Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/Í veiðiferð á b/v Lady Ragailh frá Hull fyrir rúmri hálfri öld

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. mars 2017 kl. 14:07 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. mars 2017 kl. 14:07 eftir Halla1 (spjall | framlög) (Ný síða: Í veiðiferð á b/v Lady Ragailh frá Hull fyrir rúmri hálfri öld Nokkra daga fyrir þann 19. febrúar árið 1928 blés hér af þrótti og krafti suðaustlæg átt. En þann 1...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Í veiðiferð á b/v Lady Ragailh frá Hull fyrir rúmri hálfri öld

Nokkra daga fyrir þann 19. febrúar árið 1928 blés hér af þrótti og krafti suðaustlæg átt. En þann 19. febrúar varð vindátta stefnubreyting, á logninu á hreyfingu. og nú blés suðvestan áttin með fúlum snjóélja¬gangi, og með miklum tilfærslum á súrefnis¬forða í andrúmsloftinu. Þessu fylgdi sem vera ber mikið brim og mikill öldugangur. Enda sýndu margar ránardætra hvítfyssandi öldu¬toppana, með froðufallandi bylgjuföldum sínum og tóku það djúpt í að á flestum grunnum braut sig bylgjan með brimhljóða¬stunum. Þennan dag lágu mörg erlend fiskiskip í vari og leituðu skjóls á ytri höfninni og út á Flóanum. Síðla dags kom til Vestmannaeyja enskur botnvörpungur frá Hull, Lady Ragailh að nafni, eftir að hafa fengið margar og strangar sjógusur á s!afn og bóga á siglingarleið sinni til lslands. Astæðan fyrir komunni var sú, að dætur ránar höfðu gefið skipinu marga óblíða kossa sína, ránarkossa, sem stórslösuðu þrjá af skipverjum sem þurftu nú á læknishjálp að halda. Læknirinn var fluttur um borð á ára¬báti. Hann veitti þeim slösuðu skyndihjálp, en tók þá síðan í bát sinn og flutti í land og á sjúkrahús. Þar sem botnvörpungurinn var að koma til fiskveiða hér við land og hafði nú orðið af þrem manna sinna bað skipstjóri umboðs¬mann sinn að útvega sér þrjá háseta. Um-

Nokkra daga fyrir þann 19. febrúar árið 1928 blés hér af þrótti og krafti suðaustlæg átt. En þann 19. febrúar varð vindátta stefnubreyting, á logninu á hreyfingu. og nú blés suðvestan áttin með fúlum snjóélja¬gangi, og með miklum tilfærslum á súrefnis¬forða í andrúmsloftinu. Þessu fylgdi sem vera ber mikið brim og mikill öldugangur. Enda sýndu margar ránardætra hvítfyssandi öldu¬toppana, með froðufallandi bylgjuföldum sínum og tóku það djúpt í að á flestum grunnum braut sig bylgjan með brimhljóða¬stunum. Þennan dag lágu mörg erlend fiskiskip í vari og leituðu skjóls á ytri höfninni og út á Flóanum. Síðla dags kom til Vestmannaeyja enskur botnvörpungur frá Hull, Lady Ragailh að nafni, eftir að hafa fengið margar og strangar sjógusur á s!afn og bóga á siglingarleið sinni til lslands. Astæðan fyrir komunni var sú, að dætur ránar höfðu gefið skipinu marga óblíða kossa sína, ránarkossa, sem stórslösuðu þrjá af skipverjum sem þurftu nú á læknishjálp að halda. Læknirinn var fluttur um borð á ára¬báti. Hann veitti þeim slösuðu skyndihjálp, en tók þá síðan í bát sinn og flutti í land og á sjúkrahús. Þar sem botnvörpungurinn var að koma til fiskveiða hér við land og hafði nú orðið af þrem manna sinna bað skipstjóri umboðs¬mann sinn að útvega sér þrjá háseta. Um- öll nothæf siglingartæki og hoppaði og skoppaði á toppum stórsjóa milli þess sem hann stakk