Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2007/Gömlu uppskipunarbátarnir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2017 kl. 13:07 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2017 kl. 13:07 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: GIJÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON Gömlu uppskipunarbátarnir Inngangur L öngu er nú liðin sú tíð þegar aðstæður voru þannig í Vestmannaeyjahöfn að öll flut- ninga- og...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

GIJÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON Gömlu uppskipunarbátarnir


Inngangur L öngu er nú liðin sú tíð þegar aðstæður voru þannig í Vestmannaeyjahöfn að öll flut- ninga- og farþegaskip sem komu til Vestmannaeyja með fólk og vaming lögðust fyrir akkeri á Ytri höfninni eða Víkinni vegna þess að skipstjórar treystu sér ekki inn til hafnar með skipin þar eð höfnin var svo grunn og ekki hægt að leggjast að bryggju. Fram undir 1940 voru nánast engar aðstæður til þess að leggjast að haf- skipabryggju í Vestmannaeyjum og fólk og varning varð að flytja frá höfn og til hafnar með litlum upp- skipunarbátum sem voru dregnir að og frá skips- hlið af mótorbátum. Fyrir nokkrum ámm síðan sendi Örlygur Flálfdánarson mér meðfylgjandi myndir, teknar af Bruno Schweizer (1897 - 1958) árið 1935 og bað mig um að skýra þær og rita við þær texta. Af því verki hafði ég mikla ánægju og birtust myndimar og textinn við þær í öðru bindi af mjög merkilegu ritverki sem bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf gaf út í þremur bindum árið 2003. Ritsafnið heitir „ Úr torfbœjum inn í tœkniöld“ . Þar er á yfir 1600 blaðsíðum með texta og fleiri hundrað myndum lýst lífi og menningu á Is- landi á millistríðsámnum svonefndu, frá 1918 - 1940, árunum fyrir stríð, eins og fólki var tamt að segja eftir aðra heimsstyrjöldina, 1939- 1945. Það kennir margra grasa í þessu glæsilega og merka ritverki. Auk þess sem hér er getið um Vestmannaeyjar, er þar bráðskemmtilegur kafli úr Formannsævi Þorsteins Jónssonar í Laufási (1880-1965) þegar hann og Friðrik Svipmundsson á Löndum (1871-1935) fluttu dr.Valtý Guðmundsson (1860- 1928) prófessor og þingmann frá Amo, skipi Sameinaða danska skipafélagsins, í land í Vestmannaeyjum. („Það er ekki mysan í karlinum þeim ama'j. Þýskir vísindamenn heimsækja ísland Þýsku vísindamennirnir vom eins og Þjóðverjar hafa löngum verið ákaflega hrifnir af íslandi og íslenskri menningu og fannst að þeir fyndu þar  uppruna sinn og tengsl við fomöldina. Hin langa og bjarta íslenska sumamótt hafði einnig sín áhrif. Um 10. júlí 1935 þegar þeir nálgast ísland á ferð sinni yfir hafíð með farþegaskipinu Island skrifar Reinhard Prinz: „Haf og himinn, himinn og haf; allt er sveipað dulúðugu geislaskini. Ferskur norðan- vindur- skyldi hann sendur ffá íslenskum jökul- hvelum? Hver fmnur ekki blóðið ólga við þvílíka sjóferð! Þetta er sá jtúsund ára vegur sem norrænir víkingar fóru á vit Islands, Grænlands og Ameríku í litlum knörrum sínum. Þetta haf ristu áratugum saman hinar stoltu skonnortur Hansakaupmanna í íslandsferðum." (Il.bindi, bls. 84). Hinn 11. júlí 1935 koma þeir til Vestmannaeyja, snemma að morgni fimmta dags frá því þeir lögðu af stað. Það er þoka, svo „að ekkert sést annað en flugbrattir hamraveggir Vestmannaeyja, þar sem við liggjum við akkeri.