Sigurjón Ragnar Grétarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurjón Ragnar Grétarsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, rafeindavirki fæddist 21. október 1954.
Foreldrar hans Grétar Skaftason frá Suður-Fossi í Mýrdal, sjómaður, skipstjóri, f. 26. október 1926, fórst 5. nóvember 1968, og kona hans Kristbjörg Ingileif Sigurjónsdóttir húsfreyja, ræstitæknir, f. 11. desember 1931.

Börn Kristbjargar og Grétars:
1. Ingólfur Grétarsson stýrimaður, skipstjóri, f. 7. september 1950 á Bessastíg 8. Fyrrum kona hans Ásta Finnbogadóttir.
2. Sigurjón Ragnar Grétarsson stýrimaður, skipstjóri, rafeindavirki, f. 21. október 1954 á Vallargötu 4. Kona hans Þórgunnur Hjaltadóttir.
3. Ófeigur Grétarsson rafeindavirki, f. 11. október 1962 að Vallargötu 4. Kona hans Ragnheiður Þorvaldsdóttir, látin.
4. Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir kaupmaður, sjúkraliði, f. 4. febrúar 1969. Maður hennar Heiðar Hinriksson.

Sigurjón nam í Stýrimannaskólanum í Eyjum, lenti með námið í Gosið 1973 og lauk því í sérdeild í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1974. Hann lærði rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk námi 1994.
Hann var skipstjóri í Eyjum, flutti til lands um áramótin 1989-90, var skipstjóri á sumrin 1990, 1991 og 1992 frá Hafnarfirði og Reykjavík.
Hann vann hjá Ísmar, hjá Scandmar í 7 ár, og hjá Marport hefur hann unnið frá 2008.
Þau Guðrún Fjóla voru í sambúð, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Þórgunnur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Ásaveg 27, búa nú við Skógarveg í Rvk.

I. Sambúðarkona Sigurjóns, (skildu), er Guðrún Fjóla Kolbeinsdóttir húsfreyja, veitingakona í Vogum, f. 24. nóvember 1955.
Barn þeirra:
1. Kristbjörg Sigurjónsdóttir ljósmyndari, f. 4. júlí 1975. Sambúðarmaður hennar Elfar Pálsson.
2. Ragnhildur Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. júní 1980. Maður hennar Kristján Sigfússon.

II. Kona Sigurjóns, (22. nóvember 1988), er Þórgunnur Hjaltadóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 28. júní 1960 í Rvk.
Börn þeirra:
1. Ellisif Sigurjónsdóttir, með M.A.-próf í siðfræði og M.Sc.-próf í markaðsfræði og alþjóða viðskiptum, f. 15. apríl 1986. Hún vinnur hjá Nox Medical. Maður hennar Baldur Bett.
2. Jóhanna Sigurjónsdóttir, með MPA-próf í H.Í., sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, f. 25. júní 1991. Sambúðarmaður hennar Arnar Geir Sæmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurjón Grétar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.