„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ 150 ára minning Sigurðar Sigurfinnssonar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 69: Lína 69:
Inn í [[Vestmannaeyjahöfn|Vestmannaeyjahöfn]] komum við kl. 6 um kvöldið (5.sept) eftir nokkra bið austan við Eyjar til þess að hásjávað yrði.<br>
Inn í [[Vestmannaeyjahöfn|Vestmannaeyjahöfn]] komum við kl. 6 um kvöldið (5.sept) eftir nokkra bið austan við Eyjar til þess að hásjávað yrði.<br>
Báturinn fór stundum 7-9 mílur á vökunni en vont var stundum að stýra honum, miklu verra en þilskipi. Einna aðgæsluverðast fannst mér það á heimletðinni að hann hafði sama sem ekkert skjólþil svo að ætíð varð að gæta varúðar til þess að hrökkva ekki út. Báturinn 36,5 fet á lengd, 12,5 á breidd og 6 fet á dýpt (mun vera um 10 smálestir nettó). Sannfærður er ég um að þessu líkir bátar eru vænlegri til aflabragða og áreiðanlegri fyrir líftóruna en opnu manndrápsbollarnir sem vaninn, heimskan og þekkingarleysið eru búin að negla íslenska og færeyiska sjómenn við hverja öldina eftir aðra."<br>
Báturinn fór stundum 7-9 mílur á vökunni en vont var stundum að stýra honum, miklu verra en þilskipi. Einna aðgæsluverðast fannst mér það á heimletðinni að hann hafði sama sem ekkert skjólþil svo að ætíð varð að gæta varúðar til þess að hrökkva ekki út. Báturinn 36,5 fet á lengd, 12,5 á breidd og 6 fet á dýpt (mun vera um 10 smálestir nettó). Sannfærður er ég um að þessu líkir bátar eru vænlegri til aflabragða og áreiðanlegri fyrir líftóruna en opnu manndrápsbollarnir sem vaninn, heimskan og þekkingarleysið eru búin að negla íslenska og færeyiska sjómenn við hverja öldina eftir aðra."<br>
Í Bliki 1960 segir [[Þorsteinn Víglundsson|Þorsteinn Víglundsson]] um þessa siglingu þeirra félaga [[Sigurður Sigurfinnsson|Sigurðar Sigurfinnssonar]] og [[Símon Egilsson|Símonar Egilssonar]]: „Mér eru engar heim�ildir kunnar um það að fyrr hafi íslendingar siglt litlum vélbáti heim til Fróns yfir hina djúpu Atlantsála frá öðrum löndum. Álykta ég þess vegna að þessi sigling hafi verið sú fyrsta sinnar tegundar með þessari þjóð."<br>
Í Bliki 1960 segir [[Þorsteinn Víglundsson|Þorsteinn Víglundsson]] um þessa siglingu þeirra félaga [[Sigurður Sigurfinnsson|Sigurðar Sigurfinnssonar]] og [[Símon Egilsson|Símonar Egilssonar]]: „Mér eru engar heimildir kunnar um það að fyrr hafi íslendingar siglt litlum vélbáti heim til Fróns yfir hina djúpu Atlantsála frá öðrum löndum. Álykta ég þess vegna að þessi sigling hafi verið sú fyrsta sinnar tegundar með þessari þjóð."<br>
Þessi ferð þeirra félaga sýnir að Sigurður var talsvert menntaður í siglingafræði og kunni að stinga út í kort og reikna út staðsetningu. Þetta hafði hann lært af eigin ramleik.<br>
Þessi ferð þeirra félaga sýnir að Sigurður var talsvert menntaður í siglingafræði og kunni að stinga út í kort og reikna út staðsetningu. Þetta hafði hann lært af eigin ramleik.<br>
Enn segir Þorsteinn Víglundsson: „Framtakið var afrek sem fáir hefðu þá haft kjark og dugnað til að inna af hendi nema afburðamenn eins og Sigurður Sigurfinnsson eins og allt var þá í hendur búið sjófarendum, siglingatæki og tök, vélar og voðir. Hann var afbragðs sjómaður, gætinn og hugrakkur og hin mesta aflakló."<br>
Enn segir Þorsteinn Víglundsson: „Framtakið var afrek sem fáir hefðu þá haft kjark og dugnað til að inna af hendi nema afburðamenn eins og Sigurður Sigurfinnsson eins og allt var þá í hendur búið sjófarendum, siglingatæki og tök, vélar og voðir. Hann var afbragðs sjómaður, gætinn og hugrakkur og hin mesta aflakló."<br>

Útgáfa síðunnar 21. mars 2017 kl. 12:53

HILMIR HÖGNASON


150 ára minning Sigurðar Sigurfinnssonar, hreppstjóra, að Heiði, Vestmannaeyjum.


Fæddur 6. 11. 1851.


Til þess að gera þessum framsýna atorkumanni full skil, þyrfti að skrifa heila bók. Hér verður aðeins tiplað á því markverðasta.
Foreldrar hans voru Sigurfinnur Runólfsson, bóndi í Ystabæliskoti og Ystabæli undir Eyjafjöllum og kona hans, Helga Jónsdóttir. Hann var ættaður frá Skagnesi í Mýrdal, hún frá Brekkum í Holtum. Sigurður var fimmti maður í beinan karllegg frá Högna Sigurðssyni, prófasti, að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Sigurður ólst upp með foreldrum sínum en árið 1872 fluttist hann, þá 21 árs, að Görðum í Vestmannaeyjum og gerðist þar vinnumaður og sjómaður. Þeir Garðar voru í suðaustur af Kirkjubæjum.
