Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Á síldveiðum sumarið 1937

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. apríl 2017 kl. 15:35 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. apríl 2017 kl. 15:35 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: , A síldveiðum sumarið 1937 - Með Binna í Gröf Í fyrsta sinni síldarbassi sumarið 1937 á m/b Lagarfossi VE 292 og m/b Frigg VE 3 ló. Endurskrifað og samanþjappað úr gam...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

, A síldveiðum sumarið 1937 - Með Binna í Gröf Í fyrsta sinni síldarbassi sumarið 1937 á m/b Lagarfossi VE 292 og m/b Frigg VE 3 ló. Endurskrifað og samanþjappað úr gamalli Jagbók.

Í júnímánuði árið 1937 var lagt af stað frá Vestmannaeyjum til síldveiða og haldið norður fyrir land. Ferðaveður var gutt og allt gekk samkvæmt útsettum stefnum ú sæbréfið og sigluum vegalengdum í sjómílum talið. Á leið okkar norður fyrir land var fyrsti Manga¬staður okkar á Hornvík. Er komið var inn á Hornvíkina var veður gott. aðeins aflands-gola. Þarna á Hornvíkinni lágu tveir litlir bátar við legufæri, og var í fyrstu áætlunin hjú ráðamönnum okkar að fá leyfi til ac) setja taug yfir í annan bátinn sem þarna lá og tengjast honum þannig okkur til halds ug trausts. En leyfinu var hafnað með kjarn¬yrtum íslenskum orðaforóa. framfluttum mel) raddstyrkleika sem jafnast ú við svipti¬vindi og rokur. M/b Lagarfoss fór nær landi en bátur viðmælenda okkar var. og þar var lagst fyrir akkeri. Var m/b Frigg lagt að ytri súð Lagarfoss. Nú var farið au íhuga landgöngu þarna ú Hornvíkinni. Í Hornvík voru allmörg hús ug marga íbúa þeirra sáum við utandyra þegar við vorum að hetja uppgöngu á sjávar¬kambinn. Þegar fast land var undir fótum var gengil) til hæja og var tilgangurinn að heilsa þar upp ,í íbúana. Þegar vil) komum í mílægð við íhúðir þeirra hafði slagbröndum veril) slegið fyrir allar hurðir og allir íbúar innan dyra og í skjóli fyrir úgengum aðkomu¬mönnum. En þó hittum vil) einn gamlan mann sem var staddur rétt fyrir ofan sjávar- Lagarfoss VE J.<J:!. kambinn. utan hurðar ú kofahrúti sem þar var. Þessum útkjálkabúa var vel í skinn skotið. Kempan var með allmikið skegg sem náði niður á bringuna. gráleitar hærur féllu að eyrnasneplum ~og niliur í hnakkagrót. Á höfði bar hann áferðamikið höfuðfat. líkt því sem franskir fiskiskipstjórar voru vanir að nota áður fyrr. Þessi heimamaður var krafta¬legur og útlimastór, og með handabandi tókum við í potthlemmsstóra. vöðvamikla hönd kraftamannsins. Hann var mjög forn í talshætti, og satt að segja voru mörg orð hans og tilsvör ekki auðskilin. Hann spurði okkur hver sá kapítan væri á knörrum þeim sem við festar lægju á voginum fyrir handan. Honum var tjáð að sá héti Benortý sem þeim unnar¬jóum réði. Hornstrendingurinn og Benený tóku tal saman og voru þeir þá staddir við læstar hurðir á burstaskældu og mæniás¬sliguðu kofahrófí. Viðtalið hafði eigi varað lengi þegar Benoný komst að raun um að í þessari kofahít væri bætiefnaforði af fiður-fuglum. framleiddur í egglaga einingum mel) þeim bestu náttúrulegu bætiefnum fyrir sjó¬farendur á Norðurheimskautsslóðum. Þau var þá ljóst að skeggur var albúinn þess að losa hurð frá stöfum á sínu forðabúri 'og höndla og selja af þeim nægtum sem krá þessi hafl)i innan veggjar. þó að því tilskildu að harður gjaldmiðill kæmi þar í móti. Að þessum kaupum afstöðnum var farið um borð og fengnum kornið fyrir í búri mat¬gerc)armeistarans. SJÚM.