stefninu í brjóstmiklar öldur og saup á og jós yfir sig þungum sjógusum, eins og allt ætlaði í kaf að keyra. Nei, dallurinn vildi helst sjálfur ráða stefnunni og rásaði því oft, ýmist yfir til stjórnborða eða til bak¬borða, og virtist kæra sig lítið um að strák¬auli, sem alltaf öðru hverju var að selja upp og fórna hafinu innbyrta saðningu, væri að stjórna sér. Áfram var siglt. varðstundin leið, og þá varð að velja sér lag til að komast fram í hásetarýmið. Þetta lag tókst vel, að því þó undanskildu að sjávargusurnar sáu fyrir því að ekki varð komist á leiðarenda án til¬hlýðilegrar vökvunar. Þegar ég var ræstur til að taka stýrisvakt vorum við komnir vestur að Reykjanesi Útsýni úr brúargluggum var ekki upp á það besta. Gler höfðu brotnað í þrem gluggum, en það hafði verið troðið pokum á milli gluggakarmanna og sást ekki mikið í gegnum þessa pokafóðringu á útsýnisljórunum. Það hafði dregið úr vindi og vindstaðan breyst yfir í norðvestanátt, en sjórinn var samur við sig, árásargjarn með skvettum, gusum og lemjandi ölduföldum. Að lokinni varðstöðu við stýrishjólið var ég ásamt öðrum skipsfélögum við vinnu í lestarrými við að moka til kolum og færa þau nær þrælum þeim sem þjóna gufukatlinum og kasta kolunum á eldana. Við svörtu kolin var unnið til kvölds.' Þegar dagur var risinn hafði það skeð um borð að skipstjórinn hafði afsett og tilfært bátsmanninn, sem var fullorðinn maður, John Smith að nafni, rólyndur, hægur en vel í skinn skotið og hafði afl og líkamsorku nóga. Ungan mann, Georg að nafni, hafði skip-stjóri sett inn á starfssviðsrásir bátsmannsins. Þessi Georg, nýskipaður bátsmaður, var glaður og alltaf kátur, og hvers manns hug¬ljúfi. Hvað það var, sem olli embættis-mannaskiptum. er ókunnugt, en þess skal getið að skipstjórinn var harður í horn að taka, ákveðinn í sínum tilskipunum, hraust¬menni, sem örugglega hefur borið kápuna á báðum öxlum. Ekki var siglin~ stöðvuð fyrr en komið var vestur að Jökli. Aður en byrjað var að kasta trollinu, var skipið stöðvað og dýpið mælt með handlóði, sem dregið var uppi með handsnúinni vindu, sem var höfð aftan við frammastrið. Þegar byrjað var að toga, var vindur genginn til norðanáttar. allkröpp vindbára, mikið frost. Varpan var dregin í tvo til þrjá tíma. Afli í fyrsta holi u.þ.b. 1.60 körfur af blönduðum fiski. Allur fiskurinn var slægður. þveginn, og settur í körfur uppi á þilfari. Fiskikörfumar voru síðan hand¬langaðar niður í lest þar sem úr þeim var losað í fiskistíur og ísi stráð yfir fiskinn. Það voru sömu mennirnir sem alltaf unnu undir þiljum við að ganga frá og ísa fiskinn. Þessir lestarkarlar höfðu bókfærslu ( ef svo má til orða taka). Þeir færðu tölu fiskikarfa á fiski¬stíufjöl, með tölvutölum þeirra tíma. Það var skorið skarð í fjalarröndina og var skarðið kallað „skor'" og þýddi eitt skor tíu körfur. Um þetta bókhald sitt urðu þeir að gefa skipstjórnendum upplýsingar, hve mörg skor væru á bókhaldsgögnunum, stíufjölinni, og hve margar fiskikörfur mótteknar. Það var ekki skipt vöktum. Það var verið að fiska nætur og daga á sömu slóðum. stundum ekki úti í hafsauga. Það var oft komið nálægt ströndinni, er varpan var dregin yfir botninn í nálægð við annes. og gaf það oft góðan afla. Það olli líka oft sliti og rifrildi í neti