“....Síðar segir: „Út úr höfninni og fyrir enda brimgarðsins kemur nú vél- bátur með pramma í togi til að flytja vörur og far- þega til og frá skipinu. Fleyin leggja upp að skipssíðunni, og vegna undiröldunnar rísa þau og hníga eins og korktappar. Þeir sem ætla í land stíga upp í stóra rimlakörfú og eru með hjálp skips- bómunnar látnir síga niður í bátinn. Til þess verður að grípa rétt andartak, þvi að ýmist þeytist báturinn upp með öldunni eða dettur niður aftur. Það heyrast bæld óttahljóð úr körfunni og hláturskríkjur frá áhorfendum. En Islendingamir í bátnum standa hinir stöðugustu í sjóblautum olíufotum og brosa góðlátlega meðan þeir taka öruggum höndum við farþegum og vömm og sjá um að allt komist tryggilega á sinn stað. Æ stærri fuglaskarar koma niður af hreiðursyllunum og hnita hringi umhverfis. Það suddar úr þokumuskunni, úðinn smýgur um allt, bómumar marra án afláts...“ Hífa varð farþega að eða frá borði Til skýringar segir: „Svo sem fram kemur í lýsingum Brunos Schweizers og annarra erlendra ferðamanna, þá gátu millilandaskipin ekki lagst að bryggju í Vestmannaeyjum á þessum árum. Þau vörpuðu akkerum utan hafnar og þangað voru farþegar sóttir á bátum. Það gat oft verið erfiðleikum bundið að komast frá skipi og um borð í þá, eða frá bátunum um borð í skipið, ef eitthvað var að sjó. Stundum gátu farþegar klifið kaðalstiga sem lá á skipssíðunni, en oft varð að hífa þá að eða frá borði í þar til gerðum kassa eða körfu, sem gat fengið á sig þungan skell ef aldan lyfti bátnum snöggt og óvænt þegar kassinn var á leiðinni niður. Þessi aðferð var víðar notuð en í Vestmannaeyjum, 2) Þorkell Jóhannesson; Örnefni i Vestmannaeyjum; útg. Hið íslenska þjóðvinafélag Reykjavik 1938.

t.d. er vitað um slíkt á íslensku strandferða- skipunum allt fram á 7. áratug síðustu aldar, þar sem ekki var hægt að leggjast að bryggju.“ Til skýringar segir ennffemur: „Þar sem í greininni segir „vélbátur með pramma í togi til að flytja vörur og farþega til og frá skip- inu“ er átt við uppskipunarbát enda var það hlutverk hans að flytja vörur og fólk milli skips og lands þar sem ekki voru hafskipabryggjur.“ Múrningar Flutningaskip sem komu með salt eða lestuðu afurðir til útflutnings sem fyrr á tíð var nær eingön- gu þurrkaður saltfiskur, höfðu frá aldaöðli lagst fram af Skanzinum og gömlu verslunarhúsunum í svonefnda múminga eins og það var nefnt þegar legufæri lágu fram og aftur af skipinu. Lega þessara kaupfara var austur af Holukletti sem er norðan undir Skanzinum og var afturfestum skipa fest í Holuklett, en ffamfestar lágu í Hringskerið sem var rétt austan við syðri hafnar- garðinn sem kenndur er við skerið. Síðar lágu kaupskip nokkru innar, fram af Löngunni eins og sést vel á þekktri mynd sem tekin

var um aldamótin 1900, þar sem áraskip eru í Læknum nýkomin að landi, en þrímöstruð skonn- orta liggur úti á legunni. Þorsteinn Jónsson í Laufási getur í „Aldahvörf í Eyjum“ um þessa „múminga“: 3) Þorsteinn Jónsson, Aldahvörf i Eyjum; útgefandi Bajarstjórn Vestmannaeyja 1958.