Snemma fór að bera á forystuhæfileikum Sigurðar. Allt sem hann tók sér fyrir hendur kláraði hann af einurð og áhuga og horfði þá jafnan til framtíðar.
Árið 1883 var hann orðinn útvegsbóndi og var það til æviloka með öllum þeim störfum sem á hann hlóðust. Hann byrjaði ungur formennsku á áraskipum. Þá var hann með þilskipið Skeið, sem hann átti sjálfur, til þorsk- og hákarlaveiða og síðar með vélbáta.
Hann var völundarsmiður en hafði þó ekkert lært. Til marks um það má nefna að hann tók þilskipið Skeið í sundur eitt haustið og stækkaði um 9 smálestir. Það þótti afrek af ólærðum manni á þessum tíma. Fékk hann verðlaun fyrir sem og allt hans framtak til eflingar búskap í Vestmannaeyjum. Þau voru 30 kr. eða sem samsvaraði kaupi fyrir 180 - 190 klukkutíma vinnu. Á þessum tíma og alla tíð var Sigurður í forystusveit bænda í ræktun túna og matjurtagarða.
Nú skal rifja upp þau störf sem hann tók að sér og framfaramál, sem hann var hvatamaður að og var vakinn og sofinn yfir:
Hreppstjóri frá 1895 og oddviti hreppsnefndar 1902. Einn af stofnendum K.f. Herjólfs. Stofnandi og formaður Framfarafélagsins frá 1893-1914. Formaður Nautgripaábyrgðarfélagsins um langt skeið. Aðalhvatamaður að stofnun Ísfélagsins með Sveini Jónssyni, trésmiði og var reikningshaldari þess fra stofnun 1901. Formaður Bjargráðanefndar. Formaður Sundfélags Vestmannaeyja og nokkur sumur sundkennari. Var fyrstur manna í Vestmannaeyjum til að nota lýsi til að lægja sjó. Hafði forgöngu um stofnun sjóðs til styrktar ekkjum og börnum þeirra Vestmannaeyinga sem drukkna eða hrapa til bana og formaður hans lengi. Átti frumkvæði að stofnun styrktarsjóðs aldurhniginna og heilsubilaðra sjómanna, 1908 og lengi formaður hans. Starfaði mikið í I.O.G.T. og var stakur bindindismaður.
Forseti Bátaábyrgðarfélagsins frá 1908 - 15.
Um tíma var hann einn kunnasti hagyrðingur hér í Eyjum. Var fréttaritari Fjallkonunnar mörg ár og sendi fréttapistla oft á ári úr sveitarfélaginu.
Einnig skrifaði hann í Lögréttu pistla frá Vestmannaeyjum. Um brimlendingar í Andvara 1915 undir dulnefninu Sæfinnur á Öldu. Gömul örnefni í Vestmannaeyjum í Árbók Fornleifafélagsins 1913. Um slysfarir á Íslandi í handriti. Árið 1890 komu út á prenti í Reykjavík tvö kver. Þau heita Leiðir og lendingar í fiskiverum Íslands. Það fyrra nefnist Frá Jökulsá á Sólheimasandi til Reykjaness og hið síðara við Faxaflóa. Það má leggja að því sterkar líkur að þau séu eftir Sigurð Sigurfinnsson. Hér læt ég fylgja sýnishorn, sem varðar Vestmannaeyjar.
Leiðir og lendingar.
Vestmannaeyjar. Í Vestmannaeyjum eru þrjár aðallendingar. 1. Skipasandur, sunnan við þilskipaleguna (Botninn) og eru þar naust:
a) Vestan við Garðsverzlunarbryggju
b) Í Læknum, vestan við Nausthamar (niður undan Godthaabsverzlun; er besta og fjölskipaðasta naustið);
c) Nýjabæjar-Hella, austan við Nýborg;
d) Vestan við Júlíushaabsbryggju (Tangabryggju).
Þar að auki má lenda í Tangaviki (vestan við Júlíushaab), Skildingafjöru (nokkru vestar) og inni í botni.
2. Eiðið, norðan á móti milli Heimakletts og Klifs. 3. Víkin, sunnanvert á Heimaeynni (liggur móti vestri norðan við Stórhöfða).
1. Skipasandur.
Þegar komið er sunnan að eyjunum að austan, má aldrei fara mjög grunnt sökum brims á Urðunum og blindskerja hér og hvar fram með landinu, einkanlega ef austanvindur er; þá er fyrst stefnt á Bjarnarey, þangað til Helgafell er komið rúmlega þverskips á bakborða svo er beygt heim í Flóann, þangað til Helgafell er vel laust sunnan við Halldórsskoru (syðst á Dalfjalli); er þá farið að stefna heim á Víkina og á Heimaklett.
Þegar komið er austan að eyjunum, skal ætíð halda skammt sunnan við Klettsnef (suður-land-suðurshorn Ystakletts) á miðja Víkina milli Klettsnefs og Urðanna (suðurlands). Sé farið sunnan við Bjarnarey, er venjulega stefnt á Heimaklett vestanverðan. Sé farið sundið milli Bjarnareyjar og Elliðaeyjar, er stefnt vestan við Heimaklett, eða á Klifið; skal þá ætíð varast að fara nærri Bjarnarey ef mikið austanbrim er þar eð grunnið Breki liggur við hana landnorðursmegin og nær út í mitt sundið til landnorðurs. Á Breka er 4 faðma dýpi og getur iðulega fallið á honum þó Leiðin sé fær. Enn fremur er aðgæsluverð grynning eða urð sem er nýkomin þétt við Bjarnarey landnorðurs megin sem austanbrim fellur á. Sé komið vestan við Elliðaey er ætíð stefnt fyrir sunnan Klettsnef og þá stundum á Helgafell til þess Víkin er opin. Auðvitað getur stefnan verið nokkuð breytt frá þessu, eftir vindstöðunni því sé beitivindur er venjulega haldið hærra en beina leið heim á Víkina, eins ef straumur er andstæður en það er mjög áríðandi að kynna sér strauminn við Vestmannaeyjar og hafa hann ætíð hugfastan.
