Sigurlaug Guðlaugsdóttir (Sveinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Kristjana Sigurlaug Guðlaugsdóttir frá Sveinsstöðum, húsfreyja fæddist þar 6. maí 1918 og lést 7. október 1985.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Kristjánsson málari, f. 13. ágúst 1869 á Barmi á Skarðsströnd í Dal., d. 2. ágúst 1946, og síðari kona hans Gíslína Gísladóttir frá Björnskoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 1. október 1895, d. 27. maí 1972.

Sigurlaug var með foreldrum sínum í æsku, á Sveinsstöðum, í Hjálmholti 1919 og 1920, en á Grundarhól við Herjólfsgötu 5b 1927 og 1930.
Fjölskyldan fluttist úr bænum í byrjun 4. áratugarins.
Sigurlaug og Jón giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu að Laugarnesvegi 96

Maður hennar, (9. apríl 1936), var Jón Þorberg Ólafsson frá Bjarnastöðum í Vatnsdal, yfirverkstjóri og fulltrúi gatnamálastjóra í Reykjavík, f. 9. maí 1911, d. 14. febrúar 1984.
Börn þeirra:
1. Stefán Örvarr Jónsson húsamálari í Kanada, f. 21. júlí 1936 í Reykjavík.
2. Ólafur Hlífarr Jónsson kaupmaður, áður starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 10. maí 1940 í Reykjavík, d. 21. desember 1987. Kona hans var Elín Þórarinsdóttir.
3. Þórdís Mjöll Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Reykjavíkurborgar, f. 24. maí 1946, d. 23. október 2017. Maður hennar var Brynjólfur Karlsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.