„Þetta var sterk keðja, og var eystri endi hennar festur í stórt akkeri, sem sett var niður í Hörgaeyri, en hinn endi festarinnar var einnig festur við stórt akkeri. Bryde átti þennan öfluga útbúnað, sem kaupskip lágu fyrir. Þó hafði komið fyrir að sumar- lagi, að þau höfðu slitnað ffá þessum festum í aust- an stórviðrum.“ Það var einnig nefnt að svínbinda, þegar legið var fyrir tveimur akkerum fram af skipinu og öðrum tveimur aftur af því. Þannig var t.d. stundum lagst við sjómælingar þegar dýpið var mælt með litlum bátum, sitt hvoru megin við skipið. Erfið hafnarskilyrði Hafnarskilyrði í Vestmannaeyjum voru ótrúlega erfið á fyrstu árum vélbátanna og má segja að þau hafi ekki verið viðunandi fyrr en upp úr 1940. Þá var Básaskersbryggjan tekin í notkun og hið farsæla starf dýpkunarskipsins „Vestmannaeyjar“ við dýpkun hafharinnar farið að koma verulega í ljós, en skipið kom til Vestmannaeyja 29. maí 1935. Aður en dýpkun hafnar með grafskipinu Vestmannaey hófst, stóðu jafnvel 8-10 bátar samtímis á Leiðinni þegar mest var fjaran. Á vetrarvertíðinni urðu bátar að bíða klukkustundum saman eftir að komast að bryggju til löndunar og kom fyrir í allt að sex klukkustundir. En „flutn- ingaskip sem komu með salt eða kol urðu að bíða upp undir hálfan mánuð til þess að komast í höfn.“ (JGÓ). Bygging hafnargarðanna sem hófst í maímánuði árið 1914 þegar vinna hófst við Hringskersgarðinn var óvenju erfið og stóð svo til stanslaust til 1929 þegar Hörgeyrargarðurinn var fullffágenginn með vitaljósi á garðshausnum. Unnið var nærri því stanslaust við syðri hafnargarðinn, Hringskersgarð- inn, frá 1914 til 1930 með byggingu garðsins, viðgerðum, endurbótum og styrkingum „og mun hann orðinn eitt dýrasta mannvirki sinnar tegundar, þó víða væri leitað“. Þetta getur komið yngra fólki, kynslóðum eftir gos í Vestmannaeyjum, spánskt fyrir sjónir, þegar gengið er um eitt fallegasta útivistarsvæði í Vestmannaeyjum í dag, austan við gamla hafnar- garðinn þar sem norska stafkirkjan og Landlyst kúra nú í skjóli hraunjaðarins, þar sem áður svarr- aði brim á skerjum. Eftir að hafnargarðar voru komnir fóru flutn- ingaskip sem komu með salt og kol inn til hafnar á háflóði og lögðust fýrir akkerum á svipuðum stað, fram af Neðri-Kleifum og Löngunefi. Saltinu var 4) Jóhann Gunnar Ólafsson, Hafhargerðin i Vestmannaeyjum, bls. 67; útg. Reykjavik, 1947, Steindórsprentsmiðja. 55 sturtað í stórum trogum í uppskipunarbáta sem lágu við skipshlið, síðan var þeim róið eða þeir dregnir yfir að Edinborgar- og Bæjarbryggjunni þar sem saltinu var annað hvort mokað úr bámum upp á bryggju eða í poka og það flutt á handvögnum upp í aðgerðarhús og krær. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd og þekktri mynd af Bæjarbryggjunni á vetrarvertíð 1924, þar sem stórt flutningaskip liggur úti á Botni, en við Edinborgarbryggjuna eru menn í uppskipunarbáti að moka salti í poka. Bæjarbryggjan er flakandi í fiski og þar er fjöldi handvagna sem var aðalflutn- ingatæki þess tíma. Rétt utan við Bæjarbryggjuna er bátur sem kemst ekki að bryggju strandaður og fjöldi árabáta eru að flytja fisk úr mótorbátum sem liggja úti á og komast ekki að bryggju. Árabátamir liggja við Bæjarbryggjuna og úr þeim henda sjó- menn fiskinum með höndum upp á bryggjuna í afmarkaðar fiskhrúgur sem formenn á hverjum bát gæta vel að, en stingir vom óþekkt verkfæri í Vestmannaeyjum fyrr en um 1930. Við þessi erfíðu hafnarskilyrði gegndu upp- skipunarbátamir sérstaklega mikilvægu hlutverki við alla aðdrætti og útflutning svo að ekki sé talað um flutning á fólki, en aðstæður við fólksflutninga og það sem fólki var boðið upp á var satt að segja ótrúlegt. Strandferðir I strandferðum umhverfis landið var fólki hrúgað í lestar skipanna eins og hverju öðru trosi og mátti iðulega þola hnýfilyrði og lítið sem ekkert tillit var tekið til þeirra sem farþega, þó að iðulega væri klagað yfir þessari framkomu og aðbúnaði. Um þetta orti Einar Benediktsson í kvæðinu Strandsigling sem er talið vera ffá árinu, 1897: „- Þessa síðast ársins för þeir fóm- Fólkið hana rækir best. Dmkknir menn og krankar konur vóru Kvíuð skrans í lest. Allt var fullt af frónska þarfagripnum. Fyrirlitning skein af danska svipnum.