Þegar komið er norðan fyrir eyjar, er tíðast farið Faxasund (milli norðurlandnorðurhorns Ystakletts og Skersins); skal þá varast að fara nærri vesturhorni Skersins, því skammt út frá því liggur flúð eða blindsker, sem vestanbrim fellur á. Austan við Skerið liggur Skellir, stórt sker, sem optast brýtur á með hásjávuðu, en er upp úr með lágsjávuðu. Ef þörf krefur, má fara Skerssund (hið mjóa sund milli Skers og Skellis), er það hættulaust, þótt alltaf falli á Skelli ef þess er vandlega gætt að fara mitt sundið sem er alldjúpt. Skerssund er þó ekki farandi ef austanvindur er að mun.
Þegar farið er austan við Skelli, skal varast að fara nærri honum.
einkanlega ef austanbrim er eða hafbrim (hér almennt nefnt hornriði) því þá draga brimföllin á Skelli til sín. Straumur er líka oft ákaflega harður í kringum hann; austurstraumurinn (útfallið) ber ýmist til landnorðurs úr Faxasundi, eða til landnorðurs norðan við Skerið og fram með Skelli.
Vesturstraumurinn liggur upp á Skelli en með breytilegri stefnu. ýmist sunnan fyrir Bjarnarey. milli Bjarnareyjar og Elliðaeyjar, eða norður fyrir Elliðaey. Þegar farið er austan við Skelli, er hann sjálfur að vísu hinn besti leiðarvísir en meðan bærinn Vesturhús (vestasti bær í hinni stærstu girðingu norðaustan við Helgafell) er laus austan við Klettsnef. er maður vel frí við Skelli að austan.
Þegar austanvindur er að mun og róa þarf fyrir Klettinn suður úr Faxasundi, er best að fara sem næst Faxa og berginu ef landfall er svo að gott árarúm sé þangað til komið er fyrir Lögmannssæti (austurlandnorðurhorn Ystakletts); skal svo stefnt suður austan við heimalandið eða Urðartangana, til þess að varast frákast og rugl frá Klettinum, þangað til Klettsnef er þverskips á stjórborða og hleypt verður undan inn á Víkina.
Það er auðvitað að stefnur inn Víkina, inn að Leiðinni, eru margar, eptir því úr hverri átt er komið að henni en þess skal ætíð gætt ef mikið austanbrim (hornriði) er og ódrœgur austanvindur, að hleypa sér aldrei inn á Víkina ef Leiðin er ófær heldur fara fyrir austan Ystaklett, norður úr Faxasundi og svo vestur að Eiði.
Það er ekki ætíð svo gott að vera viss um það á sjó hvort Leiðin er fær eða ófær en þegar alda gengur rétt af austri, verður hún miklu fyrr ófær en þegar alda gengur af landsuðri með jafnri ölduhæð. Þegar komið er rúmlega inn á miðjan Flóann, má ganga að því vísu að Leiðin sé ófær ef austanaldan (hornriðinn) hylur iðulega brúnina á Bjarnarey að vestan, einnig ef landsuðuraldan hylur oft alla Bjarnarey. En vel getur Leiðin verið fær þó ein eða tvær öldur taki úr á Bjarnarey það sem áður er sagt.
Þegar skip eru á sjó og Leiðin er aðgœsluverð, er oftast dregið upp eitt einkennilegt flagg á stönginni sem stendur upp úr vörðu þeirri sem er á túninu austan við Gjábakka. Þegar Leiðin er ófœr eru dregin upp tvö einkennileg flögg á sömu stöng.
Þegar Leiðin er aðgæsluverð (eða ólög falla stöku sinnum yfir hana), er oftast best að fara heldur sunnar en miðja vegu inn Víkina og er þá stefnt á Kleifar (bjargtanga þann sem skagar lengst vestur úr Heimakletti) þangað til Kerlingarhóll á Elliðaey er genginn að Klettsnefi, og flaggstöngin í vörðunni á Gjábakkatúninu ber í Axlarstein; er þá komið að Leiðinni.
(Kerlingarhóll er grjóthaus nærri fremst á Elliðaey, og er hún þá næstum gengin undir Klettsnef. Axlarsteinn ber við loftið skammt austan við Helgafell). Nú er farið inn Leiðina og er sjálfsagt að sigla ef austanvindur er (eins þótt hún sé ekki góð) og skulu seglin liggja út á stjórborða ef mögulegt er og er þá stefnt á Skiphella, eða sunnan til á Klementseyri, þangað til flaggstöngin á Skansinum ber í Flagtir og Elliðaey er gengin undir Klettsnef; er þá beygt lítið eitt til útsuðurs og stefnt á nyrsta húsið á Tanganum sem þá skal bera í Hástein, þangað til Örn kemur vestur undan Kleifum; er þá komið yfir Leiðina. (Klementseyri (fyrr nefnd Hörgseyri) er allbreið um sig og áföst við Heimaklett; á hana sést með háföllnu. Skansinn er allhár garður á hæðinni austan við Garðverslunarhúsin.
