Sigurður Sigurðsson (múrari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. október 2018 kl. 15:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. október 2018 kl. 15:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Sigurðsson (múrari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson múrari á Urðavegi 44 fæddist 31. ágúst 1890 að Lambhúshóli u. V-Eyjafjöllum og lést 23. apríl 1973 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 24. júní 1863 u. V-Eyjafjöllum, d. 12. mars 1906, og kona hans Þorbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1855 í Nýjabæ u. V-Eyjafjöllum, d. 26. mars 1906.

Sigurður var nýfæddur með foreldrum sínum á Lambhúshóli 1890. Hann var sláttumaður og sjómaður í Efra-Holti u. V-Eyjafjöllum 1910.
Sigurður fluttist til Eyja 1919, var leigjandi, sjómaður og bjó með Kristínu á Kirkjulandi við giftingu 1919. Hann var verkamaður á Rafnseyri með Kristínu og Unni Sigurlín 1920, verkamaður á Löndum 1927 og 1930 með Kristínu, Unni og Elínu Benónýju.
Þau byggðu húsið að Urðavegi 44 og fluttust þangað 10. nóvember 1934. Sama dag kom Garðar til þeirra í fóstur. Magnús fæddist þar 1938.
Sigurður stundaði múrverk og fékk iðnbréf 1931.
Hann átti heimili hjá Elínu dóttur sinni í Skeiðarvogi 19 í Reykjavík við andlát 1973. Kristín lést 1974.

I. Kona Sigurðar, (1. nóvember 1919), var Kristín Benediktsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1893 á Vatneyri í Patreksfirði, d. 4. september 1974.
Börn þeirra:
1. Unnur Sigurlín Sigurðardóttir, f. 24. október 1920 á Rafnseyri, húsfreyja í Reykjavík, d. 6. nóvember 2004.
2. Elín Benónía Sigurðardóttir, f. 3. september 1924 á Löndum, húsfreyja í Reykjavík, d. 19. nóvember 2011.
3. Magnús Sigurðsson, f. 10. mars 1938 á Urðavegi 44, múrarameistari í Eyjum og í Mosfellsbæ.
Barn Kristínar:
4. Sigrún Bergmann öryrki, f. 22. júní 1912 á Patreksfirði, síðast í Hátúni í Reykjavík, d. 27. október 1987.
Uppeldissonur þeirra var:
5. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Sigurðsson.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.