Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Frá árshátíð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Frá árshátíð


Á sameiginlegri árshátíð Verðanda og Vélstjórafélagsins var það mál manna að aldrei fyrr hefði sést jafn fagurlega skreytt veisluborð. Þá þótti maturinn sjálfur ekki gefa skreytingunni neitt eftir. Þessar myndir frá hófinu tala sínu máli um það.

Jóel á Danska Pétri brosir breitt yfir líkan af gamalkunnu skipi sem hann kannast líklega mætavel við, Júlíu VE 123.
Séð yfir veislusalinn. „Mamma! fáðu þér af skötuselnum!“ Benóný yfirmatsveinn gefur foreldrunum Sjöfn og Gísla Sigmars góð ráð við áfyllingu diskanna.