Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Í öðrum heimi

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. nóvember 2018 kl. 14:11 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. nóvember 2018 kl. 14:11 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: r I nóvember 2008, í framhaldi af margumtalaðri kreppu, missti ég vinnuna mína á hinum frábæra vinnustað OLIS útgerðarvörur. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

r I nóvember 2008, í framhaldi af margumtalaðri kreppu, missti ég vinnuna mína á hinum frábæra vinnustað OLIS útgerðarvörur. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég var í þeim sporum að vera án atvinnu og eftir einhverjar vikur, þar sem ég var atvinnulaus, hringdi ég í Lars vin minn Jensen hjá Cosmos trawl í Danmörku og spurðist fyrir um vinnu. En áður hafði ég unnið talsvert fyrir þá með- an ég sá um netaverkstæði Hampiðjunnar í Litháen. Lars tjáði mér að hann hefði trúlega vinnu fyrir mig, en ekki fyrr en eftir ár og þá við að koma á koppinn netaverkstæði í Chittagong í Banglaesh. Þá skeði það sem að ekki kemur ekki oft fyrir, mér vafðist tunga um tönn enda ekki á planinu að flytja erlendis til að vinna. En enginn ræður sínum næt- urstað og hér erum við í dag, í Chittagong í Bangla- desh. Chittagong, þar sem við búum, er stærsta hafn- arborgin í Bangladesh og stendur við stórfljótið Karnaphuli sem meðal annars hið fræga fljót Gang- es ásamt fleiri stórfljótum renna í. íbúatalan er eitt- Yfirmannamessinn, fremsta lestarlúgan. hvað á reiki og heyrir maður tölur um að hér búi 4-6 milljónir manns, en hér hafa skráningar manntals verið eitthvað frjálslegar allavega framundir þetta og urmull af fólki sem ekki veit hvenær það er fætt. Fátækt er hér mikil og er það þyngra en tárum taki að í hvert skipti sem bíllinn stoppar í umferðinni eru fleira en eitt andlit á bílrúðunni að betla til að reyna að fá fyrir mat þann daginn. í þessum hópi er mikið af illa bækluðu fólki en því miður ég hef trú á að afraksturinn sé ekki alltaf mikill enda ef innfæddir gauka að þeim pening er það 1-2 BDT sem er 2-4 krónur. Ekki er mér fullljóst hvað er aðal lifibrauð fólks hér um slóðir en ég hef trú á að talsverður fjöldi vinni í verksmiðjum en töluverð ásókn er frá erlend- um fyrirtækum að reisa hér alls konar iðnað, en í alltof mörgum tilfellum strandar það á skorti á orku. Það sem erlendir fjárfestar sækjast eftir hér er mjög ódýrt vinnuafl. En vinnulaun eru svo lág að maður vill helst ekki nefna neinar tölur, en fólk hér sýnist mér vera mjög duglegt að berjast í að fá eitthvað að gera og ágætt þegar í vinnu er komið. Fyrir um 30 árum var stofnað hér fyrsta útgerð- arfyrirtækið og var markmiðið að stunda fiskveiðar hér í Bay of Bengal. Þetta er fyrirtækið Sea Resour- ces Group sem stendur að fyrirtækinu SRL Cosmos trawl Ltd ásamt Cosmos Trawl í Danmörku en það fyrirtæki er í 60% eigu Hampiðjunnar. Þetta er síð- an fyrirtækið sem ég veiti forstöðu og ætla að gera mitt besta til að koma á koppinn. Þess ber að geta að þetta verkefni er styrkt af Dönsku þróunarsam- vinnustofnuninni DANITA til næstu 2 ára. Þar til að Danirnir komu hingað fyrir um það bil 2 árum hafði engin framþróun átt sé stað í veiðarfær- um, heldur var notuð sama gerðin af tælenskum trollum og byrjað var með í kringum 1970. Eg get ekki neitað að það flaug í gegnum hugann að þetta væri eins og þegar ég var að læra í Veiðarfæragerð-


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA inni hjá höfðingjunum Grími og Gauja í kringum gos og var það besta sem þá þekktist. Hleramir sem notaðir hafa verið fram undir þetta eru tréhlerar eins og voru allsráðandi í Eyjum fram- undir gos, en nú er farið að sjást einstaka par af járn- hlerum frá Tælandi sem er mikil framför, þó að í dag séu miklu betri hlerar í boði. Vinsælustu bátarnir hér eru 36 m langir með 960 ha Caterpiller vélum, smíðaðir í Tælandi og er óhætt að segja að hönnunin sé ekki eins og við eigum að venjast en myndirnar sem fylgja tala sínu máli. Þessir bátar taka um 150 tonn af frosnum fiski. Tækjabúnaður skipanna er af mjög skomum skammti og er í flestum bátunum einungis dýpt- armælir, radar, VHF og millibylgju talstöð auk þess em í sumum kortalausir plotterar. Þessi gerð skipa er ekki með skutrennu en flestir þeir sem eru að nota dönsku trollin eru með tromlu til að hífa trollin inn og eru þær staðsettar aftast í skutnum en pokinn tekinn á síðuna og aflinn pok- aður inn eins og gert var hér áður fyrr. Ég er ekki viss um að það myndi ganga á íslands- miðum að dengja aflanum í haug á dekkið án upp- stillingar og ætlast til að hann sé kyrr á sínum stað, ansi hræddur að hann myndi enda úti í annarri hvorri síðunni og vitum við hvað það getur þýtt. SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA

Ekki er hægt að segja annað en að meðferðin á afl- anum sé langt frá því að vera góð! Eitt af stórvandamálunum er að aflinn er losaður beint á dekkið og þar liggur hann óvarinn fyrir brennandi sólinni þar til hann fer í frystinn. Lofthit- inn rokkar sitt hvoru megin við 30° C og sjávarhiti svipaður þannig að augljóst er að fiskur tapar gæð- um mjög hratt. 69 Ekki er neitt til að flýta fyrir að koma fiskinum í t'rost en menn sitja á hækjum sínum og sortera fisk í körfur sem síðan eru skolaðað lauslega og sturtað í 20 kg plastpoka. Þegar fiskurinn er korninn í pokann er hann settur í blástursfrysti og þar tekur hvorki meira né minna en 48 tíma að frysta og er það ekki að furða þar sem hráefnið er um 30° heitt. Fyrirtækið rekur einnig nokkra svokallaða „out- rigge“ rækjubáta og hafa gert um árabil. Áður en ég kom hingað hafði ég aldrei séð slíkan veiðiskap og var gaman að fá tækifæri til að kynnast þessum veiðum sem eru þær sömu og Forrest Gump stund- aði í myndinni góðu. Enn þann dag í dag nota menn tréhlera við þessar veiðar og virðist enginn hafa kynnt neitt betra íyrir þeim enn sem komið en von- andi verður breyting þar á. Veiðarnar fara þannig fram að verið er með tvö troll, eitt hlerapar, og miðjusleða á hvort borð. Þegar trollið er komið upp er einungis híft í rússana á troll- unum og pokunum kippt inn fyrir og þeir losaðir. Síðan eru pokamir settir út, kastað aftur og tekur mjög stutta stund að hífa og kasta, enda verið að veiða frá 10 m niður á 60 m dýpi. Þegar ég var um borð í slíkum bát fannst mér veið- in ákaflega döpur en hún samanstendur af margs- konar rækjutegundum sem eru ýmist slitnar, frystar eða þeim pakkað heilum. Það sem er aðalpening- urinn í þessum veiðum er hin eftirsótta Tiger rækja sem er mjög stór og verðmæt eftir því, en vissan tíma af árinu er kven tigerrækjunni haldið lifandi um borð og hún síðan seld daglega eða annan hvern dag lifandi til eldisstöðva sem láta hana hrygna í kerjum, síðan selja þeir ungviðið til áframeldis. Ekki er vafi á að fyrir ungrækjuna fæst gott verð þar sem greiddir eru yfir 200 dollarar fyrir stykkið af hrognarækju. Það var gaman að fylgjast með þegar verið var að selja lífsrækjuna, en þá komu menn um borð og flokkuðu aflann og gerðu síðan tilboð um að kaupa visst magn þar sem hitt væri ekki í nógu góðu standi til áframeldis. Þegar ég horfði á var boðist til að kaupa 40 stk. og fara þessi boð að sjálfsögðu eftir framboði hverju sinn. Að lokum var fallist á að taka 80 stk. og eflaust hafa einhverjar verið látnar aukalega til að liðka fyr- ir viðskiptunum en mikil hefð er hér fyrir slíkum viðskiptaháttum. Eftir að salan hefur verið gerð er rækjunum pakk- að í plastpoka með sjó í og haft mikið loft í pok- anum til að kvikindið geti lifað af ferðina í land sem tekur um það bil 5 mínútur með hraðbáti. Eg get ekki sagt annað en að það hafi verið alveg sérstök reynsla að fara á sjó hérna og í svo mörgum tilfellum fór maður langt aftur á bak í tíma við að sjá hvernig hlutirnir eru gerðir hér í dag en staðreyndin er sú að þeirra samfélag er statt á þessum stað og það er okkar verk að hjálpa þeim að taka eitt og eitt hænufet fram á veginn. Stundum þegar kveikurinn styttist yfir skilnings- leysinu við að tileinka sér nýja hluti, skýtur upp í huga minn þegar Sigmar Þór Sveinbjörnsson, fyrstur manna, kom með þá hugmynd að hanna pokakassa þannig að ekki þyrfti að beygja sig eftir hverjum fiski. Viðbrögð samtímans voru þau að Simma var ráðlagt að leita sér að annarri vinnu ef hann nennti ekki að vera til sjós. Sama er við að berjast hér, að menn trúa ekki í byrjun á breytingar og finna fyrir öryggisleysi við að fara af stað með eitthvað nýtt. Eg held að þetta sé hlutur sem alltaf er barist við, þegar breyta á einhverju sem lengi hefur verið not- að. Búið er að koma á samstarfi á milli Fisherman Academy sem sér um menntun skipstjóra og vél- stjóra fyrir fiskiskipaflotann og fyrirtækisins sem ég vinn fyrir og er á dagskrá að ég verði með einhvers konar grunnfræðslu um veiðarfæri og meðferð þeirra.


