Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Áætlunarsiglingar með gámafisk

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. apríl 2017 kl. 15:42 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. apríl 2017 kl. 15:42 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: Aætlunarsiglingar með gámafisk Útflutningur á ferskum fisk í gámum hefur farið vaxandi héðan sem frá fleiri ver¬stöðvum á landinu. Fiskur þessi er síðan seldur á u...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Aætlunarsiglingar með gámafisk Útflutningur á ferskum fisk í gámum hefur farið vaxandi héðan sem frá fleiri ver¬stöðvum á landinu. Fiskur þessi er síðan seldur á uppboðsmarkaði í Englandi og fæst mjög gott verð fyrir hann. 40 til 60 krónur fyrir kíló. 10 til 14 krónur af hverju kílói fara í kostnað. útflutningsgjöld og flutningsgjöld. Þetta er mest fiskur sem er utan kvóta sem sendur hefur verið og fiskur sem lítið hefur verið hirtur undanfarin ár. Greiðslur fyrir fiskinn berast mjög fljótt til seljenda. Yfirleitt eru greiðslur komnar í sömu viku og selt er. Heldur hefði verið rýrt hjá togbátum í vetur ef þetta hefði ekki komið til. Þetta er þróun sem við verðum að fylgja. Fjallfoss kom hálfsmánaðarlega í vetur. en fljótlega dugði það ekki til. því fleiri og fleiri tóku þátt í slagnum að koma fiskinum í gáma. Þegar gámaskip kom var mjög líflegt á bryggjunum. bátar að landa og hlaða gáma. skipið að lesta og bæjarbúar að forvitnast.