“ „Með óskáldlegu orðalagi má segja, að hér hafí skip verið á ferð í vondu veðri, miklum sjó og slæmu skyggni undan hafnlausri og vitalausri strönd. Farþegar vom alltof margir og höfðu ekki nærri allir kojupláss. Konumar voru sjóveikar og karlamir fullir. Var að fúrða, þó að skipstjórinn danski væri viðskotaillur?“ I hafhleysi þessara ára hér við landið, ffam undir 1950, lágu öll stærri flutninga- og farþegaskip víðast hvar úti á legu ffaman við kauptúnin, en fólk og vamingur var fluttur í land með sérstökum upp- skipunarbátum. Þannig hafði ástandið víðast hvar verið á Islandi ffá því reglulegar strandferðir hófúst árið 1876. Á Hellissandi var t.d. sérkennilegt nafh á upp- skipunarbátunum sem vom nefndir bringingarskip (t.d. bringingarskipið Tröllskessan) og út- eða upp- skipun var nefnd bringing. 5) Heimir Þorleifsson, Póstsaga íslandsl873-1935; útg. Íslandspóstur 2004. Skran: Ómerkilegt dót. Kviuð skrans i lest: sett niður i þröngar stiur eða rúm i lestin- ni sem var full af ómerkilegu drasli. 6) Ólafur Elimundarson, „Jökla hin nýja II - Undir bláum sólarsali" fsiðara bindi): útg. Háskólaútgáfan 2004.


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA Helga VE 180 á Víkinni á leið út í skip árið 1936. Ljósm. Bruno Schweizer. Mótorbáturinn Helga VE 180 var smíðaður árið 1915 af Guðmundi Jónssyni bátasmið á Háeyri í Vestmannaeyjum. Helga var úr eik ogfuru, 11,66 tonn að stcerð með 15 hestafla Alfavél, súðbyrt að hluta eins og sést vel á myndinni. Hún var notuð sem dráttarbátur og þá umbyggð og styrkt. Siggeir Torfason (1862-1938) kaupmaður í Reykjavík, faðir Kristjáns Siggeirssonar (1894-1975), lét byggja Helgu. Helga dró stóra uppskipunarbáta sem voru lestaðir frá flutninga- og farþegaskipum, sem lágu við akkeri á Ytri höfhinni, en Innri höfnin var ekki nœgilega djúpfyrir stór flutningaskip fyrr en á áratugnum milli 1940 og 1950, er átak var gert til að dýpka höfnina. Fyrir miðri mynd er hið formfagra eldfjall Helgafell. Frá vinstri sjást hús sem nú eru undir Eldfelli og hrauni. Frá vinstri Kirkjubœr (Norðurbœr), Vallartún, Eystri- og Vestri Oddsstaðir, Vilborgarstaðir (Nyrsti-Miðbœr (Línubær), Hlaðbær, Háigarður) þar að baki, Búastaðir eystri og vestri, Bessastaðir, Víðivellir, Ólafshús, Eystri-Vesturhús, Presthús, Vesturhús vestri, að baki þeim Gerði, Hvassafell, Stóra-Gerði, Norður-Gerði, Mosfell; Laufás (með dökku þaki), Vatnsdalur, hvítt hús yst til hœgri. Stóra langa húsið sem mastur bátsins ber í er "Þurrkhúsið" sem svo var nefnt, saltfiskþurrkunarhús, sem var byggt árið 1929. Hvítir deplar á ströndinni meðfram Urðunum eru saltfiskstakkar, þ.e. saltfiskur sem var sólþurrkaður þarna á uppbyggðum stakkstæðum eða á sjávarklöppunum og var staflað upp í stakka og geymdur undir hvítri seglábreiðu (presenningu). Helga VE 180 var jafnframt því að vera dráttarbátur notuð til fiskveiða. Formaður með Helgu meðan hún var notuð sem dráttarbátur frá 1931 fram yfir 1940, samtals í 10 ár, var Eiríkur Jónsson (1894 - 1970) í Skýlinu sem kallað var; (kenndur við Verkamannaskýlið á Básaskersbryggju sem hann rak). Formaður með Helgufyrstu tvær vertíðirnar sem hún gekk tilfiskveiða var Guðmundur Helgason (1884 - 1977), faðir Hafsteins (1912 - 1999) bókaútgefanda.


