Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1980/Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 30 ára

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. júlí 2017 kl. 11:25 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. júlí 2017 kl. 11:25 eftir Mardis94 (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 30 ára</center></big></big> Mynd:Screen Shot 2017-07-12 at 10.57.43.png|300px|thumb|Forsíða fyrstu dagskrár sjómannadagsins...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 30 ára
Forsíða fyrstu dagskrár sjómannadagsins 1946. Þessi dagskrá er í rauninni upphafið að útgáfu Sjómannadagsblaðsins.

Sjómannadagsblaö Vestmannaeyja er 30 ára á þessu ári. Sjómannadagsráö ræöst í þaö fyrsta sinn áriö 1951 aö gefa út blaö í tilefni sjómannadagsins og hefur þaö veriö árviss viðburður síðan. Blaðinu var gefið nafnið Sjómaðurinn og það nafn bar það næstu þrjú árin.
En 1954 er nafni blaðsins breytt og hefur upp frá því heitið Sjómannadagsblað Vest-mannaeyja.
Fyrstu ritnefnd blaðsins skipuðuþeir Helgi Bergvinsson, Hafsteinn Stefánsson og Björn Kristjánsson en ritstjóri þess var Páll Þor-björnsson. Margt af því sem stendur í formálsorðum fyrsta tölublaðsins á fullt eins mikið erindi til okkar nú þrjátíu árum eftir að það er skrifað. Við grípum niður í greinina:
...Það er í raun og veru stórfurðulegt hversu mikla vinnu sjómenn hafa lagtfram á undan-förnum árum til undirbúnings þessum hátíð-isdegi sínum, þegar þess er gœít að þeir koma frá samfelldu mánaða striti við Ægi á erfiðasta tíma árs. Sjómennirnir setja markið hátt og nú bœta þeir við nýjum lið í sambandi við Sjó-mannadaginn, útgáfu blaðs. Blað þetta sem hefur nú göngu sína mun að öllu skaplegu koma út á hverjum Sjómannadegi. Undirbún-ingur að útkomu þessa blaðs hefur verið stuttur og mun eflaust mega sjá þess mörg merki. Þess er vænst að blaði þessu verði vel tekið. 1 því eru rœdd, og svo mun verða framvegis, áhugamál sjómannastéttarinnar, en þau hljóta líka ef rétt er athugað, að vera áhugamál íslensku þjóðarinnar. Velgengni sjómannastéttarinnar þýðir velgengni okkar allra sem heildar....
Gætu þessi orð ekki eins hafa verið skrifuð í dag? Við grípum aftur niður í niðurlag greinarinnar.
...Takmarkið verður því að vera, að það verði eftirsóknarvert fyrir hvern ungan mann að gerast sjómaður, ef það verður ekki, hlýtur að koma kyrkingur í þessa atvinnugrein, kyrkingur sem verður afdrifaríkur fyrir af-komu allrar þjóðarinnar. Á nœstu sjómanna-dögum munu sjómenn líta yfir hvað áunnist hefur og setja ný mörk að keppa að og þessu blaði er ætlað það hlutverk að skýra málin og bera fram kröfur sjómannastéttarinnar.
í þessu fyrsta tölublaði kennir margra grasa. Má þar nefna grein eftir Þorstein frá Laufási um hnignun róðraríþróttarinnar, grein eftir Runólf Jóhannsson um öryggismál sjómanna, þar sem hann m.a. bendir á þá vankanta er fylgja því að verðandi skipstjórn-armenn skuli þurfa að sækja menntun sína í höfuðstaðinn, til mikils kostnaðarauka. Einnig bendir Runólfur á í greininni, hver þörf sé á að eignast hér skólaskip fyrir sjó-mannsefni okkar. Þau orð halda enn fullu gildi.

Haus fyrsta blaðsins sem Sjómannadagsráð Vestmannaeyja gaf út. Það blað nefndist Sjómaðurinn.

