Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2000/Fyrsta sjóprófið í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júlí 2016 kl. 15:03 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júlí 2016 kl. 15:03 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Fyrsta sjóprófið í Vestmannaeyjum eftir að vélbátaútgerð hófst 1906'''</big></big></center><br> M.b. Bergþóra VE 88 ferst 1908.<br> M.b. [[Bergþóra ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Fyrsta sjóprófið í Vestmannaeyjum eftir að vélbátaútgerð hófst 1906


M.b. Bergþóra VE 88 ferst 1908.
M.b. Bergþóra VE 88 var 8,2 tonn að stærð með 10 hestafla einfaldri Danvél. Hún var 32,5 fet á milli stafna, 9,4 á breidd og dýptin var 4,2 fet. Hún var smíðuð í Fredrikssundi í Danmörku. Eigendur voru: Magnús Þórðarson í Dal, Ólafur Auðunsson í Þinghól, Símon Egilsson, þá í Ásgarði, síðar í Miðey, Sigurður Ólafsson í Bólstað og Stefán Guðlaugsson Stóra gerði. Allir áttu þeir jafna hluti í bátnum, þ.e. 1/5 hver. Bergþóra var þriðji vélbáturinn, sem kom til Vestmannaeyja. Knörr Sigurðar Sigurfinnsonar á Heiði og sameignarmanna kom 5. september 1905, og sigldi Sigurður henni til landsins frá Fridrikshavn.
Unnur VE 80, Þorsteins í Laufási og sameignarmanna hans, kom 9. september 1905.
Bergþóra kom 8 mai 1906 og hóf þá strax róðra. Formaður var einn eigendanna, Magnús í Dal, og fiskaðist strax vel á bátinn. Unnur og Bergþóra komu með flutningaskipi til landsins.
Það var fimmtudaginn 20. febrúar 1908 að Bergþóra sökk. Var hún þá aftan í enska togaranum Gloriu GY 78, sem lá í afspyrnuroki undir Hamrinum. Mannbjörg varð, og voru eftirtaldir í áhöfn: Magnús Þórðarson í Dal formaður, Eyjólfur Sigurðsson frá Syðstu grund, V - Eyjafjöllum, síðar Laugardal í Vestmannaeyjum, Guðjón Sigurðsson Voðmúlastaðahjáleigu í Landeyjum, Ólafur Auðunsson Þinghól, Símon Egilsson í Ásgarði og Stefán Guðlaugsson í Stóra gerði. Af þessu sést að fjórir eigendanna voru um borð, þeir Magnús, Ólafur, Símon og Stefán. Á þessum árum voru 6 í áhöfn línubátanna, en þeim fækkaði eftir að línuspilin komu í þá.
Sjóprófið
Fimmtudaginn 27. febrúar 1908, var aukaréttur Vestmannaeyja settur á skrifstofu sýslunnar og haldinn af Magnúsi Jónssyni sýslumanni, með réttarvottunum Jóni hreppstjóra Ragnar Eyjólfsson Jónssyni og Sigurði Björnssyni, til þess að taka þingvitni um björgun nokkurra mótorbáta úr sjávarháska í ofviðri 20. þ.m. í réttinn er mættur Magnús Þórðarson formaður, þurrabúðarmaður frá Dal, 27 ára að aldri. Áminntur um sannsögli skýrir hann að gefnu tilefni frá því, að fimmtudaginn 20. þ.m. hafi hann farið á mótorbáti sínum Bergþóru VE 88, ásamt fimm mönnum öðrum eða hásetum. Þar af voru þrír þeirra meðeigendur hans í bátnum.
Lögðu þeir úr höfn kl. fimm um morguninn í hægu veðri en þykku lofti, út á landsuður (SA). Veður var hið besta meðan þeir lögðu línuna en þegar þeir byrjuðu að draga gerði fjúk með hægum vindi af austri, og fór veðrið úr því síversnandi. Þeir héldu áfram að draga og náðu nær allri línunni og héldu síðan til lands. Á meðan þeir voru að draga urðu þeir varir við að mótorinn hafði ekki eðlilegan gang. Ekki kvað þó það mikið að þessu á meðan línan var dregin að nokkuð bagaði. Þegar þeir héldu heimleiðis frá línunni var kominn allmikill stormur af austri með sjógangi. Voru þeir þá staddir SA af Heimaey. Tók þá vitnið eftir því að báturinn hafði ekki fulla eða venjulega ferð með vélinni.
Settu þeir því upp segl og náðu með því tvírifuðu í Suðureyjarsund, milli Stórhöfða og eyju þessarar. Þegar þeir voru komnir vestanhallt við Stórhöfða og Suðurey brotnaði ráin á seglinu og felldu þeir þá mastrið og komust með vélinni einni inn fyrir Smáeyjar. Þegar þeir ætluðu að halda austur með Heimaey að norðanverðu á móti veðrinu, kom í ljós að vélin var í það miklu ólagi að báturinn hafði ekki á móti því, eða allt útlit var fyrir það.
Snéru þeir þá við, undan veðri, og biðu annarra báta sem á eftir voru. Þá stöðvaðist vélin með öllu, og þegar þeir aðgættu hana, urðu þeir þess varir, að stöngin (stimpilstöngin) sem gengur niður úr stimplinum og vélsveifin (sveifarásinn) voru sjóðandi heit, sem orsakaðist af stíflu eða óhreinindum í vélinni, og næginlegum áburði (smurningi) varð ekki komið að sökum þess (sveifarhús véla voru opin á þessum tíma).
Höfðu þeir þá aðeins notað vélina í átta róðra á vertíðinni, en vélin var alhrein, þegar þeir byrjuðu.

Þessi vél er af gerðinni Dan, 8 hestöfl, lágþrýst og 4-gengis glóðarhausavél.
Þetta var algengasta vélin i upphaft vélbátaútgerðar. Vel sést opið sveifarhúsið. Myndin er fengin að lánifrá ljósmyndasafninu í Esbjerg í Danmörku.
Ljósmyndari: Niels Knudsen

Þrjú kaupskip á Víkinni. Það sem ber i Klettsnefið er ms. Dronning Alexanderina, skip Sameinaða i Kaupmannahöfn. Kom ávallt við í Eyjum á leið til og frá Reykjavík með viðkomu i Edinborg og Þórshöfn í Færeyjum.
Ljósm.: Arinhjörn Olafsson á Reyni

Álítur vitnið að óhreinindin séu að kenna slæmri steinolíu, og hafi margir kvartað undan henni síðan róðrar hófust.
Komu þá að þeim mótorbátar, sem á eftir voru, m.a. Portland VE 97, formaður Friðrik Benonýsson í Gröf. Bað virnið hann að taka í enda sem þeir réttu honum. Var það tvöfaldur legustrengur.
Dró hann Bergþóru nokkurn spöl. En þegar þeir komu út í veðrið slitnaði brátt annar þátturinn í strengnum, og hinn litlu síðar. Komu þeir aftur enda af legustrengnum í Portlandið, og héldu fímm af hásetum vimisins honum lausum. Þá nuddaðist hann ekki.
Komust þeir þannig klakklaust austur á móts við Eiðið. Þá stöðvaðist vél Portlandsins og var bát vitnisins þá sleppt. Í þeim svifum kom botnvörpuskip að austan. Báðu þeir hjálpar skipsins, og réttu skipverjar þess þegar enda eða trossu um borð í Bergþóru. Dró togarinn hana nokkurn spöl til austurs og lagðist þar við akkeri.
Hásetinn Símon Egilsson, sem gætti vélarinnar í Bergþóru, var kominn upp í togarann þegar hann lagðist. Skýrði hann vitninu frá að skipstjóri hans hefði sagt sér, að hann gæti ekki legið lengur norðan við Eiðið, sökum veðurs og sjógangs, og yrði hann að færa sig vestur fyrir Heimaey.