-\'.'\Ni\Di\GSBl.i\D VESTMi\NNAFY.11\ Frá því að við höfðum farið í land hafði brimað í sjóinn og þykk hafaldan óð inn á Hornvíkina. og þar sem legið var allnærri landi voru öldufaldarnir orðnir aðgæslu¬verðir. Það var farið í það að hífa inn legu-færin. Þegar búið var að ganga frá og gera allt ferðbúið var haldið af stað til næsta áfanga¬staðar sem var Akureyri. Við komum þangað árla dags. Þar var síldarnót tekin um borð og ýmislegt sem til þurfti. Al) hökli komudags voru landfestar leystar og haldið til Hjalt¬eyrar til að sækja þangað tvo vélarlausa nótabáta til notkunar við síldveiðina. Eftir nokkurra klukkustunda dvöl á Hjalt¬cvri var haldið til veiða. Nú var korninn mikill veiðihugur í Benortý. Hann gaf fyrirmæli um að á hann skyldi kalla þegar út úr Eyja¬firðinum væri komið. Bernrný var um borð i Lagarfossi við brottför frá Hjalteyri þar sem Lagarfoss var móðurskip þessa vciðisk ipa¬tlota sem voru fjögur skip að tölu. Al) morgni þann I 8. júní I 937 vorum við staddir í mynni Eyjafjarðar. Veður var afar gott. sléttur sjór. en skyggni var takmarkað. enda þoku¬bólstrar á víð og dreif innan í yfirlitshringsjá okkar. Það var haldið áfram austur með Gjögrum. Nótabátarnir voru samtengdir vil) stjórnborðssíðu Lagarfoss. en í nótubátunum var fiskinetið, nótin. í nothæfu ásigkomulagi og beið kallsins frá Karlinum: .. Klárir í bátana ... Stefnu hafði nú verið breytt og haldið út á Grímseyjarsund. Karlinn var í sínum vcru- SJÓMANNADACiSBLAÐ VESTi'vtANNAEYJA

stað „bassaskýlinu". og horfði yfir nágrennið og sjóndeildarhringinn með sínum haukfráu augnaperlum. skyggnandi eftir silfri hafsins. Svo gaf hann einnig gaum að tilflutningi hins vota vegar. sjávarstraumunum. og leit eftir og athugaði aðgerðir og ferðir fuglanna. Eftirtekt á staðháttum og aðstæðum var alla¬kóngnum. Karlinum. meðfæddur eiginleiki. Dýrmætur viðvörunarloki var greyptur í undirmeðvitund Bcnonýs: Það var sama hve varðstaðan hafði stal)i() lengi. eftir slíka varð¬stöðu. er hann fékk sér blund á brá. mátti varla fugl fljúga yfir bútinn. þá var það næg ástæða til þess að ræna hann svefni. Hann svaf vart nema með öðruauganu. Þrótturinn og veiðihugurinn gerðu hann a() svefnléttri aflakló. A() morgni 19. júní 1937 vorum vil) staddir úti á Grímseyjarsundi. í góðu veðri og á sléttum sjó. Skyggni var lítil) vegna þoku¬hnoðra. sem svifu undan andvaranum llg tóku á sig alls kyns myndir sem þrengdu ,H) sjónarlengdinni. Bcnoný var í bassaskýlinu o~ rvndi út ,í hafið. leitandi eftir sildarlcnu. Ahifrnin var í viðbragðsstöðu. \'CI nærð l;g mett eftir ,H) stórbrytinn hafði brotið hrauðið og útdeilt því ásamt dascmdar-vcisluk rásum. Þú kom hin stóra stund. Bassinn hafói kornið auga ú eitthvað í fjarla.:gl). eitthvar) sem