„Sigurlaug Þorsteinsdóttir (Hjálmholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Sigurlaug Ágústína Þorsteinsdóttir. '''Sigurlaug Ágústína Þorsteinsdóttir''' fæddist 12. ágúst 1887 á Mjóafirði...)
 
m (Verndaði „Sigurlaug Þorsteinsdóttir (Hjálmholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 23. febrúar 2021 kl. 17:13

Sigurlaug Ágústína Þorsteinsdóttir.

Sigurlaug Ágústína Þorsteinsdóttir fæddist 12. ágúst 1887 á Mjóafirði eystra og lést 14. desember 1974.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ólafsson frá Fornustekkum í Nesjum, bóndi í Haga í Mjóafirði, f. 15. maí 1862, d. 28. október 1949 í Eyjum, og kona hans Sveinhildur Hávarðsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1861 á Jökulsá í Borgarfirði eystra, d. 25. júní 1913.

Sigurlaug var með foreldrum sínum í æsku, í Haga, á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði frá 1907.
Þau Sigvaldi giftu sig 1913, eignuðust tvö börn. Þau fluttu frá Norðfirði til Eyja 1913 og bjuggu á Kirkjubæ, bjuggu í Haga 1914-1917.
Þau fluttu frá Eyjum að Grund í Norðfirði 1917.
Þau sneru til Eyja 1919 og bjuggu í Hjálmholti, voru í Haga með dætur sínar 1920, í Hjálmholti 1930, en þá var Ólöf Sveinhildur vinnukona í Bjarma.
Sigvaldi fórst með Þuríði formanni 1942.
Sigurlaug bjó með Þorsteini föður sínum í Hjálmholti 1945. Hann lést 1949. Sigurlaug flutti til Keflavíkur og bjó þar síðast. Hún lést 1974.

I. Maður Sigurlaugar, (12. desembver 1913), var Sigvaldi Benjamínsson sjómaður, skipstjóri, f. 12. apríl 1878 á Ýmastöðum í Vaðlavík, fórst með vélbátnum Þuríði formanni 1942.
Börn þeirra:
1. Ólöf Sveinhildur Sigvaldadóttir, f. 4. ágúst 1914 í Haga, síðast í Keflavík, d. 21. maí 2003.
2. Bjarney Sigurlín Sigvaldadóttir, f. 20. júlí 1916 í Haga, síðast í Keflavík, d. 31. júlí 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.