Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1960/ Á hundvaktinni

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. júní 2016 kl. 11:12 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. júní 2016 kl. 11:12 eftir Mardis94 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Á hundvaktinni


Gesturinn á veitingahúsinu: — Spilar hljómsveitin hér eftir pöntun?
— Já, herra minn, svaraði hljómsveitarstjórinn.
— Mætti ég þá biðja ykkur að spila póker þangað til ég er búin að borða.

Þeir eru hressir yfir vatnssopanum sínum. - Ljósm.: Sigurgeir Jónasson.
*


Í fiskibúðinni hjá Kjartani.
Húsmóðirin: — Þessi ýsa lítur hálfillla út.
Kjartan: — Það er verra en það, frú mín góð,
hún er alveg steindauð.

*


Prestur nokkur kom þar að, sem bílstjóri var að reyna að ræsa bíl sinn, en hann fór ekki í gang, hvernig sem hann reyndi við hann. Bílstjórinn bölvaði hátt og i hljóði en ekkert gekk. Prestinum þótti nóg um orðbragðið og sagði við bílstjórann: — Vinur minn, bíllinn fast aldrei í gang með blóti og formælingum. Bílstjórinn leit á prestinn, brosti og sagði: — Jæja, prestur minn, þá skuluð þér biðjast fyrir og sjá hvort það hefur meiri áhrif en blótsyrði mín. Þetta kom dálítið flatt upp á prestinn, en hann hafði gefið tilefnið og gat ekki snúið aftur. — Við skulum þá taka ofan, sagði hann. Svo flutti presturinn stutta bæn þar sem hann bað þess að billinn fari i gang.
Að bæninni aflokinni, sagði bilstjórinn: — Gott, nú fer hann í gang. Að svo mæltu steig hann á ræsinn og bíllinn þaut af stað. Presturinn stóð eftir á veginum, klóraði sér í höfðinu og tautaði: — Ja, hver fjandinn.

*


— Pabbi, sagði drengurinn og leit upp. — Hér stendur að sum dýr fái nýjan loðfeld á hverjum vetri.
— Uss, hvíslaði faðirinn, talaðu ekki svona hátt, hún mamma þín er í næsta herbergi.

*


Eftir einn sjúss fannst honum hann vera tíu árum yngri — eftir tvo var hann alveg orðinn nýr maður og er hann hafði fengið þrjá, fannst honum hann vera orðinn barn á ný — og skreið heim til sín

Mynd:Aflinn veginn á sjóstangaveiðimótinu.
*


Eiginkonan var að sýna vinkonu sinni nýja minnkapelsinn.
— En sætt af manninum þínum að gefa þér pels, sagði vinkonan öfundsjúk.
— Hann var neyddur til þess, svaraði frúin, — ég kom að honum þar sem hann var að kyssa vinnustúlkuna.
— Ó, en hræðilegt. Sagðirðu henni ekki upp?
— Nei, svaraði frúin brosandi. — Mig vantar hatt og veski.

*


— Ég hef ekki talað við konuna mína í tvö ár, sagði maður við kunningja sinn.
— Nú hvernig má það vera, um hvað rifuzt þið? spurði kunninginn.
— Það var ekki það, ég hef bara ekki viljað grípa fram í fyrir henni.

*


Bílstjóri nokkur varð fyrir því óhappi þegar hann var að aka unnustu sinni heim, að það sprakk á bílnum hans á fáförnum vegi. Hann fór að gera við, og setti felgurnar í hjólkoppinn, svo sem venja margra er.
Er hann var að bisa við að ná varadekkinu setti hann fótinn á hjólkoppinn og felgurnar hurfu út í myrkrið. Hann var í stökustu vandræðum. Þá hrópaði maður til hans út um glugga, þar rétt hjá: — Taktu eina ró af hverju hinna hjólanna, og þannig geturðu komist á næsta bilaverkstæði.
Bílstjórinn þakkaði fyrir sig, en sá um leið að húsið var geðveikrahæli.
— Hvaða erindi átt þú þarna, vinur minn?
— Það skal ég segja þér, sagði maðurinn. — ég er hérna af því að ég er vitlaus, en ég er ekki heimskur!!!

*


— Hef ég ekki einhvern tímann séð andlit yðar áður? spurði maður ókunnan mann í strætisvagni.
— Það er mjög sennilegt, anzaði sá aðspurði, — ég var fangavörður fyrir tuttugu og fimm árum.

*


Tveir gamlir eyverjar ræða við brezkan sjóstangaveiðimann, þó landhelgisdeilan sé ekki leyst.


— Sjáðu nú bara, sagði maður nokkur við lyfsalan og var mjög æstur,
— þú hefur látið mig fá morfín i staðinn fyrir kínín í morgun.
— Fyrst svo er, mælti lyfsalinn hinn rólegasti,
— skuldar þú mér fimm krónur í viðbót.

*


Hann var einn af þessum ungu mönnum, sem ekki hafa rænu á að fara, fyrr en seint og síðar meir. Stúlkan var fyrir löngu farin að geispa, þegar klukkan í anddyrinu sló 12 á miðnætti.
— Er tólf daga verk í klukkunni ykkar? spurði maðurinn.
— Ha, sagði stúlkan og kæfði nýjan geispa, — hví í ósköpununi ekki að stanza svolitið lengur og komast að raun um það sjálfur.