Þá skritar Jóhann Pálsson grein sem nefn-ist Dýrmætasta þjóðareignin og fjallar um friðun fiskimiða og þýðingu þess að friða allt landgrunnið fyrir ágangi erlendra þjóða. Nú þrjátíu árum síðar eiga þessi orð Jóhanns enn fullt erindi til okkar, nema hvað nú erum það við sjálfir sem taka megum sneiðina til okkar. Ég get ekki stillt mig um að birta hér orðrétt kafla úr grein Jóhanns.
...Sveitabóndinn grundvallar sína starfsemi og afkomu með þremur orðum, það eru:
Ræktun, áburður, friðun.
Á þessum orðum byggist rekstur landbún-aðarins.
Hvert hinna þriggja orða haldið þið svo að sé þýðingarmest fyrir landbúnaðinn?
Ég fullyrði að það sé friðunin. Rœktunin, áburðurinn, áveitan, alltmissirþetta rnarks, ef skepnurnar fá að rífa í sig grasið og troða gróðurinn niður á vaxtatímabilinu...
Kannast nokkur við að þetta megi til sanns vegar færa í dag?
Jón Eiríksson skrifar grein um sama mál eða útvíkkun landhelginnar og friðun fiski¬miðanna. Þá á Árni Árnason grein í ritinu, þar sem hann skrifar um nýlokna vetrarver-tíð og víkur að öryggismálum sjómanna. Par áminnir hann sjómenn um að láta oftar vita af sér um talstöðina til öryggis. Vísir að tilkynn-ingarskyldu, sem enginn efast um í dag að sé sjálfsögð.
Pá eiga þeir Eyjólfur Gíslason og Her-mann Jónsson báðir skemmtilegar og fróð-legar greinar í þessu fyrsta tölublaði. Hermann minnist í sinni grein á slysavarnir og hin tíðu slys á togurunum og bendir á að ofurkapp megi ekki ráða.
Af þessari stuttu upptalningu má ráða, að full þörf hafi verið fyrir útgáfu blaðs þar sem hagsmunamál sjómanna voru rædd. Víst er um það að orð eru til alls fyrst og margar úrbætur hafa séð dagsins ljós í málefnum sjómanna á þeim þrjátíu árum sem liðin eru síðan þessar greinar voru skrifaðar. En þessi upprifjun ætti líka að minna okkur á, að sjómannastéttin hefur ávallt þurft að berjast fyrir hagsmuna og öryggismálum sínum og enn í dag er það brýnt að sjómenn haldi vöku sinni og haldi áfram á sömu braut, gagnrýni það sem gagnrýna þarf og hætti ekki fyrr en úr hefur verið bætt. Það var og á að vera verkefni Sjómannadagsblaðsins að vera vett-vangur fyrir slíka umræðu, þó á seinni árum hafi blaðið orðið meira hátíðar og skemmtirit en var í upphafi. Auðvitað á þetta blað að vera höfuðmálgagn sjómanna í Vestmanna-eyjum fyrir bættum kjörum og aðbúnaði og væri vel ef sjómenn skrifuðu sjálfir meira í það um sín mál.

Þannig var fyrsti haus blaðsins, sem fyrst kom út með þessu nafni 1954.

Að vísu má segja, að þetta fyrsta tölublað af Sjómanninum sé ekki fyrsta tölublaðið, heldur hafi verið „þjófstartað" fimm árum áður. Þá er í fyrsta sinn gefin út dagskrá sjómannadagsins í Vestmannaeyjum, eða ár-ið 1946, bæklingur upp á 24 síður, mest-megnis auglýsingar en að auki með dag-skránni og rekstrar- og efnahagsreikningi Sjómannadagsráðs. Bersýnilega er dagskráin gefin út í fjáröflunarskyni, enda stendur Sjó-mannadagsráð í þeim stórræðum um þessar mundir að kaupa kappróðrarbáta.
Árið 1947 er haldíð áfram á sömu braut, dagskráin prentuð á ný sem bæklingur ásamt reikningum Sjómannadagsráðs en nú er meira í lagt og þrjár greinar prýða bæklinginn sem er ekki ósvipaður í útliti og leikskrár þær sem við könnumst við að eru á boðstólum, þegar við skreppum í leikhús. Fyrst er stutt grein um Guðjón á Heiði, sem er heiðraður þennan sjómannadag. Þá er grein eftir Þorstein frá Laufási um kappróður í gamla daga og loks aðalgrein ritsins eftir Árna Arnason símritara þar sem hann vekur máls á sama efni og hann skrifar svo um fimm árum seinna og er fyrr getið um eða um nauðsyn tilkynningarskyldu fyrir fiskiskip. Það er vissulega kitlandi tilhugsun og áleitin, hvort ekki væri rétt að birta þessa 33 ára gömlu grein orðarétta en vegna rúmleysis í blaðinu verður það að bíða betri tíma. En greinin er talandi dæmi um framsýni í öryggismálum. Eins og árið áður eru auglýsingar mest áberandi í ritinu og er sennilega enn verið að fjármagna kappróðrarbátana og aðstöðu vegna þeirra. En hér er bersýnilega kominn vísir að því blaði sem leit dagsins ljós á sjómannadaginn 1951 og hefur komið út allar götur síðan.
Og það er óneitanlega skemmtilegt að velta því fyrir sér, að kveikjan að útgáfu Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja hefur sennilega verið þröngur fjárhagur vegna framkvæmda við kappróðrarbáta. Þess væri óskandi að allar framkvæmdir Sjómanna-dagsráðs yrðu jafn hvetjandi og þessi virðist hafa orðið.
Það er alla vega ósk þess sem þetta ritar, blaðinu og Sjómannadagsráði til handa að báðir aðilar megi um ókominn tíma halda áfram að þjóna málstað sjómanna í þessu byggðarlagi. Þá er ekki til einskis barist.
Til hamingju með daginn.