og kostaði vinnu við að bæta jafnvel þótt grimmdarfrost væri og Kári blési köldum gusti, - og mörg sjógusan óvelþegin æddi yfir karlana. Það var verið við Jökulinn í nokkra sólar-hringa, kastað. togað, híft upp, losað úr vörpunni, kastað aftur. Síðan var aflinn höndlaður að venjum veiðihátta og frum-vinnslu á fiskiafla. Það hafði verið mikið frost, og alltaf órói í sjóinn. Vindurinn blés úr öllum höfuðáttum. með golu og allt upp að tölunni 11-12 á mælistikum veðurlýsingar. Já, jafnvel gustað eða blásið úr þveröfugri átt við það sem stórmúrtarnir á Reykjavíkursvæðinu höfðu áður tilkynnt. Eftir að skipstjórinn hafði haft talsamband við skipstjórann á b/v Lady Elisabeth, sem var frá sama útgerðarfélagi, var „kippt'" og siglt á önnur fiskimið, nálægt Eldey. Er komið var á Eldeyjarmið. var vörpunni kastað fyrir borð og síðan togað alllengi. Veður aust-suðaustan stinningskaldi. snjó¬slitringur og þungur sjór, með tilhlýðilegri ágjöf og skvettum á óróasaman leiðindakláf. Það var dágóður afli á þessum slóðum og var því haldið áfram stanslaust að fiska. Það dró úr frostinu, en þó voru engar hitabylgjur áþreifanlegar hjá þilfarsþrælum. Þegar við höfðum verið að veiðum þarna gerðist það eftir eitt innhíft hol að verið var að mæla dýpið með handlóðinu. Þegar við nafnar (Jón og Jón) vorum að hífa inn hand-lóðið með vindunni við frammastrið. þá slitnaði niður úr frammastrinu þung og fyrir-ferðarmikill hjólklafi (gilsablökk) sem lenti á vindunni sem við unnum við. með þeim afleiðingum að vindan brotnaði og varð ónothæf. Það var slembilukka að ekki fór ver, að Jón Stefánsson var ekki rændur lífi. Á niðurfallinu var blökkin það nærgöngul honum að hún reif utan af honum stakkinn sem hann var í. Aftur á móti slóst yfir á okkur tógstroffa sem hafði verið í gilskróknum. en hún varð okkur ekki skaðvaldur. Áfram var reynt og unnið við að sækja fisk í hafið. Við vorum komnir með góðan fisk¬afla, Lady Ragailh var orðin allþunguð og bar sinn þunga illa. Var þung í öldunni og lélegur dansari á bárunni. en sólgin í að taka inn á sig sjógusur, áhöfn til ills og óþæginda. Tíminn tifaði hægt, jarðarhnötturinn átti þó eftir að snúa sér nokkrum sinnum í 360° hringi áður en veiðilok okkar yrðu. Nótt eina vorum við vaktir af svefni til að taka trollið inn. Það hvein í reiða, og Frúin lék alls kyns kúnstir sökum ósamlyndis við öldurnar. Er við vorum að íklæðast skjól¬fötum og sjóklæðum fór Ásmundur Friðriks¬son að segja okkur frá hvað sig hefði dreymt. Hann dreymdi að til sín kæmi Ólafur föður¬bróðir sinn og segði: Það verður einn af ykkur við Rimakirkju. en margt við Landa¬kirkju í dag. Þegar Ásmundur var að segja okkur frá draumi sínum, og yfirfæra á enska tungu svo að allir gætu skilið, sátum við Georg bátsmaður hlið við hlið á bekkjarsæti og vorum að útbúa okkur til starfa. Georg. sem ávallt var glaður og skrafhreifinn og hrókur alls fagnaðar, var nú dapur. þegjandi og fölur ásýndar. Virtist allt ganga úrskeiðis þegar hann var að klæða sig. Er við komum upp á þilfar var svarta¬myrkur, blindbylur og vindur. Klöngruðumst við yfir skilrúmsfiskikassa á þilfarinu, og allir fóru að ná vörpunni um borð. Vörpu¬hlerarnir voru komnir að toggálgum og verið var að hífa netið inn með handafli í ganginn við