Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1980/Minnisvarðinn um Þór

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. júlí 2017 kl. 11:35 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. júlí 2017 kl. 11:35 eftir Mardis94 (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>Minnisvarðinn um Þór</center></big></big> A síðasta sjómannadegi var afhjúpaður í Friðarhöfn minnisvarði um Pór, fyrsta björg-unarskip okkar íslendi...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Minnisvarðinn um Þór


A síðasta sjómannadegi var afhjúpaður í Friðarhöfn minnisvarði um Pór, fyrsta björg-unarskip okkar íslendinga. Sá sem var pottur-inn og pannan í öllum framkvæmdum við minnisvarðann var Öíafur Æ Kristjánsson. Sjómannadagsblaðið bað hann að segja frá upphafi oggangi mála ísambandi við verkið. Hann segir svo frá:
Upphaf þessa máls var það að Hermann Einarsson, ritstjóri Dagskrár í Vestmanna-eyjum, komst á snoðir um það að skrúfu björgunarskípsins Þórs hafi verið bjargað í land af hinu strandaða skipi í Húnaflóa. Þetta var seint á árinu 1972.
I Dagskrá, 1. árg. sama ár komst Hermann svo að orði eftir að hann hafði sagt frá björgun skrúfunnar:
-Hvernig væri að bœjaryfirvóld reyndu að nálgast þennati hlut er vœntanlega gœii verið verðugur minnisvarði um það framtak og forustuhtutverk sem Vestmannaeyingar höfðu í landhelgismálum íslendinga?-
Björgunarfélag Vestmannaeyja brá fljótt við og keypti skrúfuna.
Eg fylgdist með þessu máli frá upphafi og fór þá að hugsa um það að þessi gripur þyrfti að komast á stað sem væri mest fyrir augum bæjarbúa og kom þá eins og af sjálfu sér að eitthvað þurfti til uppfyllingar skrúf-unni og þá mótaðist sú hugmynd að hlaða undir hana hrauk af sæbörðu blágrýti og koma þessu fyrir austur á Skansi.
Þetta fékk þegar góðan hljómgrunn bæði hjá stjórn Björgunarfélagsins og upphafs-manni þessa rnáls. Hermann Einarsson var fullur af áhuga að koma þessari hugmynd á framfæri við bæjar-búa og bað mig að teikna hugmyndina svo að hann gæti komið því í blað sitt Dagskrá.

Hönnuður og hleðslumeistari gleðjast yfir vel unnu verki.

Ég tregaóist við þessari beiðni lians en benti honum á að hafa samband við hinn ágæta teiknara Guðjón Ólafsson frá Gíslholti og fá hann til að gera lauslega mynd af þessari hugmynd minni, en hlutfallsstærðir voru ekki fyrir hendi þar sem skrúfan var ekki komin til Eyja til að taka mál af.
I Dagskrá'26. nóv. 1972 kemur þetta svo fram með hvatningu til framkvæmda.
Meira skeður svo ekki á árinu 1972. Svo kom gosið sem setti allt á annan endann og skrúfan ekki einu sinni komin til Eyja fyrir gos.
Svo er það ekki fyrr en seint á árinu !976 að ég fór að hugsa um þetta mál af fullri alvöru. Nú var Skansinn úr sögunni og því þurfti að hugsa upp nýjan stað fyrir minnis-merkið.

Sigríður Björnsdóttir formaður Eykyndils afhjúpar minnismerkið

Pá datt mér í hug að grasflöturinn inn af Friðarhöfn væri alveg sjálfkjörinn fyrir þetta.
Eg skrifaði formanni Björgunarfélagsins Jóni I. Sigurðssyni og sendi honum jafnframt lauslegt riss af þessari hugmynd. Honum og öðrum í stjórn félagsins leist mjög vel á þetta.
Fyrir ötula framgöngu Jóns í. Sigurðssonar samþykkti hafnarnefnd og bæjarsjóður leyfi til þess að reisa minnisvarðann á þessum sérstæða grasbletti við Friðarhöfn og eykur sú staðsetning gildi minnisvarðans.
Eins og áður getur var skrúfan ekki komin til Eyja fyrir gos og var hún enn fyrir norðan um þessar mundir.
Arni Johnsen, blaðamaður og áhugamað-ur um Eyjamál, tók að sér að ýta við varð-skipsmönnum að koma með skrúfuna til Reykjavíkur þegar tækifæri gæfist, en þeir höfðu lofað stjórn Björgunarfélagsins að gera það þó ekki hafi af orðið.
Einn góðan veðurdag kom svo Árni til mín á vinnustað í Reykjavík og segir að nú geti ég mælt stærð skrúfunnar því hún sé komin í geymsluport Landhelgisgæslunnar í Reykja-vík.
Eg fór þegar með honum og mældi skrúf-una upp svo að ég vissi hvað ég væri að vinna með.
Pá kom það fram að eitt af fjórum blöðum var brotið við öxul og varð að haga sér eftir því og skrúfan nokkuð sködduð að öðru leyti eftir rúmlega 40 ára legu í sjó.
Til Eyja kom svo varðskipið J?ór með skrúfuna 11. apríl 1977.
Aðaluppdráttur minn er dagsettur í janúar 1977. Pá fékk ég Óskar bróðurminn sem býr í Ytri-Njarðvík til að gera Iíkan eftir upp-drætti mínum.
Þegar hann var fullgerður sendi ég hann til Eyja ásamt fyrstu hvatningargrein minni um þetta mál sem kom út í Dagskrá 18. mars 1977. Einnig sendi ég út til Eyja 30 áróðurs-bréf með teikningum og myndum.
Upp frá þessu var ég svo „sjálfkjörínn" erindreki björgunarfélagsins fyrirþessu máli.
Fyrstu skóflustunguna tók ég svo hinn 26. júní sama ár.
Öllu þessu var vel tekið af Eyjabúum og fór þegar að berast fé frá einstaklingum og félögum.
Fyrstu fjárframlög komu frá Slysavarna-félaginu Eykyndli í Eyjum og fór vel á því. Og að síðustu urðu Slysavarnakonur með hæsta framlag til þessa máls kr. 525 þús.

