Sigurjón Auðunsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigurjón Auðunsson.
Svea Norman og Sigurjón.

Sigurjón Auðunsson fæddist á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu 4. apríl 1917 og lést 20. febrúar 2004.
Foreldrar hans voru Auðunn Oddsson og Steinunn Sigríður Gestsdóttir.
Sigurjón var með foreldrum sínum í Skálmarbæ í Álftaveri 1918, á Snæbýli í Skaftártungu 1918-1919, hjá þeim í Reykjavík 1919-1924, í Eyjum 1924 og lengur. Hann var formaður í Eyjum, var með m/b Óðinn á sumarsíld 1940, með Gulltopp 1941, Erling I 1942-1944 og Veigu 1945-1948. Verkstjóri var hann lengi, um skeið hjá Bæjarútgerðinni og lengi hjá Ísfélaginu. Hann þótti reglusamur, með gott verksvit og skipulag og dugandi í hverju starfi.
Hann átti fjögur systkini, þau Gest, Harald, Bárð og Magneu Ernu.

Kona Sigurjóns var Sigríður Nikulásdóttir, f. 18. júlí 1914. Þau bjuggu á Haukabergi við Vestmannabraut, í Sjómannasundi og á Austurvegi 20. Síðast bjó Sigurjón í Kópavogi.
Börn þeirra Sigríðar voru Gylfi, Aðalsteinn og Ingibjörg.

Myndir



Heimildir

  • Björn Magnússon. Vestur-Skaftfellingar. Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur H.F., 1970–1973.
  • Pers.
  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum