Sigurmundur G. Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurmundur Gísli Einarsson forstöðumaður, skipstjóri fæddist 26. september 1957 á Arnarhóli við Faxastíg 10.
Foreldrar hans voru Einar J. Gíslason forstöðumaður, f. 31. janúar 1923, d. 14. maí 1998, og kona hans Guðný Sigurmundsdóttir, húsfreyja, tónlistarmaður, f. 1. janúar 1926, d. 6. október 1963.

Börn Guðnýjar og Einars:
1. Guðrún Margrét Einarsdóttir meðferðarfulltrúi, f. 16. desember 1949.
2. Guðni Einarsson blaðamaður, f. 23. febrúar 1953. Kona hans Guðfinna Helgadóttir.
3. Sigmundur Gísli Einarsson forstöðumaður Viking Tours, skipstjóri, f. 26. september 1957. Kona hans er Unnur Ólafsdóttir.
Barn Einars og síðari konu hans:
4. Guðný Einarsdóttir, f. 15. mars 1965. Maður hennar Robert Pearson.

Sigurmundur var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var sex ára. Hann ólst upp hjá föður sínum og síðari konu hans Sigurlínu Jóhannsdóttur.
Hann vann hjá Útvegsbankanum í Eyjum, sem varð Íslandsbanki, en var síðan framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Vestmannaeyja.
Sigurmundur rekur ferðaþjónustuna Viking Tours frá 2000. Þau Unnur keyptu fisksöltunarhús, ,,tangahúsið“, við höfnina og reka þar skrifstofu og kaffihús, nefna húsið Café Kró. Þau sigla með ferðamenn kringum Heimaey og út að Surtsey og í rútum um Eyjuna.
Þau Unnur giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau búa við Hásteinsveg 8.

ctr
Unnur Ólafsdóttir, Sigurmundur Gísli Einarsson og börn.

I. Kona Sigurmundar er Unnur Ólafsdóttir húsfreyja, forstöðumaður, f. 21. júní 1956.
Börn þeirra:
1. Einar Sigurmundsson, f. 26. desember 1978.
2. Unnar Gísli Sigurmunsson, f. 5. september 1982.
3. Guðný Sigurmundsdóttir yngri, f. 8. maí 1987.
4. Ólafur Rúnar Sigurmundsson, f. 13. september 1989.
5. Guðmundur Óskar Sigurmundsson, f. 21. janúar 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 22. júlí 2007. Lífshlaup. Viðtal við Unni og Sigurmund.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.