honum þótti þess vert a() athuga ruinar. Skipun um a() setja á lcn) ug snúa bati yfir til stjórnborða var hlýtt og stefnan tekin ú blettinn sem til súst ng reyndist vera vaðundi síldartorfa. Lagurfoss iislaði áfram mel) nótabátana utan á síðunni. Þegar stutt var eftir að síldartorfunni var dregil) mjög úr fen) bátsins. Þá kom kallið: .. Klárir í bátana ... Ákveðinn fjöldi af áhöfninni. sem hlýddi kallinu. hljóp um borð í nótabátana. sem voru leystir tni Lagarfossi. Berumý var í skut á öðrum nótabátnum og tók ár sér í hönd og fyrirskipaði aö nía áfram. Í fyrstu var nóta¬bátunum róið samtengdum. súð við súð, á fjórar árar. tveim ú ytraborði hvors nótabáts. Þegar nótabátarnir höfðu verið leystir ug skildir að og faril) var a() róa hring um 123 síldartorfuna var einnig róið á .. stúdenta¬borðið", og þá samtals með átta árum á báðum bátum. Bassinn var nú aðmírállinn á sínum flota, og skipunum hans var hlýtt og þær framkvæmdar svo sem í sjóorrustu væri. Það hafði ekki verið róið lengi á þræla¬borðum þegar bassinn skipaði að sleppa og ýta í sundur og róa áfram. Skipað var ao byrja að kasta nótinni. en það var gert á þann hátt að nótin var undin út með handsnúnu spili. út yfir borðstokkinn. í hafið. Báðum nótabátum var síðan róið í hring um síldartorfuna og nótin undin út úr báðum bátum. Þegar hringnum hafði verið lokað og nótahátarnir tengdir saman á framstefnunum var sam-dráttarlínan í botni nótar (snurpulinan) hífð inn með eins miklum hraða og tök voru á í þeim tilgangi að lúka nótinni í botninn. og ao reyna með því að halda veiðinni í nótinni. Þegar nótinni hafði verið lokað var fario ac) toga með höndum inn í nótabátana. þurrka uppi sem kallað var. Það verk gekk vel, en því 1.2--i miður urðum við ekki fengsælir að þessu nótarkastinu, engin veiði var í nótinni. En nótinni var komið fyrir aftur í nótabátunum, tilbúinni fyrir næsta kast. Þegar nótinni var kastað var klukkan 12:30 19. júní 1937. og var þetta í fyrsta sinni sem Benoný stjórnaði kasti á síldarnót sem síldarbassi. Sama dag k l. 18:30 sáu vaktmenn í bassa¬skýlinu vaðandi síldartorfu og var þá þegar keyrt að henni. Bassinn kallaði í bátana sem þá voru leystir úr togtaumum og þeim síðan róið að síldartorfunni. Bassaskipan; bátar aðskildir. bátunum róið áfram, síldarnótin undin út yfir borðstokkana. Bassinn fyrir-skipaði neðansjávarárás á hina glitrandi síldartorfu. Benoný stóð í skuti, hlaðinn orku og mætti aflamannsins, og hélt með styrkri hendi um erðið sem hann notaði við stjórn þessarar veiðiárásar. árásar sem gaf góðan síldarfeng, 250 tunnur. Þannig leið fyrsti veiðidagurinn, en veiði¬dagarnir urðu fleiri. Aflann sem fékkst var farið með til Siglufjarðar eða Raufarhafnar. eftir því hvar veiðisvæðið var hverju sinni. Þá kom og fyrir að ekki voru veðurskilyrði til veiða. Þá var farið í landvar eða til hafnar. Eitt sinn var farið í landvar austan við Grímsey. Farið var í land í eynni. austanvert á henni. Það varð að klífa allháan hamravegg við landgönguna. Einn skipsfélaga okkar hafði með sér í land gott dragspil sem hann notaði til að skemmta eyjarskeggjum