„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1996/ Berið hvers annars byrðar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <br> <big><big><center>SR. BJARNI KARLSSON</center></big></big> <big><big><big><center>„BERIÐ HVER ANNARS BYRÐAR"</center></big></big></big> Undanfarin misseri hefur marg...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
Hér í Eyjum hefur sérstakur áfallahjálparhópur komið saman í safnaðarheimilinu í Landakirkju því næst í hverjum mánuði í þrjú ár. Í hópnum eru fulltrúar þeirra stétta sem helst sinna leit eða björgun auk félagsráðgjafa, sérfræðings og presta. Hefur samstarf þetta skilað sér í skipulagðri áfallahjálp við ýmis tilefni sem vonandi hefur aftur leitt af sér bætta starfslíðan og aukna samstöðu milli stétta og samstarfsmanna.<br>
Hér í Eyjum hefur sérstakur áfallahjálparhópur komið saman í safnaðarheimilinu í Landakirkju því næst í hverjum mánuði í þrjú ár. Í hópnum eru fulltrúar þeirra stétta sem helst sinna leit eða björgun auk félagsráðgjafa, sérfræðings og presta. Hefur samstarf þetta skilað sér í skipulagðri áfallahjálp við ýmis tilefni sem vonandi hefur aftur leitt af sér bætta starfslíðan og aukna samstöðu milli stétta og samstarfsmanna.<br>
Ég trúi því að á vettvangi áfallahjálparinnar fáum við að reyna hversu „harðpraktískt" kærleikslögmál Jesú Krists er sem Páll postuli lýsti í meitluðum orðum: „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists".
Ég trúi því að á vettvangi áfallahjálparinnar fáum við að reyna hversu „harðpraktískt" kærleikslögmál Jesú Krists er sem Páll postuli lýsti í meitluðum orðum: „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists".
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 27. mars 2017 kl. 11:01


SR. BJARNI KARLSSON


„BERIÐ HVER ANNARS BYRÐAR"


Undanfarin misseri hefur margt verið rætt og ritað um hugtakið áfallahjálp. Reynslan hefur gjarnan sýnt að því meiri athygli sem eitt málefni fær á opinberum vettvangi, því fleiri verða sérfræðingarnir og því fjarlægara verður viðkomandi málefni hinum venjulega manni. Hugsanlega örlar á slíku varðandi það brýna hagsmunamál okkar allra sem áfallahjálpin er.
Áfallahjálp er ekki fólgin í hópi sérfræðinga sem þeysir af stað hvenær sem eitthvað hendir til þess að stumra yfir þeim sem lent hafa í hremmingum. Áfallahjálp er ekki „elskuvinafélag" þar sem menn reyna að ná úr sér hrollinum með því að nudda sér hver utan í annan og mæla upp vesældóminn hver í öðrum. Áfallahjálp byggist á þeirri einföldu uppgötvun að það er hægt að draga úr neikvæðum áhrifum af því yfirþyrmandi álagi sem oft fylgir björgun mannslífa og verðmæta. Björgunarfólk, lögregla, slökkvilið, sjómenn, læknar, hjúkrunarfólk og fleiri stéttir eru einkum útsettar fyrir áfalla-streitu, sökum þess að við störf sín kunna þau gjarnan að lenda í eldlínunni við leit eða björgun. Að veita eða þiggja áfallahjálp er í sjálfu sér jafn einfalt og að reima skóna sína. Hún byggir á þeirri ljósu staðreynd að fólk getur deilt byrðum sínum. Og reynslan sýnir að við það er fólk leitast við að deila reynslu sinni af erfiðum björgunaraðgerðum með hlnum sem unnu að málinu þá gerist eitthvað gott. Ekki eitthvað væmið eða kveifarlegt heldur eitthvað gott.
Hópurinn, sem vann saman og lagði allt á sig á ögurstundu, sest einfaldlega niður og hver segir sína sögu, lýsir atburðinum frá sínum sjónarhóli. Við það verður til ein saga, ein mynd af því sem gerðist. Og menn fá tækifæri á að játa mistök sem óhjákvæmilega verða og gera út um sektarkennd, þiggja hrós og uppörvun. Og þegar upp er staðið vita allir sem að málinu koma að þau voru hvorki ein á vettvangi né heldur ein um þau streitueinkenni sem alltaf fylgja erfiðum björgunaraðgerðum.
Því er brýnt að áfallahjálp verði aldrei að einangruðu viðfangsefni hinna sérfróðu. Hún á að vera almenningseign fyrst og fremst, og svo er líka gott að eiga sérfræðinga um hana.
Hér í Eyjum hefur sérstakur áfallahjálparhópur komið saman í safnaðarheimilinu í Landakirkju því næst í hverjum mánuði í þrjú ár. Í hópnum eru fulltrúar þeirra stétta sem helst sinna leit eða björgun auk félagsráðgjafa, sérfræðings og presta. Hefur samstarf þetta skilað sér í skipulagðri áfallahjálp við ýmis tilefni sem vonandi hefur aftur leitt af sér bætta starfslíðan og aukna samstöðu milli stétta og samstarfsmanna.
Ég trúi því að á vettvangi áfallahjálparinnar fáum við að reyna hversu „harðpraktískt" kærleikslögmál Jesú Krists er sem Páll postuli lýsti í meitluðum orðum: „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists".