Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ Kojuvaktin

From Heimaslóð
Revision as of 13:32, 28 August 2017 by Vpj1985 (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Kojuvaktin

Nokkru fyrir andlát sitt hinn 12. nóvember s.l. sendi Árni á Eiðum okkur eftirfarandi:

Sigurður Gissurarson er öllum kunnur sem í Eyjum búa. Þekktur sjómaður um langt árabil, duglegur og skemmtilegur félagi sem hafði „húmorinn" í lagi.
Og það var eins og honum fylgdi aflasæld og oft var hann í toppskiprúmi með afla. Hann var orðheppinn og sá ávallt spaugilegu hliðina á tilverunni.

Eftirfarandi er honum eignað, ég sel ekki dýrara en ég keypti, en þessu var logið að mér.
Sigurður Gissurarson

Það mun hafa verið í íslenskutíma, að Siggi var beðinn að beygja orðið bók.
Ekki lá ljóst fyrir hvernig það skyldi gerast. Því svaraði Siggi: „Hvernig bók meinar þú, stílabók eða kannski símaskrána?" Þar með var það afgreitt.
Kennd var almenn heilsufræði ásamt hjálp í viðlögum sem hverjum sjómanni er nauðsyn að vita sem best skil á. Kennarinn spurði eitt sinn Sigga eftirfarandi spumingar. „Hvort er ungu fólki eða fullorðnu hættara við beinbrotum?" Ekki stóð á svarinu. „Gömlu" sagði Siggi. „Rétt, sagði kennarinn en hvers vegna". „Ég veit það ekki. mér finnst bara önnur hver kerling vera lapparbrotin," svaraði Siggi.
Eitt sinn er Siggi var á togara, kemur nýr maður um borð. Þegar þeir hittast spyr Siggi:
„Hvað heitir þú góði?" „Magnús" svarar hinn.
„Magnús, já það er ekki nógu gott." „Hvað er að því," spyr Magnús. „Jú sjáðu til," segir Siggi. „Við erum með tvo Magnúsa um borð svo þetta verður tómur ruglingur. Væri þér ekki sama þótt þú værir kallaður annað þennan túr, t.d. Brandur?"
Magnús taldi þetta ekkert mál og gekk undir þessu nafni, meðan hann var á skipinu.
Það sanna var, að um borð var enginn Magnús, hvað þá tveir. Það er ótrúlegt hvað mönnum dettur í hug til að gera lífið léttara um borð í einu skipi.
Gísli Jónasson skipstjóri á Gidion átti við heyrnarvanda að stríða, en fékk góða bót á þeim kvilla.
Ég spurði Sigga hvort þetta væri ekki allt betra núna. „Jú, en sá galli er þó á að svo heyrir hann vel núna, að hann heyrir hvað maður hugsar, og það er ekki nógu gott," sagði Siggi.
Magnús Magnússon á Felli í Vestmannaeyjum (1874^- 1940).
Afi Magnúsar Grímssonar, skipstjóra, á Felli og hans systkina var mikill aflamaður á síðustu árum áraskipanna og síðan í mörg ár eftir að vélbátarnir komu. Átti þá lengi Kristbjörgu VE 112 og var með hana. Hann var sagður mjög veðurglöggur.
Einhverju sinni eftir að farið var að útvarpa veðurfregnum og skipstjórar voru að ræða slæmt tíðarfar, sagði Magnús: „Það fer ekki milli mála að tíðin hefur versnað til muna eftir að þessar lægðir fóru að koma." Fyrir lestur útvarpsfregna höfðu menn auðvítað aldrei heyrt talað um lægðir.
Fyrir nokkrum árum var í Fréttum, falleg mynd sem tekin var um borð í fiskibáti. Myndin sýndi sólaruppkomu og undir henni stóð. „Sólaruppkoma á Selvogsbanka."
Þegar góðborgari einn hafði skoðað myndina sagði hann með fyrirlitningu:

„Bölvaðir asnar eru þetta á Fréttum, vita þeir ekki að sólin kemur upp fyrir austan Vestmannaeyjar," og bætti svo við spekingslega: „Ég gæti betur trúað að hún settist á Selvogsbankanum eða þar í kring."
Gatið er myndaðist í hrauninu sunnan Urðarvita

Sveinn Hjörleifsson frá Skálholti var lengi útgerðarmaður og skipstjóri á Kristbjörgu VE 70. Hann fiskaði alltaf mikið, harðduglegur og gætinn skipstjóri. Margar sögur era til af allskonar uppákomum og fjöri þar um borð, sérstaklega þegar æringinn Jón Berg Halldórsson var stýrimaður.
Einhvern tímann eftir 1960 voru þeir á Suðurlandssíld, skömmu eftir áramótin við Reykjanesið. Þeir voru að háfa, Garðar Ásbjörnsson vélstjóri var á spilinu, Björgvin Magnússon og Hilmir Þorvarðarson (Himmi í Ólafshúsum) hvor á sínu háfsbandinu og Maggi á Hólmi uppi á stýrishúsi í háfsbandinu þar.
Þegar búið var að fylla þannig að síldin rann yfir meramar bæði á stjór og bak, eftir veltum skipsins og búið að lempa í alla kassa fulla og slatti var eftir í nótinni, kallaði Sveinn út um stýrishússglugga:
„Hættum þessu strákar sleppum því niður sem eftir er í nótinni." Þá sneri Himmi sér við og kallaði til Sveins: „Þorirðu ekki að hlaða bátinn meira?" Sveinn svaraði að bragði: „Haltu kjafti. Garðar 1 háf enn." Aftur bætti hann einum við enn og nokkrir voru hífðir til viðbótar en allt rann út jafnóðum sem háfað var. Þegar hætt var og restinni sleppt úr nótinni, kallaði Sveinn út á dekk: „Ég þori vel að hlaða hana miklu meira."
Á s.l. vetri myndaðist gat niðri við sjó á nýja hrauninu sunnan við Urðavitann.
Kristján Egilsson, safnvörður á Náttúrugripasafninu, hafði áhuga á að mynda gatið áður en það brotnaði niður en því átti hann von á hvað úr hverju. Hann fékk vin sinn, Svavar Steingrímsson húsvörð, með sér. Svavar átti að standa í gatinu og vera viðmiðun á stærð þess. Einstaka skvettur komu í gegnum gatið en ekki til skaða. Allt í einu kom stór alda sem fyllti út í gatið.
Kiddi gat með naumindum forðað sér. Þegar hann leit til gatsins aftur, brá honum illa, sjórinn var að renna út en Svavar sást hvergi. Allt í einu reis hann upp af botni gatsins, blautur og útataður í sandi frá toppi til táar.
Um leið sagði hann: „Náðirðu ekki mynd af þessu?" Þarna fór betur en á horfðist. Yfirvegaður og rólegur hafði hann náð sér í handfestu niðri undir botni gatsins og haldið sér þar föstum. Það bjargaði honum. Svavar er vanur sjó og fjallamaður og æðruleysið uppmálað.
Og að síðustu úr gullkornabók Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. Texti úr enskuprófi í undirbúningsdeild sem átti að þýða yfir á íslensku:
„In Iceland we have several kinds of fishing vessels."
Þýðing: „Á Íslandi höfum við kindurjiska og víxla."
Úr sama prófi: „A dog is barking somewhere in the distance. Is it a police dog perhaps?"
Þýðing: „Barnið sefur í vöggunni. Það var lögreglan sem passaði það."
Texti til þýðingar úr dönskuprófi í undirbúningsdeild:
„Han stak hovedet ned I suppeterrinen og labbe-de den op med tungen".
Þýðing: „Hann stökk hátt með súpuna uppi í sér og labbaði með tungunni."
Úr sama prófi: „De kunne tydeligt höre hvor han lappede suppe i sig derinde."
Þýðing: „Hann titraði svo mikið af að labba með súpuna í sínum munni."