með á meðan við dvöldumst í Grímsey. í nálægð við norðurheimskautsbauginn. Dagarnir liðu og stundaðar voru veiðar og mikið ferðast utan við ströndina. frá Húna¬flóa og austur að Langanesi og suður á Bakkaflóa. Hafnir heimsóttar til að losa þar afla eða leita skjóls þegar veður voru válynd og - sjór úfinn. Einnig fórum við í land á Skálum á Langanesi. Þar hafði Benený, ásamt nokkrum Eyjamönnum, stundað út¬ræði tíu árum áður, verið formaður á árabát og mjög fengsæll. Á Skálum var hann öllum aðstæðum vel kunnur. Enda kom það sér vel í brimlendingunni við Skála. Benortý þekkti SJÓMANNA DAGS BLAÐ VF.STMANNAFY JA vel til bölvaldsins við vorina .. .Hnallsins". enda skilaði hann öllu heilu upp á malar¬kambinn. áhöfn og báti. Þegar Benortý hafði viðlegu hér og stundaði veiðiskap voru all¬margir íbúar á Skálum. Aðkomumenn. inn¬lendir og erlendir. stunduðu útræði frá Skálum yfir sumarmánuðina. Á Skálum voru þá um þrjú hundruð manns og höfðu góð híbýli og sæmilegt lífsviðurværi. Við land¬göngu okkar að Skálum var lítil reisn yfir Skálabyggðinni. Útlitið var einsog eftir loft¬árás. ekkert heilt hús uppistandandi. aðeins rústir og rúnar kofatóftir. Þar var ekkert að sjá sem minnti á afköst og framkvæmdir dugmikilla vinnandi handa. sjómanna og búaliðs. sem áður höfðu erjar hér við ströng lífsskilyrði. Aðeins eftir sviðin auðn. Eftir alllanga dvöl á Langanesi var aftur ýtt á flot og farið um borð í bátana. Þar voru snæddar velþegnar krásir. framreiddar af brvta okkar. (Dagbók 22/7-37). Þennan dag höfum við lokið okkar fertugasta nótarkasti. Veður var fremur óhagstætt. suðvestan kaldi og rigningarsúld. Í fertugasta kastinu fengust l 60 tunnur síldar sem fóru í saltverkun á Siglufirði. Í þessum tjörutíu köstum okkar höfum við fengið afla í tuttugu og þrem köstum. en þrettán köst voru án árangurs. Kl. 15. Við erum á lá) út frá Siglufirði eftir að hafa losað afla. Haldið er vestur með landi til veiða. Bogi situr með embættismannasvip við glymkassann, að hlusta á spjall og skvaldur um veiðar og veiðihorfur. Kokkn¬um er að renna reiðin og er að komast á bylgju hins mælta máls. Klukkan 17:20 erum við staddir út á Haganesvíkinni. Þá er kallað í bátana. kastað á síldartorfu og hún veidd. Síðan eru tekin þrjú köst með árangri. báðir bátar voru drekkhlaðnir. Lagt var af stað og haldið til Siglufjarðar, lognsléttur sjór. Komum í höfn á Siglufirði um miðnótt. (Dagbók 3/8-37). Veðrið lognsléttur sjór. Við erum úti á Grímseyjarsundi. Kl. I O:JO er kallað í bátana. Það náðist sem á var kastal). Atli háfaður um borð í Frigg. Kl. 12 var faril) SJÖMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA í bátana og kastað. en án árangurs. Í tvö skipti hefur verið kastað lausu og róið ac) torfunni en ekki kastað þar sem síldin hvarf í hafið um leið og kornið var nálæat síldar¬torfunum. Áfra~ haldið. enn kasta0 ú síldartorfu sem veiddist og var háfuð um borð í Frigg og lestarrými hennar fyllt. Vi0 höfum keyrt 'upp að landinu og vorum úti af Haganesvíkinni. Komin var suðvestan gola. Hrönn tók stórt kast rétt fyrir framan Lagar¬foss. Kl. 20 sást síldartorfa. kallað. í