Flagtir er gijóthryggur rétt vestan við Helgafell. Hásteinn ber við loftið utan í brekkunni sunnan í Hánni. Örn er stór drangur liti í sjónum til útnorðurs af Eiðinu).
Þegar komið er yfir Leiðina skal gjalda varhuga við Hnyklinum sem jafnt og þétt fellur á ef nokkur hornriði eða austanbrim er þó ekkert kreppi að leiðinni. Á Hnyklinum er ekki dýpra en 1 - 2 fet um stórstraumsfjöru. Verður því að fara allnærri Klementseyri (Hörgseyri), og stefna fyrir norðan Tangahúsin, til þess komið er rúmlega vestur á móts við Nausthamar; er þá beygt af suður í Lækinn.
Sé Leiðin aðgæsluverð, skal ætíð legið á þeim stað sem um er getið og beðið eftir lagi. Leiðin getur verið alófær með lágsjávuðu þótt hún verði alfær með liðugt hálfföllnu að og flóði.
Þegar farið er inn Leiðina, verða þessi sker á bakborða; fyrst Hringskerið (á það sést aðeins um smástraumsfjöru), fáum föðmum innar Hrognaskerið (það er í sjávarfletinum um stórstraumsfjöru), nokkrum föðmum innar er Steinninn (á honum er 3 feta dýpi um vanalega stórstraumsfjöru). Þegar austanbrim er nokkurt, fellur jafnt og þjett inn af öllum þessum skerjum og geta föllin á þeim að sunnan, og Klementseyri (Hörgseyri) að norðan verið til leiðbeiningar inn Leiðina fyrir ókunnuga. Þegar komið er á móts við Steininn, er hann undir árablöðunum á bakborða, en Klementseyri (Hörgseyri) út af kinnungi á stjórborða. Fallið á Steininum er því hættulegast, ef það tekur yfir Leiðina og norður í föllin á Klementseyri (Hörgseyri) þar eð ekki má halda alveg rétt undan falli þessu vegna hennar og er því allhætt við að skipinu snúi til annarrar hvorrar hliðar, einkanlega ef einhverjum verður það á að rista í með ári ef róið er og sjór reisir skipið að aftan enda er alltaf með austanbrimi (hornriða) harður útstraumur á Leiðinni sem liggur skáhallt út og upp á Heimaklett. Brimfall, sem tekur af skerjunum yfir Leiðina, og samlagast eyrarfallinu, er hverju opnu skipi óhreppandi.
Hnykillinn er sandgrynningar, skammt innan við Leiðina, sem ná vestur á móts við Nausthamar og austur á móts við Klementseyri (Hörgseyri) að vestan svo milli Hnykilfallanna og hennar verður aðeins mjótt sund sem verður að fara.
Grynningar þessar, sem hafa farið vaxandi á seinni árum ná fast suður að klöppunum vestan frá Nausthamri og austur fyrir Nýjubúð (steinhús sem stendur niður við sjóinn og snýr í norður og suður) og svo skáhalt út undir Klementseyri (Hörgseyri).
Dýpra-Músarsund er sunnan við Hringskerið og hin önnur sker; það er svo mjótt að rétt er árarúm um fjöru og þegar fellur að mun á skerjunum báðum megin, fellur líka yfir sundið og er það þá ófært; enda er það óráðlegt fyrir ókunnuga að fara nokkurn tíma Músarsund þótt brimlaust sé. Þegar lagt er á Dýpra-Músarsund. er Kirkja á Elliðaey við Klettsnef og Gjábakkahjall ber í Axlarstein; er þá nefnt Básasker til þess Örn er laus við Kleifar; síðan er stefnt eins og fyrr segir þegar komið er inn fyrir Leiðina.
(Gjábakkahjallur er einstakt hús sem stendur á túninu austan við Gjábakka, skammt frá flaggstöngínni. Kirkja á Elliðaey er óglöggur klettahaus sunnan til á henni miðri. Básaskerið er nyrsta skerið út af Tangahúsunum).
Grynnra-Músarsund er rétt suður við klappirnar, það er sjaldan farið. og einungis í brimlausum sjó um flóð.
2. Eiðið
Þegar lenda skal á Eiðinu, er legið til laga ef með þarf eða seilað hér um bil 12 - 14 faðma frá landi: er svo lent upp á sandinn skammt vestan við dranga þá sem standa úti í sjónum austast út af Eiðinu (en seilarnar eru gefnar út meðan róið er í land eins og tíðkast fyrir berum Söndum). Sé þá brim að mun, verður að varast að skipinu slái, sökum stórra steina, sem stundum eru upp úr sandinum ellegar ef brim gengur upp í grjóthrygg þann, sem liggur eftir endilöngu Eiðinu ofan við sandinn; verður því að fara út úr skipinu undir eins og það stendur og styðja það á réttum kili og setja það með sama undan.
Lenda má einnig vestast á sandinum austan við Almenninginn (réttina) í brimlausu og heldur lágsjávuðu. En gangi brim upp í grjóthrygginn, eða um stórstraumsflóð, þó brimlaust sé, er þar ólendandi.
Það er aðeins vestanbrim sem gengur að Eiðinu og gangi það með lágsjávuðu upp að grjóthryggnum, og upp í grjóthrygginn með hásjávuðu, er þar ólendandi. Sé vindur á norðan að mun, er þar líka ófært en þá mun sjaldan þörf að lenda þar. Venjulega eru skip sett suður yfir Eiðið og svo róið suður yfir höfnina (skipaleguna). Séu þá þilskip á henni skal varast að fara nærri þeim að austan eða vestan vegna festa þeirra sem liggja út frá þeim að framan og aptan. Þegar komið er vestan með eyjunum að norðan, þarf að sneiða hjá blindskeri því sem liggur í sjávarfletinum um stórstraumsfjöru laust utan við Gatið sem er lágur drangur norðan við Ufsaberg og Blátind. (Hann er hæsti hnúkur á Vestmannaeyjum vestanverðum).