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA Þessi fræðsla er mjög nauðsynleg, þar sem skip- stjórum hefur ekki einu sinni verið kennt hvernig á að auka eða minnka skver í hleram né hvað hægt er að gera til að breyta setu á trolli. Þetta er verkefni sem ég hlakka til að takast á við og er viss um að getur breytt miklu fyrir framtíðina. Skólinn má segja að sé algerlega tækjalaus, ef und- an eru skilin æfaforn tæki sem gefin voru af Rússum fyrir margt löngu, en nú er verið að vinna að því að kaupa hermi fyrir skólann sem mun gerbreyta allri kennslu og verja risaskref fram á við. Ef ég nefni aðeins hver stefna SRL Cosmos er, þá er það fyrsta að innleiða betri veiðarfæri sem byggja á nýjustu tækni, þeirri sömu og notuð er í okkar heimshluta og þjálfa menn í notkun og um- hirðu þeirra. Innleiða notkun nýrra fiskileitar- og siglingatækja, sams konar og notuð eru á íslandi og síðan þjálfa menn í að nota þau. Þetta er ekki síður nauðsynlegt en ný veiðarfæri en nú þegar er í notkun um borð í einu skipi netsonar og fiskileitarsónar sem því miður er ekki af réttri gerð og gagnast því lítið. I dag eru menn alveg handalausir um borð í þessu skipi ef netsonarinn er ekki í lagi og ber það vott um að þeir hafi áttað sig á notagildi tækisins Leiðbeina þarf hvað hægt er að gera til að auka gæði og um leið verðmæti aflans, eram við þegar byrjaðir að hamra á mönnum með að kaupa krapa- vélar til að forkæla aflann, sem bæði eykur gæði og styttir frystitímann til muna. Fyrirhugað er að kenna nokkrum starfsmönnum netaverkstæðisins sama efni og íslenskir netamenn SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA þurfa að læra til að hljóta réttindi en góð reynsla var af þessari kennslu í Litháen, en þar lauk einn nemandi íslensku sveinsprófi og veitir verkstæðinu forstöðu í dag og sér um áframhaldandi kennslu í netafræðunum fyrir sína starfmenn. Til að hægt sé að innleiða nýja starfshætti hjá neta- strákunum þarf að breyta mörgu og er sem stendur verið að ljúka við að byggja 1200 m2 netaverkstæði sem verður útbúið samkvæmt okkar kröfum með öllum þeim hjálpartækjum sem notuð era í netagerð til að auka afköst og bæta vinnuskilyrði. Það sem menn hér eru vanir, þegar unnið er í netum, er að sitja flötum beinum og stinga tánum gegnum netið til að halda í og sauma síðan. Allir sjá að þessi aðferð hlýtur að skila minni afköstum og vera mjög óþægileg en ekki er ég viss um að þessu verði breytt á einum degi en mín persónulega skoð- un, byggð á reynslu minni frá þeim löndum sem ég hef unnið í við misjafnar aðstæður, er að betra er að fara rólega af stað og fá svo fólk til að tileinka sér nýjungar smátt og smátt, frekar en að reyna að gera byltingu á stuttum tíma sem yfirleitt mistekst. Þjóðin. I Bangladesh búa að talið er um 155 miljónir manna á 144 þús. ferkílómetrum og er óhætt að fúll- yrða að hver blettur er nýttur, en þessi mikli fólks- ijöldi í litlu landi er aðalástæðan fyrir því að þetta er eitt af fátækustu löndum heims. Til samanburðar minnir mig að ísland sé 105 þús. ferkílómetrar. Um 83% þjóðarinnar eru múslímar en 17% eru 71 annarrar trúar og eru hindúar þar flestir. Fátækt er skelfileg og ekki í nein hús að venda þar sem opinber hjálp er af mjög skornum skammti, þannig að fólk verður virkilega að berjast til að halda lífi í sér og sínum. Ekki hefur okkur verið sýnd annað en vinsemd síðan við komum, en við vitum að mikið er um þjófnaði. Frá því við vorum í Namibíu vitum við að það er ekki vegna þess