Sigurjón Einarsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2012 kl. 08:55 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2012 kl. 08:55 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurjón Einarsson


Sigurjón Einarsson

Sigurjón Einarsson fæddist að Oddsstöðum í Vestmannaeyjum 31. maí 1930.

Faðir Einar Vilhjálmsson trésmiður að Oddsstöðum Vestmannaeyjum, f. að Þuríðarstöðum, Fljótsdal í N-Múlasýslu, 09.02.1886, d. 29.09.1974. Föðurafi Vilhjálmur Einarsson bóndi, Þuriðarstöðum í Fljótsdal í N-Múlasýslu f. 01.01.1842, d. 26.10.1906. Föðuramma Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsmóðir að Þuríðarstöðum, f. 10.06.1856, d. 29.07.1886.

Móðir Halldóra Sigrún Sigurðardóttir húsmóðir að Oddsstöðum í Vestmannaeyjum, f. að Klömbru, A-Eyjafjöllum, 04.05.1901, d. 18.07.1994. Móðurafi Sigurður Pálsson vinnumaður að Klömbru, f. 15.04. 1870, d. 19.04.1904. Móðuramma Sigurbjörg Jónsdóttir húsmóðir að Klömbru, f. 31.03.1873, d. 21.03. 1949.

Við hænsnakofann á Oddsstöðumárið 1936.Talið frá vinstri: Vilborg Guðjónsdóttir Oddsstöðum, Sigurjón Einarsson Eystri Oddsstöðum og Guðrún Kristófersdóttir Bjarmahlíð.

Fyrri störf og námsferill: Verkamannastörf og störf við trésmíði. Atvinnuflugmannspróf í nóvember 1951. Hóf störf hjá Flugmálastjórn 01.05.1955. Grunnnám hjá Flugmálastjórn fyrri hluta árs 1956.

Starfsréttindi: TWR- og APP-réttindi í Reykjavík 31.05.1960 og hlaut um svipað leyti TWR-réttindi í Vestmannaeyjum, ACC-réttindi 11.03.1963. Námskeið erlendis: Lærði flugprófun flugleiðsögutækja hjá Flugmálastjórn Bandaríkjanna, FAA, 1967-1968 í Oklahoma City, flugkennaranámskeið hjá FAA 1975, og 1977 í Frankfurt, V-Pýskalandi.

Starfsferill: Hóf störf í flugturninum í Reykjavík, hafði áður unnið í flugturninum Vestmannaeyjum. Leystur af vöktum í mars 1963 til að annast ratsjárflug ásamt starfi Notam-skrifstofunni. Frá árslokum 1963 flugmaður á flugvélum Flugmálastjórnar. Hætti störfum hjá Flugmálastjórn 31.05.1993 vegna starfslokaákvæða (63 ár). Starfaði sem verktaki við flug Flugmálastjórnar frá 31.05.1993 til 31.05.1995.

Félags- og trúnaðarstörf: Annaðist á vegum Loftferðaeftirlitsins flugprófanir á verklegum þætti flugprófa. Fyrst sem aðstoðarprófdómari frá 18.06.1964. Tilnefndur sem aðalprófdómari frá 01.01.1967 til 30.06.1999.

Maki, 04.10.1958, Þóra Guðrún Marinósdóttir talsímavörður í Reykjavík, f. að Litla-Árskógssandi í Eyjafirði 30.07.1935. Tengdafaðir Kristján Marinó Sölvason sjómaður, Litla-Árskógssandi, f. 24.06.1905, d. 22.02.1943. Tengdamóðir Vilborg Gísladóttir húsmóðir á Litla Árskógssandi, f. 23.07.1911, d. 19.08.1967.

Heiðursmerki: Gullmerki Slysavarnafélags Íslands 1988 og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1991, fyrir björgunarstörf.