Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ Hagleiksmenn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. október 2016 kl. 12:40 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. október 2016 kl. 12:40 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Hagleiksmenn'''</big></big></center><br> Bræðurnir Andrés og Tryggvi Sigurðssynir hafa smíðað líkön af n...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hagleiksmenn


Bræðurnir Andrés og Tryggvi Sigurðssynir hafa smíðað líkön af nótaskipinu Sigurði og birtast hér myndir af snilldarhandbragði þeirra. Gunnar Marel Jónsson, sem var þekktur skipasmíðameistari hér í tugi ára á síðustu öld, var langafi þeirra bræðra.
Andrés var stýrimaður á Sigurði þegar hann smíðaði sitt líkan. Hann var 3 ár að smíða það og vann það allt þar um borð. Þetta var líkan no. 1 hjá Andrési. Frá október s.l er Andrés skiptstjóri á Hörpu VE 25.
Tryggvi smíðaði sitt líkan fyrir Sigurð heitinn Einarsson, útgerðarmann skipsins og tók það líka 3 ár.
Á sama tíma var hann með 5 önnur líkön í smíðum: Mugg, Skíðblani, Hilding og Helga Helgason fyrir Sigtrygg Helgason, og Beiti NK fyrir SÚN á Neskaupstað. Sigurður er líkanasmíði no. 31 hjá Tryggva. Hann er vélstjóri á Frá og eru líkönin að hluta til smíðuð þar um borð þegar hinir liggja á bekkjunum eins og Tryggvi segir en að hluta til í landi.
Tryggvi segir að smíði Andrésar sé afrek hjá honum vegna þess að um fyrsta verk af þessu tagi sé að ræða.
Sigurður var smíðaður í Bremerhaven í Þýskalandi 1960, sem síðutogari fyrir Ísfell á Flateyri, eigandi Einar Sigurðsson frá Heiði í Vestmannaeyjum. Lengi var hann gerður út frá Reykjavík og hafði einkennisstafina RE 4. Sem síðutogari var hann lengst af aflahæsta skip togaraflotans.
Árið 1974 lét Einar breyta Sigurði í nótaskip og hefur hann á sama hátt reynst mikið aflaskip síðan. Frá þeim tíma hefur Kristbjörn Arnason verið skipstjóri á skipinu. Fyrir nokkrum árum fékk Sigurður einkennisstafina VE 15.
Á sl loðnuvertíð, sem hófst á Sigurði 10. janúar og stóð til 28. mars, fiskuðust á skipið 31,233,775 kg. af loðnu.
Stóru loðnunótinni var kastað 65 sinnum og aflinn í hana var 11,684,137 kg.
Litlu loðnunótinni var kastað 63 sinnum og aflinn í hana var 19,549.638 kg.
Köst samtals 128 afli samtals 31.233,775 kg.
Aflaverðmæti um 150 miljónir.
Skipt var um nót 22. febrúar.
Á þessum tíma var Sigurður aflahæsta nótaskipið eins og oft áður, undir stjórn Kristbjörns Arnasonar.