Miðað við allar aðstæður, hafnleysi, óbrúuð stór- fljót og enga vegi, en aðal flutningatæki lands- manna voru hand- og hestvagnar, var þó furðuvel séð um alla flutninga, sérstaklega með skipum sem sigldu í reglubundnum áætlunarferðum umhverfis landið. Millilanda- og strandferðskip komu við á öllum helstu höfnum landsins, t.d. alltaf í Vestmanna- eyjum, bæði þegar skip voru að koma ffá útlöndum á leið til Reykjavíkur og eins á útleið frá Reykjavík. Voru þannig í raun og veru greiðari samgöngur á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur á mil- listríðsárunum, ffam undir 1940, en varð á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina og þar til Herjólfur I fór að ganga tvisvar í viku á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja árið 1960 (kom til Vestmannaeyja, 57  12. desember 1959). Fróðlegt væri að bera þessi tvö tímabil nánar saman. Ekki skal hér farið ffekar út í það ástand að í dag, þegar öruggar og góðar hafnir sem hafa kostað skattborgarana milljarða króna hafa verið byggðar vítt og breitt um landið, eru allir vöruflutningar komnir á þjóðvegi landsins með stórum flut- ningabílum og tengivögnum sem spæna upp vegi og ógna annarri bílaumferð.

Uppskipunarbátar I Vestmannaeyjum voru a.m.k. fjórir stórir upp- skipunarbátar. I eigu verslunar Gísla J. Johnsen, Edinborgar- verslun, voru a.m.k. tveir uppskipunarbátar sem voru merktir með hvítum þríhymingi á hníflinum, til þess að þekkja þá betur þegar uppskipunar- bátamir voru á ytri höfninni eða fyrir innan Eiði og ókunnugir voru sendir til að sækja þá. Austan við Tangahúsin þar sem nú er veitinga- staðurinn Kró stóðu lengi tveir stórir uppskipunar- bátar sem Tangaverslunin átti. Á ámnum fyrir og eftir aldamót þegar fólksfjöldi í Vestmannaeyjum var aðeins 600 til 700 manns vom áraskip notuð undir vöruflutninga úr skipum upp á Austurbúðarbryggjuna. Ágæt ljósmynd á bls. 55 sýnir þessa flutninga og er úr bókinni „Island fyrir aldamót“ Harðindaárin 1882 -1888 sem Frank Ponzi ritaði og gaf út 1995. Eftir að vélabátaöldin hófst árið 1906 vom gömlu áraskipin notuð sem uppskipunarbátar en eftir því sem mótorbátamir stækkuðu voru þeir fyrstu gerðir að uppskipunarbátum eða byggðir sérstaklega. Þegar þessum fyrstu mótorbátum var breytt í uppskipunarbáta var tekið ofan mastur sem var oftast aðeins eitt og lúkarskappi, þilfar og sfyrishús rifið og settir sterkir þverbitar að aftan og framan í bátinn, hástokkur styrktur og klætt á bönd en á lun- ninguna var neglt gúmmí til hlífðar; eftir að bifreiðar komu voru notaðir til þess gamlir hjól- barðar. Af mótorbátum sem var breytt í uppskipunarbáta er vitað um eftirtalda: Blíða (eftir 1915), Friðþjófúr (1915), Immanúel (1917), Hrólfur (1920), Sigríður, Ingólfur (gekk undir nafninu Sóði), Austri, Unnur II sem síðar var nefhd Guðrún (1938). Það var síðasti uppskipunarbáturinn í Vestmannaeyjum sem breytt var úr mótorbát. I Vestmannaeyjum var smíðaður sérstakur drátt- arbátur og segir Jón Sigurðsson ffá