Sigurður Þorleifsson (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. janúar 2016 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. janúar 2016 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Þorleifsson húsasmíðameistari frá Hólshúsi fæddist 20. september 1859 í Brennu u. Eyjafjöllum og lést 8. mars 1922 í Utah.
Foreldrar hans voru Sigríður Brynjólfsdóttir vinnukona, f. 29. apríl 1822 í Miðskála u. Eyjafjöllum, d. 4. júlí 1888 í Spanish Fork í Utah, og barnsfaðir hennar Þorleifur Eyjólfsson, f. 1. febrúar 1835 í Aurgötu u. Eyjafjöllum, d. 16. október 1911 í Efri-Rotum þar.

Þorleifur var hálfbróðir, (sammæddur), Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju í Helgahjalli, f. 24. júlí 1849, d. 8. maí 1931 í Utah.

Sigurður var eins árs með vinnukonunni móður sinni í Brennu 1860, var 11 ára með föður sínum og föðurmóður á Núpi u. Eyjafjöllum 1870.
Hann var ókvæntur húsmaður og sjómaður í Helgahjalli 1880. Þar var móðir hans með honum. Húsbóndi þar var Arnbjörn Ögmundsson sjómaður og bústýra Elísabet Bergsdóttir.
Sigurður var í Hólshúsi 1884 og fluttist þaðan það ár og stefndi á Texas-fylki í Vesturheimi og endaði í Utah.
Hann stundaði brúar- og múrsteinsbyggingar, en síðan húsasmíðar og hafði viðurnafnið „Smidur“. Hann breytti nafni sínu í Sigurdur Thor Leifson.

I. Barnsmóðir Sigurðar var Jórunn Guðný Guðmundsdóttir frá Ömpuhjalli, f. 1. október 1859, d. 24. september 1883 úr lungnabólgu.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Sigurðsson, f. 30. ágúst 1883 í Hólshúsi, d. 5. september 1883 „dó úr algengum barnaveikleika“, (líklega ginklofi).

II. Barnsmóðir hans var Steinunn Ísaksdóttir, þá í Ísakshjalli, f. 22. október 1856, d. 31. janúar 1920.
Barn þeirra var
2. Kristmundur Sigurðsson, f. 31. janúar 1885 í Ísakshjalli „(Kró)“, d. 17. febrúar 1885.

III. Fyrri kona hans, (gift í Utah), var Guðný Jónsdóttir húsfreyja, frá Bakka í A-Landeyjum, síðar í Utah, f. 16. júlí 1858, d. 20. desember 1891.
Börn þeirra voru:
3. John Arthur Þorleifsson, tvíburi, f. 9. október 1890 í Spanish Fork, d. 7. desember 1891 þar.
4. Stúlka, tvíburi, f. 10. október 1890, d. sama dag.

III. Síðari kona Sigurðar, (11. nóvember 1893), var Hjálmfríður Hjálmarsdóttir húsfreyja, frá Kastala, f. 18. október 1859, d. 6. mars 1922 í Utah.
Börn þeirra hér:
5. Juren Victor Leifson, f. 8. júní 1894, d. 11. september 1983.
6. Johann Leifson, f. 24. september 1895, d. 29. september 1895.
7. Albert Theodore Leifson, f. 25. nóvember 1896, d. 11. desember 1896.
8. Mary Steinunn Margret Leifson, f. 2. desember 1897, d. 15. júní 1912.
9. Dorothy Gudrun Leifson, f. 24. september 1900, d. 23. apríl 1984.
10. Leo Leifson, f. 3. maí 1903, d. 9. nóvember 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.