Sigurpáll Hlöðversson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Geir Sigurpáll Hlöðversson.

Geir Sigurpáll Hlöðversson frá Skálholti-eldra við Landagötu 22, byggingaverkfræðingur fæddist 3. janúar 1964.
Foreldrar hans eru Hlöðver Pálsson frá Þingholti, byggingameistari, f. 15. apríl 1938, og kona hans Sonja Margrét Gränz frá Jómsborg, húsfreyja, f. 24. ágúst 1939.

Sigurpáll var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð stúdent í MR 1984, var við nám í klassískum gítarleik í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1988-1989, lauk prófum í byggingaverkfræði í HÍ 1992, lauk M.Sc.-prófi í DTH í Khöfn 1996: akustik sem sérgrein.
Hann stundaði sumarstörf hjá tæknideild Garðabæjar við ýmis afleysingar- og sérverkefni, vann í sumarvinnu 1994 og 1995 á byggingarstað við verkefni hjá Phil & Sön A/S í Danmörku, eins og Hilleröd Motorvej og stækkun Kastrup Lufthavn, Finger Vest, var hjá Akustik í Danmörku 1996-2001, ráðgjafi í hljóðfræði (akustik) hjá Delta Akustik og Vibration um nokkurra ára skeið. Þá vann hann hjá Fjarðabyggð 2001-2004, var þar verkfræðingur á tæknisviði, hafði eftirlit með framkvæmdum og bar ábyrgð sveitarfélagsins á rekstri áhaldahúsa. Hann var framkvæmdastjóri AVA 2004-2006, setti upp og stjórnaði Arkitekta- og Verkfræðiþjónustu Austurlands á vegum fyrirtækja í Rvk. Helstu verkefni á vegum Fjarðabyggðar voru Mjóeyrarhöfn og hitaveita Eskifjarðar.
Á árunum 2006-2019 gegndi Sigurpáll stjórnunar- og framkvæmdastjórastöðu hjá Alcoa Fjarðaráli á ýmsum sviðum, ábyrgð á öryggi og velferð starfsfólks, fjárhagslegri rekstarafkomu, stefnumótun, umbótaverkefnum, samskiptum við yfirvöld, samfélag og móðurfélag í alþjóðlegu rekstrarumhverfi.
Á árunum 2019-2020 var hann verkefnastjóri við Múlann – samvinnuhús, hafði ábyrgð á hönnun, undirbúningi og framkvæmd við nýjan skrifstofuklasa fyrir SÚN í Neskaupstað, breytingar á eldra húsnæði og nýbyggingu.
Frá 2020 hefur hann verið ábyrgur fyrir rekstri sjávarfrystingar hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, fjárhag, rekstri, mannauð og öryggismálum. Auk þess ýmis sérverkefni.
Þau Jóna Lind giftu sig 1971, eignuðust fjögur börn.

I. Kona Sigurpáls, (27. september 1971), er Jóna Lind Sævarsdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 27. september 1971. Foreldrar hennar eru Sævar Örn Jónsson sjómaður, f. 27. júní 1948, og kona hans Rannveig Guðbjörg Þorbergsdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1950.
Barn þeirra:
1. Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, f. 5. júlí 1993. Maður hennar Maríus Þór Eysteinsson.
2. Hlöðver Páll Sigurpálsson, f. 21. október 1997.
3. Sölvi Páll Sigurpálsson, f. 29. apríl 2003.
4. Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir, f. 28. maí 2008.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.