Sigurgeir Sigurðsson (Boðaslóð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. september 2016 kl. 10:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. september 2016 kl. 10:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurgeir Sigurðsson.

Sigurgeir Sigurðsson frá Boðaslóð 2, símamaður, yfirverkstjóri fæddist 17. september 1920 í Vík í Mýrdal og lést 20. febrúar 1994.
Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson verkamaður, f. 24. janúar 1894 á Sléttabóli í Prestbakkasókn í V-Skaft., d. 10. ágúst 1978, og kona hans Margrét Stefánsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1898 á Norðfirði, dáinn 18. september 1979.

Börn Sigurðar og Margrétar:
1. Margrét Sigurðardóttir, f. 15. nóvember 1918, d. 17. nóvember 1918.
2. Sigurgeir Sigurðsson yfirverkstjóri, f. 17. september 1920 í Vík í Mýrdal, d. 20. febrúar 1994.
3. Magnús Sigurðsson sjómaður, f. 29. apríl 1924 í Hlíð, d. 18. nóvember 1987.
4. Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, talsímakona á Símstöðinni, f. 7. febrúar 1929 á Hrófbergi.
5. Hávarður Birgir Sigurðsson verkstjóri, f. 27. júlí 1934 á Hrófbergi.

Sigurgeir var með foreldrum sínum í æsku, í Vík í Mýrdal til 1923, er þau fluttust til Eyja.
Hann var með þeim í Hlíð 1924, síðar árinu í Ráðagerði, á Hrófbergi, (Skólavegi 34) 1927 og enn 1934, en á því ári byggðu foreldrar hans að Boðaslóð 2 og þar bjó Sigurgeir með þeim 1940 og enn 1972. Sigurgeir var sjómaður á yngri árum, - á Hjálparanum, Olgu, Ófeigi I. og Ófeigi II. Þá vann hann við fiskiðnað um skeið. Hann hóf störf hjá Pósti og síma 1946, vann við símkerfið í Eyjum, síðan í Borgarfirði og Keflavík, en að lokum við endurbætur og nýjungar á símkerfinu í Eyjum til starfsloka.
Sigurgeir var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 26. febrúar 1994. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.