Ártúni svo ffá í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja árið 1965: „Sigurður Gunnarsson á Hólmi var sá fyrsti sem lét smíða dráttarbát í Vestmannaeyjum. Þessi bátur var um 3 tonn á stærð, það var árið 1913. Jafnhliða stundaði Sigurður handfæraveiðar á þessum bát, hann var opinn um miðju og vegna þessa hættu- legur hér við Eyjar, því að Sigurður notaði þennan bát mikið og var off djarft teflt á honum. Árið 1915 lagði Sigurður bát þennan niður og lét byggja annan stærri, sem mun hafa verið 5 tonn. Bátur 7) Frank Ponzi, „ísland fyrir aldamót " Harðindaárin 1882 -1888; útg. Brennholt. Mosfellssveit 1995. 8) Heimildarmenn: Gisli Eyjólfsson frá Bessastöóum og Ragnar Eyjólfsson i Laugardal. Horft til bæjarins og Innri hafhar frá Ytri höfninni - Víkinni - rétt utan við hafnargarðana. Til vinstri er Hringskersgarður (Suðurhafnargarður), til hægri er Hörgeyrargarður (Norðurhafnargarður). Yfir miðjan Hring- skersgarð, rétt innan við hafnargarðsvitann, sjást aðgerðar- og vörugeymsluhús Gunnars Ólafssonar (1864 - 1961) á Tanganum. Aó baki þeim er Háin og ber Hástein vió himin. Upp af Hánni er Moldi með Fiskhellanefi fremst og þá Dalfjall með Bláhánni að Náttmálaskarði og Litlaklifi lengst til hœgri. Fyrir miðri mynd er Fiskimölsverksmiðja Vestmannaeyja, byggð árið 1913; þar hefur á sama stað verið endurbyggð nýtísku loðnu- og síldarverksmiðja með a.m.k. 2000 tonna afköstum á sólarhring. Yfir innsiglingavitann yst á norðurgarðinum ber dökk þríhyrna, Skiphella, og síðan fiölda báta sem fram undir 1950 lágu flestir við festar á Innri höfninni. Venjan var að segja að bátarnir lægju úti á bóli eins og legufærið var kallað, en hver mótorbátur hafði sinn skjöktbát, sem lá við bólið meðan mótor- báturinn var á sjó. Þegar bátnum hafði verið lagt við bólið var róið í land á skjöktbátnum, í Hrófin upp af Læknum, Anesarvik, Skildingafjöru eða annars staðar þar sem skjöktarinn var geymdur þar til róið var. Hvítt hús sem ber yfir hafnargarðinn lengst til vinstri, er Garðsverslun sem fyrr er lýst ogfór undir hraunið íjarðeldunum 1973. Ljósm. Bruno Schweizer 1935.


þessi var með þilfari (dekkaður) og smíðaði Jens Andersen (danskur maður) hann og nefndi Huginn II, hann var með 6 hestafla Skandia vél. Á þessum bát hafði Sigurður alla afgreiðslu á skipum, sem til Vestmannaeyja komu og var oft draslkennt út og inn höfnina. Þá var öllu salti og kolum skipað í land utan af Vík og á sama hátt var útskipun á öllum físki. Var þetta eini dráttarbáturinn í Vestmannaeyjum. Þess á milli stundaði Sigurður sjóróðra á þessum báti.“ Uppskipunarbátunum var lagt út á Botn og drukknaði Sigurður Gunnarsson 16. janúar 1917

þegar hann við annan mann var að leggja báti sínum Huganum út á Botn. Siðar voru teknir aðrir vélbátar sem dráttarbátar og mun Helga VE 180 hafa verið Iengst í þeim störfum, á fjórða áratugnum, frá 1931 og fram yfirl940, og var Helga; sérstaklega umbyggð og styrkt til þessara starfa. Reykjavík, 12. apríl 2007, Guðjón Ármann Eyjólfsson