vélarrúmsristina. Stjórnborðssíðan lá þvert við vindi og báru. Við vorum búnir að ná inn í ganginn allmiklu af trollnetinu og stóðum hlið við hlið og tosuðum í netið. Georg bátsmaður og ég vorum aftastir með lunningunni, þétt saman. Þá kallar raddsterkur Karlinn: .,Standið klárir að því!" Við sjáum brotsjó korna æðandi að skipinu og reyndum því í skyndi að komast á öruggari stað. upp á vélarrúms¬toppinn (keisinn) en urðum misfljótir. Brot¬sjórinn kom æðandi yfir skipið og kastaði því yfir til bakborða og hallaði og lagði Frúna það mikið að sjór rann inn um brúarglugga og loftventla á vélarrúmsristinni. Sjórinn færði allt á bólsvartakaf og rak skipið með afli yfir til bakborða og reif fyrir borð allt trollið. net og botnrúllur. Hlerarnir héngu aðeins tengdir við gálgana. Skipið tók að rétta sig við. hakborðssíðan bifaðist upp úr kafinu. sjórinn rann út af þilfarinu og það gaus upp gufustrókur frá gufukatlinum. Öll ljós slokknuðu, kolsvart myrkur. En að stuttum tíma liðnum gátu vélarmennirnir aftur tendrað ljósin. Við höfðum komist upp á vélarrúmsreistina, og fengið þar góða handfestu í þá mund sem ólagið reið yfir skipið og færði okkur á kaf. En kafkeyrslan stóð ekki lengi yfir. Vegna áhrifa brotsjávarins fór margt úr¬skeiðis undir þiljum. kol og fiskur kastaðist til, og hjá kokknum fór allt til ferðar, pottar, pönnur. kirnur, drykkjarfantar og matar¬áhöld höfnuðu á gólfi og við súðarhlið yfir¬reistarinnar. Þegar við gátum staðið upp eftir kaffærsluna blasti ekki við skemmtileg sjón. þótt ekki sæist langt sökum náttmyrkurs og blindbylja. Frá stjórnborðssíðu sást að allt trollið hafði dregist út og úti í trollnetinu var einn skipverjinn flæktur. ósjálfsbjarga og hreyfingarlaus. Hann barst síðar á burt. fjar¬lægðist og hvarf. Á þilfari framan brúar voru nær allir fiskikassar á brott, og margar skil¬rúmsstoðir upp rifnar og horfnar. Ýmislegt tapað og úr lagi gengið fram undir hvalbak. Hurð við niðurgang í hásetaíbúð brotin af dyrastöfum og horfin í hafið. Þá komst tölu¬verður sjór niður í vistarverur hásetanna. Eftir þessa leifturárás færðist líf og hreyf¬ing á venjulegt tilverustig. Karlinn skipaði að reyna að hala inn víraflækjur og tógspotta sem löfðu út af bakborðssíðunni og færa til og lagfæra ýmislegt sem úr skorðum hafði farið. Þegar allir spottar höfðu verið teknir inn kallaði Karlinn að gefa úti af togvírunum. Síðan sigldi Frúin í hringi með vörpuna uppi í sjó, á svipuðum slóðum og nálægt þeim stað þar· sem sá horfni hvarf í hafið. Það var togað alllengi með vörpuna uppi en síðan slakað í botninn og dregið eftir honum. Eftir vinnu ofan þilfars við lagfæringar var gefinn hvíldartími, og fórum við niður í hásetarýmið til magn var ekki mikið. logaði á einni karbíts¬lugt sem hékk neðan í einum loftbitanna. Þegar ég kom niður í hásetarýmið var þar kominn afsetti bátsmaðurinn, John Smith, og at á bekk fyrir framan hvílu sína. Hann hélt á flösku og var orðinn allhress. en þungt hugsi og starandi fram fyrir sig. Hann sá mig er ég kom og sagði: John, ég er orðinn bátsmaður aftur. já það er mikið búið að ganga á, og margt búið að koma fyrir. Skipstjóri á draugaskipi, hann hefur ekki efni á að sparka í gamla John Smith, nei ég er orðinn bátsmaður aftur. Þetta er vont skip, óhappadallur. Hann