3. Víkin
Er allbreitt vík sem gengur austur í Heimaeyna sunnanverða, milli Stórhöfða (syðsta tanga Heimaeyjar) og Ofanleitishamars. Mjór sandhryggur tengir þar Stórhöfða við Heimaeyna. Syðst í Víkinni er lendingin, rétt norðan við stórgrýtisurð þá sem liggur fast við Höfðann og niður undan 3 fiskihjöllum er standa þar niður við naustin. Norðan til á Víkinni eru sker og boðar til og frá en syðst liggur allbreitt sker (í sjávarfletinum um stórstraumsfjöru). Milli þess og Stórhöfða er sund það sem fara skal þegar lent er í Víkinni; skal þá stefnt á landnorður inn mitt sundið milli Stórhöfða og flúðarinnar; sé þá mikið brim á flúðinni, verður að fara nokkuð nær Höfðanum. Sund þetta er djúpt og skerjalaust, enda er það fært öllu lengur en leggjandi er að sandinum.
Þrautalendingar.
1. Stafnes er norðvestan undir Dalfjalli (útnorðurhomi Heimaeyjarinnar) andspænis Smáeyjum. Það er klappartangi nokkurra faðma hár og grasi vaxinn á sumum stöðum að ofan. Milli Dalfjalls og Stafness gengur mjótt vik inn á landnorður sem lent er í (ef lítið útsuðursbrim er) þegar ekki verður dregið austur með eyjunum að norðan og austur Eiðið. Utast í miðju sundinu er blindsker sem fellur á ef útsuðursbrim er að mun og gjörir sundið ófært; skal ætíð fara inn með Stafnesstanganum (en ekki með berginu sunnan við skerið) og lenda nyrst á sandinum þar eð blindsker liggur allnærri miðjum sandinum. Landtakan er brattur malarkambur og verður því að setja skipið þegar undan sjó án þess því slái. Andmarkar við lending í Stafnesi eru þrír:
1. Skerið í sundkjapt
VESTMANNAEYJAR 1903
Kortið sýnir aðalbyggðina og höfnina við lok úraskipaiímans árið 1903 og er leiknað 1905. Þena er áður en nokkrar hafnarframkvœmdir eða dýpismœlingar voru gerðar i höfninni, sem Thonald Krabbe landverkfneðingur gerði fyrst í april 1907. Danska herforingjaráðið mœldi upp alli Ísland og gerði núkvœm kori aflandinu á fyrri hluta 20. aldar. Þessar landmœlingar hefjist af krafti 1903, þegar 15 danskir mœlingamenn komu til Íslands og urðu traust undirstaða sjómœlinga allt umhverfis landið.
Á kortinu sjást gömlu jarðirnar innan Uppgirðingarinnar (Vilborgarslaðagirðingar), Stóragerði, Nýibær, Búastaðir og traðir heim að Búastöðum. sem stóðufram að eldgosinu 1973, Oddstaðir, Tún, Kirkjubœr, Vilborgarstaðir, Háigarður og Vesturhús. Einnig sést Niðurgirðingin (Austurgirðingin) greinilega, en þar voni Gjábakki, Miðhús, Kornhóll eða Höfn. sem var elst Ellireyjarjarða. Fyrir austan Skansinn sést Garðsfjósið.
Vestan við Kirkjuveg er Slakagerði, sem slóð rétt norðan við núverandi Ráðhús Vestmannaeyja og sjást þar vel túngarðar. Við suðvesturhorn túngarða Slakagerðis var kotbýlið Borg, þar sem Ástgeir Guðmundsson skipasmiður i Litlabæ var fæddur, (afi Ásu i Bœ) en faðir huns var Guðmundur sonur Ögmundar Pálssonar í Aurasel, sem kinnti margt frrir sér og talinn var göldróllur. Guðmundur i Borg var lagtœkur og smíðaði handfœrakróka eða öngla fyrir Eyjasjómenn og var ofi kallaður Öngla-Gvendur. Þótti fiskast betur á þú krúka en önnur járn og voni því eftirsóttir. G.A.E.inum;
2. Að stóru skipi verður ekki komið undan sjó svo óhætt sé ef mikið útsuðursbrim kemur áður en skip næst þaðan; 3. upp úr Stafnesi er leiður vegur, ef ill er færð og óveður.
2. Eysteinsvík er skammt austan við Gatið og gengur til útsuðurs. Norðan við hana liggur klappartangi. Verði ekki dregið austur á Eiði, má lenda í Eysteinsvík sem er skerjalaus og má því fara hana inn miðja vega og lenda við malarkambinn sem er innst í Víkinni en setja verður skipið upp með sama og varast, að láta því slá. Vestanbrim gengur að Eysteinsvík þótt ótrúlegt sé eptir afstöðu hennar. Vegur þaðan er hinn sami og úr Stafnesi.
3. Hettusandur liggur norðan undir Heimakletti vestanverðum, austan við stórgrýtisurð þá sem er austast á Eiðinu við Heimaklett. Upp undir Hettusand má draga austan við Eiðisdrangana þótt ódrægt sé upp undir Eiðið í suðlægum vindi; má þar lenda ef lítið vestanbrim er, þó með því móti, að menn séu þar fyrir til leiðbeiningar því sker og boðar eru þar til og frá utan við sandinn.