bátami. leyst og róið að síldartorfunni og kastað. Þar kom okkar stóra kast. Er verið var að snurpa (loka nótinni) lagc)i síldin báða nótarvængina í kaf og óc) einnig út yfir vængi og „bússic)" nótarinnar. Þegar nótinni hafði verið lokað í botninn var farið a() þurrka uppi (nótarnetið halað með höndum inn í bútana). Allt gekk stórslysalaust til a0 byrja með þar til við 125 áttum eftir um tvo hringi. Þá fór heldur betur að totta í. Við gengum á milli bátanna til skiptis og reyndum að tosa nótarnetinu inn í bátana. og það mjakaðist smátt og smátt. Nótin var nú bundin upp á Lagarfoss án þess þó að vera búnir að þurrka hana nægjanlega uppi. Það varð að gefa eftir og slaka út af nótinni þar sem síldin lagðist í nótarnetið af miklum þunga svo að allt ætlaði í kaf að keyra. Í sama mund skeði óhappið, ef óhapp skyldi kalla. en ekki happ. Nótin rifnaði frá blýteini á sex faðma löngum kafla. Sökum þessa misstum við mikið af síld út úr nótinni. Einnig óð mikið af síld út yfir flotteina. Allt fór þó betur en á horfðist í fyrstu. Við náðum nótinni upp aftur, gátum háfað í Frigg sem hún flaut með og í hana komst. Síðan var háfað upp á Lagarfoss eins miklu af síld og hann gat borið. Þá voru eftir í nótinni 400 mál síldar sem var hent í hafið þarsem enginn var nálægur til viðtöku. (Dagbók 15/8-37). Raufarhöfn. Eftir væran svefn vöknuðu hinir þreyttu, ef til vill til að fá sér líkamlega hressingu. eða þá hitt að það var kominn sunnudagur. og þeir komnir í andlegt skap. Í dag er ágætisveður. sunnan gola. léttskýjað og heitt í veðri. Eng¬inn landaði síld fyrri hluta dagsins. Kl. 16 var byrjað að losa úr Frigg. Fyrir voru nokkur skip. flest með fullfermi. Um kvöldið var losað úr Lagarfossi. Að lokinni losun voru bátarnir þrifnir og tekin var olía. vatn og vistarforði. Landað var 542 málum síldar. L:h Á laugardagskvöldið fórum við nokkrir af áhöfninni til prófastsins séra Páls. sóknar¬prests á Raufarhöfn, í þeim tilgangi að fá að skoða Raufarhafnarkirkju. Prestur varð vel við bón okkar og kom með okkur til kirkj¬unnar. Kirkjan var byggð árið 1930. Frá grunni að turnstoppi er kirkjan byggð úr samanlímdri möl og sandi að utan, en innan veggja er hún klædd með viði. sverir burðar¬ásar og styrktar tréstoðir. Fyrstur gekk prófasturinn um dyr guðshússins og við fylgdum honum eftir, í andlegum hugleið¬ingum og hlýddum á frásögn prófastsins og útskýringar. Það er eitt, sem er við Raufar-hafnarkirkju, að hún er notuð sem inn-siglingarmerki við Raufarhöfn. Þegar myrkur fellur á er tendrað ljós í einum glugga kirkjunnar, ljós sem leiðbeinir á hina réttu leið andlega og veraldlega. Vitavörðurinn, prófasturinn. tendrar ljósið og sendir það frá kirkju sinni sjófarendum til öryggis og leið-beiningar við að halda stefnu sinni. Í orðsins fyllstu merkingu er prófasturinn sannur boðandi og lýsandi vitavörður. (Dagbók 31 /8-37). Siglufjörður. Veður er gott fyrri hluta dags, en er á daginn leið fór vindur vaxandi af aust-suðaustan með rign-ingu. Við vorum árrisulir og fyrsta verk okkar þennan dag var að yfirhala síldar¬nótina, og var rösklega til verka