Álitu þeir, mætti og hásetar hans, þá heppilegast að þiggja boð skipstjóra um að fylgja honum þangað. Þegar þeir voru nýlagðir af stað slimaði trossan, sem hann hafði léð þeim, handfengisdigur (c.a. 6 tommur). Sneri togarinn þá við og rétti þeim samskonar trossu, tvöfalda, og héldu þeir svo áfram með allhraðri ferð vestur. Segir vitnið að, Símon Egilsson, fyrrgreindur háseti hans, sem var um borð í togaranum, hafi skýrt sér síðar frá, að hann hefði beðið skipstjórann að fara hægar, en hann kvaðst ekki mega það sökum þess að myrkur væri komið og hann yrði að herða ferðina til þess að ná leguplássi vestan við Hamarinn, og heldur vitnið að skipið hafi lagst nokkuð utar eða vestar en skipstjórinn hafi ætlað sér, vegna myrkursins.
Þegar togarinn var lagstur við akkeri vestan við Heimaey, gengu þeir frá bátnum eftir bestu getu aftan í honum, litu eftir tógunum, vöfðu þau með pokum og dældu út olíu sem safnaðst hafði í bátinn. Í því að togarinn var lagstur fyrir akkeri, komst báturinn fram með hlið hans. Stökk þá einn hásetanna upp í hann og voru þeir þá fjórir eftir í bátnum. Héldust þeir þar við í nálega þrjár klukku-stundir, svo engan sakaði. Um kl. 11 eftir hádegi þeirra vestur fyrir Heimaey frá svokölluðum Kambi. Var vélin þá einnig biluð í bátnum og vindur töluverður og farió að dimma.
Upplesið, staðfest.
Vitnið vék nú frá rétti.
Heimildir. Aldahvörf í Eyjum eftir Þorstein Jónsson, skipstjóra og útvegsbónda í Laufási, Vestmannaeyjum, Öruggt var áralag, höfundur Haraldur Guðnason, bókavörður Vestmannaeyjum og Aukadómabók Vestmannaeyja 1906 - 1912 ; VIII , 5. . Mætti því næst í réttinn Magnús Þórðarson í Dal, fyrrverandi formaður mótorbátsins Bergþóru VE 88, og ennfremur tveir af fyrrverandi hásetum hans, þeir Símon Egilsson i Ásgarði og Stefán Guðlaugsson í Stóragerði.
Var skýrsla um tap á fyrrgreindum mótorbáti, Bergþóru til Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, dags. 21. þ.m., upplesin fyrir þeim. Könnuðust þeir allir við að hafa undirritað hana, og lýsa þeir allir, hver fyrir sig, að þeir hafi undirskrifað hana, og lýsa þeir allir hana sanna og rétta, eftir þeirra bestu vitund.
Var síðan lögð fyrir Magnús, formann, þessi spurning: Fylgdi mótorbátnum Bergþóru umgetinn dag 20, þ.m., allt það sem tiltekið er í 1. gr. reglugerðar fyrir Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja? Svaraði hann henni játandi, að ööruleyti en því, að þokuhom hafi ekki verið meðferðis og að áttavitinn hafi ekki veríð spíritus áttaviti. Hafi hann notað sama áttavita og síðastliðna vefrarvertíð og hafi honum ekki skakkað þá. Upplesið staðfest. Eftir löglegan undirbúning unnu því næst allir þeir sem mættir voru í réttinum, sex að tölu, eið að framburði sínum.
Rétti slitið.
Magnús Jónsson.
Réttarvottar: Jón Einarsson, Þorkell Eiríksson. Heimild: Auka - gesta og lögregludómabók Vestmannaeyja. 1906- 1908; VI!. 7.
Ragnar Eyjólfsson frá Laugardal í Vestmannaeyjum.