Sigurður Tómasson (Kanastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2021 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2021 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Ágúst Tómasson frá Kanastöðum við Hásteinsveg 22, gjaldkeri, skrifstofustjóri fæddist þar 11. maí 1942.
Foreldrar hans voru Tómas Geirsson kaupmaður, f. 20. júní 1912, d. 24. febrúar 1991, og kona hans Dagný Ingimundardóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 27. ágúst 1914, d. 16. apríl 2011.

Börn Dagnýjar og Tómasar:
1. Helga Tómasdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 6. júlí 1936 á Kanastöðum. Maður hennar Reynir Frímann Másson, látinn.
2. Sigurður Ágúst Tómasson sölustjóri, skrifstofustjóri, gjaldkeri, f. 11. maí 1942 á Kanastöðum. Kona hans Guðrún Jóhanna Jakobsdóttir.
3. Geirrún Tómasdóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1946 á Kirkjuvegi 72, d. 29. apríl 2014. Maður hennar Jóhannes Kristinsson, látinn.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, á Kanastöðum og á Kirkjuvegi 72.
Hann varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959. Hann nam ensku og verslunarfræði í Scanbritt School of English í Bretlandi um skeið.
Sigurður var gjaldkeri og síðar skrifstofustjóri hjá Rafveitunni til 1975.
Eftir flutning til Reykjavíkur 1975 var hann gjaldkeri hjá Heildversluninni Heklu til 1994 og síðan hjá Jóhanni Ólafssyni og Co. til 2009 og síðast hjá Öskju til starfsloka við 70 ára aldur.
Þau Guðrún giftu sig 1963, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu á Brekastíg 32, byggðu hús við Birkihlíð 9 og fluttu í það 1966. Þar bjuggu þau til Goss og eftir lagfæringar til 1975.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu við Háteigsveg 8 og síðan Háteigsveg 10 til 2000, þá við Birkihlíð 7 til 2014, en hafa síðan búið við Kópavogstún 2.

ctr
Fjölskylda Guðrúnar og Sigurðar.
Aftari röð: Sigurður, Jakob, Sigurður Ágúst, Guðrún María, Fjóla Sigurðardóttir (tengdadóttir).
Í fremri röð Guðrún og Karen Ardís.

Kona Sigurðar, (17. ágúst 1963), er Guðrún Jóhanna Jakobsdóttir.
Barn þeirra:
1. Jakob Óskar Sigurðsson efnafræðingur, MBA í viðskiptum, forstjóri í Bretlandi, f. 28. mars 1964. Kona hans Fjóla Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.