Eftir Þennan lestur, hlýtur maður að álykta að þar hafi farið maður hugmyndaríkur, atorku og dugnaðarforkur sem hugsaði ekki eingöngu um sjálfan sig. Það má segja með sanni að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð.
Styrktarsjóðirnir, sem hann hafði frumkvæði að, vil ég segja að hafi verið fyrstu skrefin að almannatryggingum nútímans.
Í Bliki 1953 er sagt ítarlega frá Framfararfélaginu. Því fylgdu miklar framfarir í sveitarfélaginu. Það keypti fyrstu skilvinduna sem sett var upp í búrinu á Heiði og þangað komu félagsmenn með mjólkina sína og húsmæðurnar kunnu sannarlega að meta hana.
Þá keypti félagið fyrstu handvagnana og leigði félagsmönnum. Einnig keypti það herfi, plóg, ristuspaða, stunguskóflur og kvíslar. Einu, sem Sigurður stóð fyrir, má ekki gleyma en það er taka erlendra veiðiþjófa bæði á opnum skipum og vélbátum. Þar þurfti að beita kænsku og áræði og var það lífshættulegt.
Nú víkur sögunni aftur að útgerð og sjómennsku því menn voru farnir að gæla við að eignast vélbáta. Sumarið 1905 fór Sigurður til Noregs ásamt Símoni Egilssyni frá Miðey hér í Eyjum og festu þeir kaup á 10 smálesta seglbáti.
Þessum báti sigldu þeir félagar síðan til Friðrikshafnar í Danmörku og þar var sett í hann 8 hestafla Danvél. Fékk hann nafnið Knörr VE 73. Seint í ágúst var allt tilbúið til heimferðar. Um þessa siglingu skrifaði Sigurður í Óðin 1906. Hér verður birt það helsta um hana og látum við Sigurð sjálfan hafa orðið:
„Á leiðinni var vöktum skift þannig að ekki svaf nema einn í einu 4 klst. Í senn ef hann þá gat sofnað og hlutum við því hver um sig að vera uppi 8 tíma í einu. Enga nótt svaf ég á leiðinni því ég var þá alltaf uppi og svo alltaf 8 tíma um miðjan daginn en oftast sofnaði ég kvölds og morgna. Óþægilegt þótti mér að eiga við kort og reikning á hnjánum á gólfinu, stundum alvotur af sjó eða þá af svita vegna hita frá vélinni. Ég hafði að sönnu „Oktant" með mér en gat ekki mælt sólarhæð því að oftast voru sólarlitlir dagar enda gerði það ekkert til. Ég hef oft áður verið miklu lengur á sjó án þess að sjá land og þó eigi villst, t.d. 1887 frá byrjun sept. til 8. okt.
Mótvind höfðum við frá Friðrikshöfn til Jótlandsskaga. Allsterkan austanvind frá því miðja vegu milli Skagans og Mandals og alla leið norður fyrir Björgvin svo að við urðum að sigla með tvírifaðri stagfokku. Vélina notuðum við í logni milli Noregs og Séttlandseyja, 30 tíma samfleytt. Hér um bil 16 mílur norðaustur af Færeyjum fengum við mótvind, vestanvind. allsnarpan í rúma tvo sólarhringa (31. ágúst og 1. sept.) og rak okkur þá í 10 tíma.
4. Sept. kl. 5 að morgni vorum við hér um bil 24 mílur frá Austurhorni. Var þá bjart veður og stinningskaldi við norður. En kl. 6 um kvöldið var hann orðinn svo hvass á norðaustan með úrferð að við urðum að sigla með þrírifuðu stórsegli og tvírifaðri stagfokku. Kl. 8 um kvöldið vorum við komnir á móts við Ingólfshöfða. Um nóttina sigldum við með þrírifaðri stagfokku aðeins.
Var þá réttnefnt óveður og veltibrim. Kl. 3 um nóttina 5. sept. vorum við út af Kúðafljóti. Þá lygndi nokkra klukkutíma en hvessti þá aftur af sömu átt.
Inn í Vestmannaeyjahöfn komum við kl. 6 um kvöldið (5.sept) eftir nokkra bið austan við Eyjar til þess að hásjávað yrði.
Báturinn fór stundum 7-9 mílur á vökunni en vont var stundum að stýra honum, miklu verra en þilskipi. Einna aðgæsluverðast fannst mér það á heimletðinni að hann hafði sama sem ekkert skjólþil svo að ætíð varð að gæta varúðar til þess að hrökkva ekki út. Báturinn 36,5 fet á lengd, 12,5 á breidd og 6 fet á dýpt (mun vera um 10 smálestir nettó). Sannfærður er ég um að þessu líkir bátar eru vænlegri til aflabragða og áreiðanlegri fyrir líftóruna en opnu manndrápsbollarnir sem vaninn, heimskan og þekkingarleysið eru búin að negla íslenska og færeyiska sjómenn við hverja öldina eftir aðra."
Í Bliki 1960 segir Þorsteinn Víglundsson um þessa siglingu þeirra félaga Sigurðar Sigurfinnssonar og Símonar Egilssonar: „Mér eru engar heimildir kunnar um það að fyrr hafi íslendingar siglt litlum vélbáti heim til Fróns yfir hina djúpu Atlantsála frá öðrum löndum. Álykta ég þess vegna að þessi sigling hafi verið sú fyrsta sinnar tegundar með þessari þjóð."
