Sigurjón Kristinsson (Hvíld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón Kristinsson.

Sigurjón Kristinsson frá Hvíld við Faxastíg 14, kennari, skátaforingi, skrifstofumaður, útgefandi, fæddist þar 18. júlí 1922 og lést 8. desember 2007.
Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson verslunarmaður, f. 29. nóvember 1898 í Neðri-Dal u. V.-Eyjafjöllum, d. 8. júní 1946 í Reykjavík, og kona hans Ágústa Arnbjörnsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1899 á Oddsstöðum, d. 24. maí 1989.

Börn Ágústu og Kristins:
1. Sigurjón Kristinsson BA, skátaforingi, kennari, útgefandi, skrifstofumaður, f. 18. júlí 1922, d. 8. desember 2007. Kona hans var Jónína Ingólfsdóttir.
2. Sigurður Magnús Kristinsson forstjóri, f. 13. október 1923, d. 11. febrúar 2019. Fyrri kona hans var Ragnheiður Guðmundsdóttir, d. 1977. Síðari kona hans er Gréta Bachmann.
3. Arnbjörn Kristinsson bókaútgefandi, f. 1. júní 1925, d. 13. desember 2017. Kona hans Ragnhildur Björnsson.

Sigurjón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1940, var við nám Kennaraskólanum einn vetur 1940-1941, lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands 1943, lauk þar stúdentsprófi 1950, prófi í forspjallsvísindum í Háskóla Íslands 1952 og BA-prófi í uppeldisfræði, sögu og landafræði 1955.
Sigurjón stundaði skrifstofustörf og stundakennslu við Gagnfræðaskólann og Iðnskólann í Eyjum 1943-1947, vann einnig í Efnalauginni Straumi. Hann stundaði kennslu við Kvennaskólann í Reykjavík frá 1955-1961 og stundakennslu þar 1961-1978, og einnig stundakennslu við Gagnfræðaskóla verknáms 1952-1958 og Hagaskóla 1958-1959.
Sigurjón var skátaforingi í Eyjum í tíu ár, fór á heimsmót skáta (Jamboree) í Frakklandi 1947 og var einn af stofnendum Skátafélagsins Útlagar í Reykjavík.
Hann tók við rekstri Eldhúsbókarinnar 1961 og rak hana til 1985. Eftir það vann hann hjá Arnbirni bróður sínum við bókaútgáfuna Setberg í Reykjavík.
Þau Jónína giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast á Trönuhjalla 17 í Kópavogi.
Sigurjón lést 2007.

I. Kona Sigurjóns, (3. október 1953), er Jónína Ingólfsdóttir húsfreyja, símritari, f. 12. mars 1929. Foreldrar hennar voru Ingólfur Matthíasson loftskeytamaður, stöðvarstjóri í Gufunesi, f. 15. september 1903, d. 18. júní 1950, og kona hans Unnur S. Einarsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1904, d. 23. febrúar 1976.
Börn þeirra:
1. Kristinn Ingi Sigurjónsson kaupmaður, f. 9. ágúst 1956. Kona hans Sigrún Magnúsdóttir.
2. Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 27. júlí 1963. Maður hennar Ragnar Sær Ragnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 17. desember 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.