Sigurjón Sigurðsson (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigurjón.

Sigurjón Sigurðsson fisksali frá Brekkuhúsi fæddist 6. mars 1890 í Hallgeirsey í Landeyjum og lést 8. júní 1959. Sigurjón fór til Vestmannaeyja 2 ára gamall með foreldrum sínum, Sigurði Sveinbjörnssyni og Sigurbjörgu Sigurðardóttur. Hann ólst upp á Fögruvöllum og síðar í Brekkuhúsi.

Fyrri kona Sigurjóns var Kristín Óladóttir og eignuðust þau átta börn. Seinni kona hans var Ingibjörg Högnadóttir og eignuðust þau tvö börn.
Sigurður hóf formennsku árið 1911 á Blíðu og svo keypti hann Þór með fleirum og var formaður á honum fram yfir 1916. Eftir það var Sigurjón formaður með hina ýmsu báta fram yfir 1940. Síðar var hann fisksali við Bárugötu.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Sigurjón Sigurðsson.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Myndir