Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1989/Eldey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. apríl 2017 kl. 12:51 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. apríl 2017 kl. 12:51 eftir StefánBjörn (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Ármann Eyjólfsson

Eldey

Eldey liggur suðvestan af Reykjanesi, nærri 14 kílómetra frá landi. Eyjan rís snarbrött úr hafi og hallar kollinum til norðausturs og lands. Til að sjá er eyjan slétt að ofan með þverhnípta hamra á alla vegu. Eldey er úr móbergi og liggur í stefnu Reykjaneshryggjar frá suðvestri til norðausturs og er 200 metrar á lengd í þá stefnu, en um 100 metrar þar sem hún er breiðust. Eyjan rís hæst 77 metra upp frá sjó. Til samanburðar má nefna, að Súlnasker er um 80 metrar á hæð. Í Eldey er talið, að sé þriðja stærsta súlubyggð í heimi og verpa þar á að giska 16 þúsund pör. Gengið er á Eldey frá steðja, sem er norðaustan á eyjunni. Þaðan er klifið upp nærri 60 metra hátt bjarg. Á síðsumri er eyjan hvítleit af fugladriti, kollurinn þakinn verpandi og svífandi súlu, sem ber björg í bú, en í regni streyma drittaumar niður skorninga í berginu. Erlendir sjómenn kölluðu því Eldey „Mjölsekkinn" (der „Mehlsack") og fannst það vel við hæfi.
Fyrr á öldum er talið, að eyjan hafi verið nytjuð af bændum í Höfnum suður. Nytjar lögðust þó af og var eyjan ókleif, þar til þrír Vestmannaeyingar, þeir bræður Stefán og Ágúst Gíslasynir frá Hól og Hjalti Jónsson, sem ættaður var úr Mýrdal, klifu eyjuna árið 1894 og var Hjalti eftir það nefndur Eldeyjar-Hjalti, en hann dvaldi í Vestmannaeyjum á árunum 1888 til 1895, er hann flutti í Hafnir og síðar til Reykjavíkur. Árið 1939 fáum dögum síðar. Fyrr á tíð, þegar súluunginn var nytjaður til manneldis í Vestmannaeyjum var farið þrisvar á sumri til súlna, síðast í júlí, urn fýlaferðir eftir 20. ágúst og loks upp úr mánaðamótum ágúst, september.

Eyjólfur Gíslason ritaði frásögnina um Eldey eftir einum leiðangursmanna, frænda sínum Guðmundi kom út ævisaga Eldeyjar-Hjalta, sem Guðmundur G. Hagalín rithöfundur skráði. Þar er víða komið inn á sögu Vestmannaeyja um og eftir síðustu aldamót.
Eftir að Eldey var klifin árið 1894 var eyjan talin ríkiseign og voru nytjar hennar leigðar af ríkissjóði. Fyrstu árin var farið til súlna í Eldey á áraskipum frá Höfnum og getur Hjalti um það í ævisögu sinni. Sama sumar og þeir félagar klifu eyjuna í fyrsta skipti, í maímánuði árið 1894, fóru þeir síðsumars frá Höfnum til súlna í Eldey. Farið var á þremur skipum, tveimur teinæringum og einum báti, áttrónum. Þeir fylltu alla bátana af súlu og „er þó óhætt að fullyrða, að þeir hafi ekki tekið nema helminginn af allri þeirri ungamergð, sem þarna var saman komin", skrifar Hagalín eftir Eldeyjar-Hjalta.
Þorsteinn Einarsson, fyrrv. íþróttafulltrúi, hefur það eftir tengdaföður sínum, Sr. Jes A Gíslasyni (bróður Stefáns og Ágústs), í grein, sem hann ritaði í Blik árið 1959 um síðustu för til súlna í Eldey árið 1939, en það var annáluð svaðilför, að á tímabilinu 1910 til 1938 hafi verið farið í 21 skipti í Eldey. Þar af var farið 18 sinnum til súlna frá Vestmannaeyjum, en Vestmannaeyingar keyptu snemma leiguréttinn og höfðu með sér félag um nytjarnar. Í eitt skipti, árið 1937, var farið þangað tvisvar til súlna. Hafnamenn fóru 4. og 5. september, en Vestmannaeyingar fáum dögum síðar. Fyrr á tíð, þegar súluunginn var nytjaður til manneldis í Vestmannaeyjum var farið þrisvar á sumri til súlna, síðast í júlí, um fýlaferðir eftir 20. ágúst og loks upp úr mánaðarmótum ágúst, september.

Eyjólfur Gíslason ritaði frásögnina um Eldey eftir einum leiðangursmanna, frænda sínum Guðmundi Ástgeirssyni í Litlabæ, en hann var bátslegumaður í fyrsta leiðangri, sem farinn var frá Eyjuni til súlna í Eldey árið 1907. Næstu þrjátíu árin átti súlan úr Eldey eftir að verða Vestmannaeyingum gott búsílag, en að meðaltali voru slegnir um 3.300 súluungar í hverri ferð.