er búinn að stranda við Noregsströnd, og þá drap hann af sér tvo menn. Hann hefur lent í ásiglingu, hann hefur oft stórslasað hásetana, og núna var hann rétt að því kominn að drekkja okkur öllum, en tókst ekki, hirti einn háseta, Georg bátsmann. Já, ég er orðinn bátsmaður aftur. Þetta er lánlaust skip. Það lá nærri að draugurinn dræpi ykkur nafnana er hann sleit niður gilsablökkina. Nei það á enginn að fara um borð í skip. - sem hefur innan súðar vondan draug. Yes. fuck. þið Íslendingar eruð svo eitilharðir að draugar ~ ~ vinna ekki á ykkur. Ég fer í land eins fljótt og ég get, og læt öðrum eftir þennan drápskláf. Asmundur Friðriksson tók þátt í spjallinu við John Smith og hann útskýrði líka fyrir honum ráðningu á draumi sínum og hvað Ólafur frændi hans hafði sagt við hann í draumnum. Einn hafði verið við Rimakirkju og horfið í hafið. (Á sama sólarhringi sem Georg heitinn drukknaði var fjölmenni við Landakirkju vegna jarðarfarar Jóns heitins Eyjólfssonar frá Sandprýði í Vestmanna¬eyjum.) Svo að allt kom fram og var rétt sem Ólafur sagði frá í draumnum. John Srnith áleit Ásmund mjög dulspakan og fornan í háttum að geta skýrt frá óorðnum atburðum. · Þú hlýtur að hafa lært indverska galdra. Því að ekki bítur á þig frostkuldi eða vosbúð. Þú ert höfðinu hærri en við og þú ert einn sá duglegasti hreystiskrokkur sem ég hef verið með til sjós. Komdu til mín og fáðu þér .xme", einn Neisonblóð. Þannig fórust John Smith orð í okkar viðtali. Það hafði orðið lítið úr svefni. skrafað var og spjallað um það sem gerst hafði. Svo var heldur ekki vel ástatt í hásetarýminu þar sem sjór hafði komist í neðri hvílurúmin, og öllu umturnað í íbúðum okkar. Þegar kom að því að ræst var út til að taka inn vörpuna var verið að hífa trollpokann inn yfir lunninguna. Pokinn lenti þá á bak¬reipinu, sem slitnaði, og því næst á mastrinu. Þetta var allstór poki. En það var töluverð eftirvænting að sjá hvað pokinn hefði að geyma þegar leyst yrði frá. Það var von okkar að varpan hefði innbyrt þann sem fyrir borð hafði fallið, en sú von brást. Trollið var látið fara aftur í hafið og byrjað að toga. Gert var að fiski, hann þveginn og honum komið fyrir í lestinni. Áfram var verið að fiska á Eldeyjarmiðum í leiðindaveðri. Að morgni 28. febrúar var trollið híft en afli var tregur. Þá ákvað Karlinn að láta binda vörpuna upp og ganga frá ýmsu lauslegu. Að því loknu var sett á ferð, veiðum hætt og haldið til Vestmanna¬eyja. Veður var norðaustan gola. Til Vest¬mannaeyja var komið að morgni 29. febrúar 1928 (hlaupár) í austan vindbrælu. Við vorum settir upp á Eiðið, en um borð í Frúna komu tveir af þrem sem áður höfðu verið fluttir í land slasaðir frá Lady Ragailh. Við höfðum nú fast land undir fótum, komnir í okkar heimahöfn eftir tíu daga dvöl um borð í óhappadalli eins og bátsmaðurinn John Smith nefndi skipið. Örlög og hinsta för b/v Lady Ragailh Á næsta hlaupári, 1932, voru landfestar skipsins leystar dag einn snemma árs og siglt út úr einni skipaþrónni í Hull, með hægri ferð, sem síðar var aukin. Ferðinni var heitið norður í haf til fiskiveiða. B/v Lady Ragailh kom ekki aftur til sinnar heimahafnar. Hún hafði orðið undir í árásum storma og brotsjóa og áhöfn og skip gist Rimakirkju. Jón Í. Sigurðsson hafnsögumaður