Þessi ferð þeirra félaga sýnir að Sigurður var talsvert menntaður í siglingafræði og kunni að stinga út í kort og reikna út staðsetningu. Þetta hafði hann lært af eigin ramleik.
Enn segir Þorsteinn Víglundsson: „Framtakið var afrek sem fáir hefðu þá haft kjark og dugnað til að inna af hendi nema afburðamenn eins og Sigurður Sigurfinnsson eins og allt var þá í hendur búið sjófarendum, siglingatæki og tök, vélar og voðir. Hann var afbragðs sjómaður, gætinn og hugrakkur og hin mesta aflakló."
Eins og áður segir, var hann framsýnn maður og fylgdist grannt með öllum nýjungum sem til heilla horfðu. Þess vegna var hann með fyrstu mönnum sem fékk sér loftvog. Nú skyldi spá vísindalega og af skynsemi í veðrið, ekki eftir skýjafari og sjávarhljóðum. Loftvogin stendur á stormi en á er norðan kaldi. Allir róa nema Sigurður og enginn kom stormurinn. Þetta gekk þrjá daga í röð en þá þraut þolinmæðina og afi fór með loftvogina út á stakkstæði og grýtti henni þar svo hún fór í mél.
Árið sem pabbi minn fermdist er hann var 14 ára gamall réri hann með pabba sínum á opnu skipi. Þessi saga sýnir hvað sjómennskan, aðgæslan og eftirtektin var rík í formennsku hans. Róið var undir Sand í blíðskaparveðri og nógur var fiskurinn. Farið var mjög grunnt, inn fyrir rif. Það var svo vitlaus fiskur að sakkan hoppaði á þeim gula og komst aldrei í botn. Allt í einu kallar hann að hafa uppi en eldmóðurinn og veiðigleðin er slík að þeir ansa engu og draga þann gula í gríð og erg. Þá stekkur hann upp á þóftuna og stappar niður löppunum og hrópar að hafa uppi og róa út eins og skot. Þá önsuðu þeir og gripu til ára og ekki mátti tæpara standa því ekki var búið að róa meira en 4-5 bátslengdir þegar sjór kolféll þar sem báturinn hafði verið. Þarna í hita veiðigleðinnar tók enginn eftir því að farið var að grynnka ískyggilega undir bátnum, nema sá gamli. Þarna hefði getað farið illa ef hann hefði ekki verið vakandi. Þessi róður var pabba minnisstæður en hann réri með pabba sínum þar til hann fór í Flensborgarskóla 19 ára 1893.
Eina sögu sagði Ingi Sigurðsson í Merkisteini. Þeir voru systrasynir, Einar á Heiði, sonur Sigurðar og hann. Einar var inni í stofu hjá móður sinni og lék sér á gólfinu að dóti sínu. Kom þá Sigurður inn með nokkru fasi og tók ekkert eftir leikföngum sonar síns og steig á eitt þeirra svo það brotnaði. Þá reiðist drengurinn heiftarlega og ræðst á löpp föður síns og bítur hann. Þá sagði sá gamli aðeins: „A. Líkur pabba."
Eina vísu lærði ég eftir gömlum Landeyingi. Hún er um foreldra afa þegar þau voru að draga sig saman. Helga mun hafa verið vinnustúlka í húsi verslunarstjórans í Austurbúðinni. Vísan er svona:
Einn varð skaði æði stór Austanhöndlaninni, er Helga giftist heljar bjór honum Sigurfinni. Pabbi sagði mér þessa sögu af hákarlalegu í Meðallandsbugt. Þeir voru á þilskipinu Skeið og höfðu veitt 2-3 hákarla þegar brestur á fárviðri af norðaustri. Þeir urðu höndum seinni að rifa segl og fella. Engin leið var að halda upp í vind og varð að hleypa undan. Blindbylur fylgdi þessu veðri og hörku frost. Í um tvo sólarhringa stóð þetta veður og stóð sá gamli allan tíman við stýrið. Nú var ekkert stýrishús á þessu skipi en þess í stað hola í dekkinu sem stýrimaður stóð í. Þegar búið var að fella öll segl nema stagfokku þrírifaða, skipar karlinn að taka lifrina og myrja hana og setja í strigapoka og binda við lunninguna. Þetta hjálpaði mikið til að lægja sjó. Allur sjór sem kom á dekk fraus og urðu þeir stanslaust að vera að brjóta af möstrum og stögum. Þegar loks lægði, var sá gamli frosinn fastur í holunni sinni og varð að brjóta í kring um hann til að losa hann upp. Í þessu veðri fórust franskar skútur á þessum slóðum.
Síðustu árin tók giktin að herja óþyrmilega á þennan þrekskrokk. Einkum urðu fæturnir illa úti. Til að liðka og lækna, fór hann að stunda volg sjóböð niður í Íshúsi. Þar var faðir minn, elsti sonur Sigurðar, vélstjóri. Sjórinn var látinn kæla Kondensana og volgnaði drjúgt við það. Niður í íshús komst hann ekki gangandi en þá komu sér vel handvagnar Framfarafélagsins. Siggi í Vatnsdal bróðir minn, sem þá var á unglingsárum. gerðist ökumaður afa síns og nafna og fór vel á með þeim nöfnum.
Hér verða ekki sagðar fleiri sögur af afa mínum þótt til séu. Lífshlaup hans hefur verið viðburðaríkt og stórkostlegt enda maðurinn stór í sniðum og stór i lund. Í einum gamanbrag, sem gerður var um togaratöku, er sagt um hreppstjórann að honum veltu engir fjórir. Ekki fór hjá því að slíkur maður ætti konu. Þær urðu frekar tvær en ein. Fyrri kona hans og amma mín var Þorgerður Gísladóttir í Görðum hér Andréssonar frá Bakkavöllum í Hvolhrepp.
