtækisins byrjaði í húsi Fiskmarkaðs Vestmanna- eyja í Friðarhöfn. En í upphafi sumars 2010 færðist starfsemin í húsnæði Godthaab í Nöf á Garðaveg. Fyrirtækin hafa algjörlega aðskilda starfsemi þó þau deili húsnæði. Fyrirtækið selur einungis ferskar afurðir, þar af fara 99% til Frakklands. Helstu söluafurðir fyr- irtækisins eru: þorskhnakkar, ufsahnakkar, ýsu- hnakkar og steinsbítsflök. Einnig hefur fyrirtækið selt töluvert af heilum ísvörðum fiski, svokölluðum gámafiski. Nánast allt sem fyrirtækið selur, er sent út með gámaskipum. Fyrirtækið kaupir fisk í bein- um viðskiptum af bátum í Eyjum, frá bátum af fasta- landinu og af fiskmörkuðum. Einnig sendir fyr- irtækið út fjölmargar aðrar tegundir, allt eftir óskum

kaupenda. Ávallt er verið að leita leiða til að koma nýjum vörum eða tegundum í sölu erlendis, með því að finna nýja kaupendur á nýjum mörkuðum, tölu- verð sóknarfæri liggja þar. Hlynur bendir á að þó að hinn hefðbundni gámafiskur sé fluttur til Englands og Þýskalands og seldur þar, þá hafi mikið af því magni endastöð í Frakklandi og lendi þar á borð- um franskra neytenda. En löng hefð er fyrir neyslu íslensks fiskmetis í Frakklandi. Fyrirtækið hefur verið að selja tvo til þrjá 40 feta gáma á viku að meðaltali í Frakklandi. Reksturfyrirtækisins byggist ekki upp á hefðbundinni umboðssölu, heldur kaupir fyrirtækið aðallega fisk á íslandi og endurselur hann erlendis, bæði unninn og heilan. Stærsti kaupendahópur fyrirtækisins eru lítil fyr- irtæki sem taka lítið magn í einu. Kaupendahóp- urinn er kominn á annað hundrað viðskiptavini. Rekstur fyrirtækisins hefúr vaxiðjafnt og þétt. Mik- ið af þeim fiski sem fyrirtækið selur er keyptur af Godthaab í Nöf og Isfélagi Vestmannaeyja. Auk þess hefur fyrirtækið selt töluvert af fiski frá útgerð- um í Vestmannaeyjum: útgerðarfélaginu Berg-Hugin og af bátunum Berg VE 44, Frá VE 78 og Portlandi VE 97. Hlynur segist þakklátur fyrir þann velvilja sem fyrrgreindir aðilar hafa sýnt Oceanus Gourmet með viðskiptum við fyrirtæið og það traust sem þeir hafa sýnt því frá því að fyrirtækið hóf starfsemi sína. Ef fyrirtækið hefði aðgang að meira hráefni til sölu, þá stæði ekkert í vegi fyrir því að láta fyrirtæk- ið vaxa. Rekstur fyrirtækisins er réttum megin við núllið og segist Hlynur vera ánægður með árang- urinn sem orðið hefur á þeim tíma sem félagið hefur starfað. Draumurinn er að fyrirtækið nái að eflast og geti í framtíðinni orðið öflugt sölufyrirtæki sjáv- arafurða, sem staðsett er í Vestmannaeyjum. Vonast Hlynur til að hægt verða að fjölga um eitt til tvö stöðugildi í framtíðinni. Hlynur segir að fyrirtæk- ið vilji fyrst um sinn ná betri tökum á sölu ferskra afurða áður en það hefur sölu á frosnum afúrðum, en ef aðstæður skapist muni félagið skoða vandlega þann möguleika. Miklu máli skiptir að vanda sig vel í þessum rekstri, þar sem orðsporið skiptir öllu máli, segir Hlynur að lokum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu fyrirtækisins www.oceanusgourmet.com