að fólkið sé svo vont heldur em kjörin svo bágborin að fólk verður að nota alla klæki til að afla fæðu fyrir næsta dag. Ég held að við getum öll sett okkur í þeirra spor og ályktað hvað við værum til í að gera ef ekki væri til matur handa börnunum. Annar fylgifiskur fátækt- arinnar, mjög landlægur, er sóðaskapur sem er alveg skelfilegur og meiri en orð fá lýst. Maður er alveg undrandi hvemig fólki tekst að draga fram lífið á þeim launum sem maður heyrir að fólki sé greitt og um leið undrast maður að menn skuli getað hugsað sér að auðgast með því að kúga lítilmagnann, en hér er talsvert mikið af ekki ríku fólki heldur auðugu. Kannski þarf ég ekki að fara til Asíu til að finna þessa gerð af fólki sem því miður er trúlega alls staðar til. Stéttaskiptin er hér hreint ótrúleg og menn í neðri þrepum þora ekki að spyrja yfirmann sinn spum- inga, hvað þá að hafna því sem hann segir og er þetta eitt af því sem dregur úr hraða framþróunar. Hef oft SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA hugsað hvort sagan af nýju fötum keisarans sé kom- in héðan. Hér um slóðir kasta yfirmenn ekki kveðju á liðið sem verður á þeirra leið, en að íslenskum sið ákváðum við að heilsa öllum sem við mættum og höfum gert síðan. I íyrstu vom allir mjög flóttalegir en sumir tóku undir en í dag uppskemm við yfirleitt falleg bros að launum og kveðju sem passar ekki alltaf við tíma dagsins en það er algert aukaatriði en gaman að upp- 73  lifa að það þorir að yrða á okkur þó að við séum samkvæmt þeirra goggunarröð skör ofar og segja gjarnan um kvöldmatarleytið „good moming“. Alls konar greiðslur eru í gangi til að liðka fyrir að ná hlutum í gegn. En þetta er eitt af því sem mér gengur illa að læra, enda hélt maður fram að Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á efnahagshruninu að þetta væri óþekkt á okkar landi. Kannski er kerfið hér heilbrigðara en okkar, þar sem þessir hlutir eru hluti af lífinu hér og ekki gert mikið til að fela þá. Almenn menntun á langt í land en þokast vonandi hægt og bítandi fram á við, en í dag er okkur sagt að háskólamenntun í almennum háskólum sé ekki

nógu góð en ágæta menntun sé að fá í einkaháskól- um sem em að sjálfsögðu allt of dýrir fyrir almenn- ing og hægir á allri framþróun. Það er sagt að glöggt sé gests augað og er það orð að sönnu og eru ótrúlega margir hlutir í trúnni og menningunni sem maður dettur um og þá sér- staklega staða kvenna. Gift kona má ekki yfirgefa íbúðina nema með leyfi eiginmanns síns og eftir að hún giftist tilheyrir hún ekki lengur sinni fjölskyldu heldur tjölskyldu eiginmannsins og hefur eftir það ekki mikið samband við sitt fólk. Konur eiga sam- kvæmt bókinni að klæðast fötum sem eru þannig að útlínur þeirra og andlit sjáist ekki utan heimilis. Þetta er vegna þess að Eva kom með freistinguna og konur eiga ekki að freista okkar karlmanna. Það kveður svo rammt að þessu að jafnvel á baðströnd- um fara konur í sjóinn í allri múnderingunni. Hvers eiga þær að gjalda ef þær sjá sætan strák? Þegar maður er búinn að vera í vanþróuðum lönd- um lærir maður alltaf eitthvað sem nýtist manni og hef ég lært að vera þakklátur fyrir að vera fæddur á Islandi. Þegar maður sér eymdina hér getur maður ekki samþykkt að okkar staða sé svo slæm og gerir mann þakklátan fyrir það góða hlutskipti sem manni hefur hlotnast í lífinu. Læt þetta duga héðan að austan og óskum við sjómönnum og ljölskyldum þeirra til hamingju með daginn og farsældar um alla framtíð. Eiríkur og Sigga