gengið. enda þótt sumir væru „ringir í höddinu". Dagurinn var mjög viðburðasnauður. var okkur eins konar óhelgur hvíldardagur. Þó var farið af og til í gönguferðir í bæinn, milli þess sem legið var í hvílum. lesið. sofið og dreymt um óorðna atburði. Samt var heilsufar áhafnar betra þennan dag en hinn liðna, þar sem hinn sóttnæmi Svartidauði var genginn yfir og andlegar og líkamlegar áverkanir nær út¬dauðar. (Dagbók 7 /9-3 7). Staddir inni á Siglufirði. Veður norðaustan kaldi og rigning. Þau fór að heyrast að nú væru að koma veiðilok. Flestum þótti það til bóta. Kl. 12 kom loka¬ákvörðunin um að slíðra skyldi síldarveiði¬vopnin. veiðum hætt. Farið var að hala SJÖMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA síldarnótina um borð í Frigg og að því loknu var farið með nótabátana og þeir settir í naustið. Þá skeði það að um borð til okkar komu fjórir borðalagðir þjónar réttvísinnar og gerðu ítarlega þjófaleit. Sú eftirgrennslan bar ekki árangur, enda ekki von þar sem allir í áhöfninni breyta daglega eftir boðum og áminningum boðorðanna tíu. enginn þeirra hafði ásælst eignir nábúans. Það sem þjónar réttlætisins voru að leita eftir voru kven¬nærföt sem flæktust með er ónefndir gestir í svefnskála mætra meyja felldu hurð að stöfum eftir næturdvöl. að lokinni fram¬kvæmd ú sviði samningsbundinna viðskipta. Áfram var unnið að undirbúningi ferðar og haldið afstað til Akureyrar um kl, 15:30. 7. september l 937 var síldveiðunum lokið. Alls höfum við þá kastað síldarnótinni hundrað þrjátíu og fimm sinnum, þar af áttatíu og fimm sinnum með árangri. en fimmtíu og fimm sinnum án árangurs. Veiðisvæðið hafði verið úti fyrir Norðurlandi. austur við Langanes og fyrir sunnan Langanesið. Sem sagt á veiðisvæðinu öllu voru fjörutíu og níu sérnöfn. (Dagbók 9/9-37). Akureyri. Veður stillt. heiðríkt og hiti. Frá Akureyri var lagt af stað k l. 6 og haldið til Hjalteyrar til að sækja bátsseglin sem höfðu verið þar í geymslu. Dvölin á Hjalteyri var stutt. Við brottför frá Hjalteyri var næsti viðkomustaður áætlaður Olatstjörður. Stýrimaðurinn var í .. hólnum" og stjórnaði ferð og stefnum. Þegar komið var út að Hrísey uppgötvaðist að einn af áhöfninni var ekki um boru. Var því snúið við til Hjalteyrar. Þegar til Hjalteyrar kom sást sá týndi standa á bryggjusporðinum á sínum röku postulum. Frá Hjalteyri var farið til ÓlafstJarðar til ao sækja einn okkar manna. Er við komum þangað var ekki hægt sökum sjávarágangs að leggja Lagarfossi að bryggjunni. Vari) því að flytja þá. sem þangað var verið að sækja um borð í Lagarfoss. í léttbáti. Frá Ól;fsfirði var haldið til Siglufjarðar. SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA Þegar þangað kom lú þar Frigg tilbúin til heimferðar. Hafist var handa við að gera allt klárt til heimferðar. Það dróst á langinn. Síðla kvölds var svo Siglufjörður kvaddur í samfloti við Frigg og siglt af stað til heima¬hafnar. þó með áætlaðri viðkomu í höfuð¬borginni. Veður var suðvestan gola. sléttur sjór. léttskýjað og náttmyrkur. (Dagbók l l /9-37). Við Öndverðarnes. Áfram hafði verið siglt, veður fór versnandi. Við vorum komnir suður fyrir Öndverðar¬nesið kl. 7 er sú ákvörðun var tekin að snúa við og leita í var upp ai) Nesinu. Þegar við nálguðumst land voru þar fyrir nokkrir bátar og biðu betra ferðaveðurs. Lagst var fyrir akkeri, en akkerið hélt ekki, bátinn rak. Var því híft upp aftur, bætt keðju við legufærið. keyrt nær landi og akkerið látið falla. All¬mikla öldu lagði inn með strandlengjunni. 