Stjórn Slysavarnadeildarinnar Eykyndils.

Af stjórnarmönnum Björgunarfélagsins hefi ég mest unnið með Lárusi Ársælssyni gjaldkera félagsins sem hefur verið mjög áhugasamur og ötull við að hafa ávallt fé til reiðu eftir því sem framkvæmdum miðaði áfram og Kristni Sigurðssyni sem hefur haft með höndum alla aðdrætti. Jafnframt hefur hann smíðað öll hleðslu og steypumót o.fl.
Runólfur Dagbjartsson, múrarameistari, gerði alla hleðslu og múrverk og hefur hann unnið starf sitt af mikilli prýði. Honum til aðstoðar var Sigurður Jónsson frá Engey.

Skrúfan um borð í varðskipi við komuna hingað.

Eins og áður getur var skrúfan nokkuð illa farin. Viðgerð á henni annaðist Vélsmiðjan Magni undir stjórn Ólafs Guðnasonar.
Þá var annar búnaður um skrúfuna gerður á sama stað og var því verki stjórnað af Jóni Þorgilssyni en verkið að mestu unnið af Haraldi Sigurðssyni. Allt var þetta unnið með ágætum.
Vélsmiðjan Völundur var mjög innan handar með ýmislegt þessu viðkomandi. Vél-smiðjan Þór zinkhúðaði skrúfuna og búnað hennar og Ragnar Engilbertsson málaði þar yfir með sérstakri málningu í koparlit sem Málning h/f í kópavogi gaf Björgunarfélag-inu.
Þá hefur Garðar Sigurjónsson rafveitu-stjóri tekið að sér að hanna og sjá um upp-setningu á flóðlýsingu á minnisvarðann.
Þá birtum við hér í blaðinu niðurlag þeirrar rœðu er Ólafur Á. Kristjánsson flutti við afhjúpun minnisvarðans á sjómannadaginn í fyrra.
Þessi minnisvarði er reistur til heiðurs því fólki hér í Eyjum, sem á sínum tíma tók karlmannlega á móti þeim mikla vanda sjó-slysa og ágengi erlendra veiðiskípa, sem var yfirþyrmandi á þessum árum, með því að sameinast um kaup á björgunarskipinu Þór, sem síðar þróaðist í það að verða upphaf innlendrar landhelgisgæslu.
Þegar ríkissjóður yfirtók skipið varð það þar með fyrsta varðskip í eigu hinnar íslensku landhelgisgæslu, sem í dag er orðinn floti skipa, sem háð hefur harða baráttu við erl-enda landhelgisbrjóta og jafnvel bjargað þjóðinni frá verðandi örbirgð, með því að varna erlendum skipum rányrkju innan landhelgi, og forðað þar með gjöreyðingu fiski-stofna við landið.

Meðal annars hefur þessi varnarbarátta dregið Landhelgisgæsluna útí þorskastríð við Bretaveldi og vakið heimsathygli með hinum dularfullu víraklippum, sem veiðiþjófar og verndarar þeirra stóðu ráðþrota fyrir, án beitingar manndrápsvopna, sem ekki kom til.

Vestmannaeyjahöfn er ein fegursta á landi voru. Megi þessi minnisvarði verða til þess, að þessi sérkennilegi grashálfmáni, sem að skilur á skemmtilegan hátt athafnasvæði sunnan og norðan Friðarhafnar, og minnis-merkið er staðsett á, verði friðaður og vel hirtur um alla framtíð, til yndisauka fyrir þá, sem við höfnina vinna, og annara þeirra, sem eiga þar leið um.

Við afhjúpunina. Ólafur Kristjánsson ásamt konu sinni Maríu Björnsdóttur, Pétur Sigurðsson forstj. Landhelgisgæslunnar og Jón í. Sigurðsson form. Björgunarfélags Vestmannaeyja í ræðustóli.