Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979/Lúðrasveit Vestmannaeyja 40 ára

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Lúðrasveit Vestmannaeyja

Lúðrasveit Vestmannaeyja átti 40 ára afmæli hinn 22. mars sl. en þann dag árið 1939 var sveitin stofnuð.
Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum á sveitinni mikið að þakka, því fáir munu þeir sjómannadagar vera, sem sveitin hefur ekki komið við sögu, bæði við skrúðgönguna upp að kirkju og einnig á Stakkagerðistúni.
Það er mikið starf, sem félagar í Lúðrasveitinni eru búnir að vinna í þessi 40 ár og allt í sjálfboðavinnu við misjöfn skilyrði til æfinga. Mikil bót var þó ráðin á aðstöðunni, þegar sveitin fékk inni í Arnardrangi með allt sitt og er þar nú allsherjar félagsmiðstöð hennar.
Núverandi stjórnandi er Hjálmar Guðnason frá Vegamótum en formaður Lúðrasveitarinnar er Magnús Jónasson frá Grundarbrekku. Sjómannadagsblaðið óskar Lúðrasveitinni til hamingju með afmælið og óskar þess ennfremur, að hún megi um ókomna framtíð verða sá þáttur í hátíðarhöldum sjómannadagsins, sem verið hefur.

Lúðrasveit Vestmannaeyja, eins og hún er skipuð í dag. Sitjandi talið frá vinstri: Stefán Sigurjónsson skósmiður, Huginn Sveinbjörnsson málari, Magnús Júlíusson (Magnússonar), Birkir Huginsson (Sveinbjörnssonar), Ólafur Jónsson frá Laufási, Jón Þorgilsson frá Grund, Hafsteinn Ágústsson Varmahlíð, Ragnar Óskarsson safnvörður, Snorri Jónsson vélsmiður, Sigurður Sveinbjörnsson múrari. Aftari röð frá vinstri: Hjálmar Guðnason frá Vegamótum, stjórnandi, Magnús Jónasson frá Grundarbrekku, formaður Lúðrasveitar Vestm., Tryggvi Jónasson vélsmiður í Völundi, Baldur Kristinsson frá Túni, Einar Guðnason gröfustjóri, Hafliði Albertsson Svalbarði, Sigurður Guðmundsson Háeyri, Kjartan Jónsson Djúpadal, Einar Erlendsson smiður, Jónas Bjarnason (Jónassonar), Örn Hafsteinsson (Ágústssonar), Ólafur Snorrason (Jónssonar), Ósvaldur Freyr Guðjónsson (Ólafssonar).