127 Um kl. I 4 var akkerið híft upp og lagt af stað til Reykjavíkur. Suðaustan þungur sjór. (Dagbók I 2/9-37). Út af miðjum Faxa- "' flóa. Afrám haldið til Reykjavíkur. Leið- indaveður. rigning. suðaustan stormbræla, mikill sjór. KI. 4 komum við til Reykjavíkur. Stuttu eftir að við vorum lagstir að bryggju fór kokkurinn að elda og matreiða af fiski þeim sem hafði verið dreginn með handfæri þegar við lágum upp við Öndverðarnesið í vari. Þessi matreiðsla kokksins var vel þegin þar sem ferðaveðrið hafði verið okkur afar óhagstætt, og ekki verið aðstæður til að fram¬reiða veislukosti og bera á borð. Dvalist var í Reykjavík dag allan, og verslunarstaðir hennar heimsóttir þar sem talenturn var víxlað fyrir aIIs kyns varning. Þá var og knúið á hurðir þar sem mjöðurinn var falur með fljótandi örvandi bætiefnum fyrir hið van¬nærða sálarblóm. Síðla kvölds voru hofsalir hinna ljúfu fljóða og manna heimsóttir. hlustað á unaðstóna sem framkaIIaðir voru með áslætti á slaghörpu. lúðrablæstri. sundur og samandregnum dragspilum og með fer¬legum áslætti á hljómdiska og trommur. En áður en dagur var risinn höfðu ailar hvílur í Frigg og Lagarfossi endurheimt sína og geymdi þá í svefnböndum. (Dagbók 14/9-37). Reykjavík. veður gott. logn og alskýjað. Flestir skipsfélagar eru á rápi í landi til að ganga frú sínum málum áður en lagt verður í ferðina heim um kvöldið. Er l2S einn skipverjinn- kom um borð síðla dags tilkynnti hann okkur að sín áætlan væri sú að vera ekki lengur einn á langferð um lífsins haf, láta ekki lengur reka á rá og reiða né leggja gnoð sinni fyrir vind til drifs. Hann hefði þann 14. september skotið amors ör af sínum boga á eina af fósturlands vors fögru freyju og örin numið í hjartanu. Hann hefði fangað hana og hann mundi binda hana með hjónabandi til trausts og halds á ölduföldum á lífstíðar-röstinni. Þeim heitbundnu var árnað heiIIa og velgengi. (Dagbók 15/9-37). Erum á leið til Vest-mannaeyja. Veður norðan andvari, sléttur sjór. Það hefur verið áfram haldið. Hljóðlátt er um borð, aðeins hávaði í sextíu og fimm hestafla Scandia vél, vél sem nýtir mátt hinna hvítu kola og breytir í orku sem nú knýr Lagarfoss áfram gegn mótstöðu. tregðu lofts og sjávar. Við erum komnir austur fyrir Þrídranga. Gæfu-gnoðin líður áfram í norðanandvaranum, létt á bárunni. hvít¬þvegin og fáguð, líkt og skautiklædd hefðar¬frú sé á ferðalagi, nýkomin úr hársnyrtingu. Að siglutréhúni blaktir fagur, stílhreinn ís¬lenski fáninn. Það er komið að leiðarlokum. Við nálgumst litfagra safíra sem rísa upp úr hafinu. Við siglum nú inn í friðsæla höfn, meðfram Bóndahausi - Hákollum. sem eru miklar háreistar hafnardyraburstir þínar. yndislega eyjan mín. Jón Í. Sigurðsson.