Síðar þekkt sem Gerða í Skel. Þau áttu tvö börn, Högna í Vatnsdal og Hildi sem dó á fimmta ári. Þorgerður og Sigurður skildu. Seinni kona Sigurðar var Guðríður Jónsdóttir frá Káragerði í Landeyjum. Þau áttu tvo syni, Einar á Heiði, sem seinna gekk undir nafninu ríki, og Baldur. Hann var jafnan kenndur við Heiði og var bifreiðarstjóri hjá bróður sínum í Hraðfrystistöðinni til margra ára.
Eins og fyrr segir var Sigurður Sigurfinnson hagyrðingur góður og skal nú birta sýnishorn af kveðskap hans.
Þegar Einar sonur hans var smáhnokki orti hann:
Á koppnum eins og kerling situr kútur lágvaxinn. Hans er bjartur háralitur, hrokkinn kollurinn.
Um Guðrúnu Magnúsdóttur. látna, en hún hafði verið bústýra hjá honum er hann var milli kvenna, orti hann:
Þín var heilög hugsjón ein hjálpfýsinni sinna. Vinna gagn og mýkja mein meðbræðranna þinna.
Til dauðans varstu trú, tryggasta vinnuhjú. Farsæld færðir í bú. Fögur er minning sú.
Um leiðina ofan af Dalfjalli sunnan Blátinds fyrir ofan Tíkartær kvað hann: Hæltóar er hallur vegur. Hugurinn þar áfram dregur. Þyngdarlögmál þar allt vegur. Það er hættan bundin við. Undir suðar sjávariðan. Sundla vekur dökka skriðan. Þar má enginn reika og riða. Rán þó veki hvin og klið. Bergmálið þar höfuð hæfir; hamar gnæfir klettarið, bergrisans við borgarhlið.
Eftir Sigurð Sigurfinnsson látinn orti Örn Arnar:
I.
Þó að margt sé gleymt og glatað geymist fram á þessa stund innsti kjarni Íslendinga; ofurkapp og vikingslund. Þrátt fyrir harðstjórn, sult og seyru, svikamenning, kristindóm, bregður fyrir Egilsorku, Ófeigs hnefa, Gellis róm.
Suðræn hræsni, austræn auðmýkt, ýmsar greinar hafa sýkt. Heill er stofninn, innsta eðlið Óðni, Þór og Freyju vígt. Ennþá mundi fáan fýsa að faðma og kyssa böðul sinn. Eftir högg á hægri vanga hver vill bjóða vinstri kinn? Ennþá getur íslendinga, eilífðin, sem verður löng, hafi þeir það eitt að iðju englum með að kyrja söng. Ásatrú á hugann hálfan, hálfu fremur margur kýs einherji í Valhöll vera en vængjað þý í Paradís.
II.
Flestir þeir, er Sigurð sáu Sitja skrift og reikning við, heldur kusu að hafa séð hann herklæddan að fornum sið. Hörð var lundin, þung var þykkjan, þráði fremur tvísýnt stríð en að sinna sveitarmálum, sjá um börn og þurfalýð.
Öllum þeim, er þekktu skapið þótti betur eiga við, að hann hjálm og brynju bæri, brand í mund og skjöld við hlið, dæmdi einn í sínum sökum, setti kosti um líf og grið, stæði í lyfting, stýrði dreka, strandhögg tæki að fornum sið.
III.
Oftast var hann einn á braut, eins og hendir margan landann, unni fáum, engum laut, óttaðist hvorki guð nje fjandann. Sinna eigin ferða fór, fjötraðist ei af tízkuböndum. Kallaði ei á Krist né Þór, kæmi honum vandi að höndum.
Flestum meir til þarfa þó þrekstörf lét af hendi rakna. Gekk til síðsta svefns með ró Og sagðist aldrei mundu vakna.
IV.
Vær sá blundur verði þér. Vafasöm eru himingæði. Fleiri óska og ætla sér Eins og þú að sofa í næði.
Sigurður Sigurfinnsson lést 8. september 1916 tæplega 65 ára gamall. Trúlega var banamein hans kransæðastífla. Hann kenndi sér fyrst meins í smalamennsku á Dalfjalli. Þeir voru saman feðgarnir, Einar 8 ára, hann og hundurinn Bryde. Þeir gengu upp úr Herjólfsdal og áttu að smala fé upp úr Stafnesi.
Sigurður komst aldrei lengra en í brekkubrún Dalsmegin. En slík var harkan að hann skipaði drengnum að klára smölunina og fara yfir hrygg, niður brekkurnar hinumegin og út á Nesið og reka féð upp og yfir hrygg. Sjálfur lá hann ósjálfbjarga eftir en tókst síðar að skríða niður á jafnsléttu. A meðan hann lá þarna í blómskrýddri brekkunni, hugsaði hann sinn gang og hefur trúlega talið skapadægur sitt upp runnið eins og vísan er hann gerði þarna bendir til.
Bilar flugið brotinn væng.
Boð kom: „Hættu að vinna".
Meðal blóma banasæng best er sína að finna. Hér lýkur frásögn af einum framsýnasta atorku og kjarkmanni sinnar tíðar. Íslenska þjóðin hefur átt marga slíka menn sem vaxið hafa upp úr alþýðustétt og borið höfuð og herðar yfir aðra.
Vestmannaeyjum, sprengidag, 27. 2. 2001.
Hilmir Högnason frá Vatnasdal