Sigurgeir Scheving (Hjalla)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Sigurgeir Scheving)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurgeir Scheving.

Sigurgeir Scheving frá Hjalla við Vestmannabraut 57, leikari, leikstjóri fæddist 8. janúar 1935 á Herðubreið við Heimagötu 28 og lést 24. október 2011 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Páll Scheving rafvirki, vélstjóri, vélgæslumaður, verkstjóri, verksmiðjustjóri, kennari, f. 21. janúar 1904, d. 15. apríl 1990, og kona hans Jónheiður Steingrímsdóttir húsfreyja, leikari, f. 24. júlí 1907, d. 25. desember 1974.

Börn Jónheiðar og Páls:
1. Helga Rósa Scheving, f. 15. desember 1930, d. 4. júlí 2022.
2. Sigurgeir Scheving, f. 8. janúar 1935, d. 24. október 2011.
3. Margrét Scheving Pálsdóttir, f. 27. september 1944.

Sigurgeir var með foreldrum sínum.
Hann lauk landsprófi í Skógaskóla og prófi í Samvinnuskólanum á Bifröst. Sigurgeir fór í Leiklistarskóla Ævars Kvarans og sótti fjölmörg námskeið í leiklist og leikstjórn.
Hann var bifreiðastjóri og kaupmaður á yngri árum.
Sigurgeir lék fyrst hjá Leikfélaginu 1949, þá 14 ára. Síðan lék hann í fjölmörgum uppfærslum, aðallega hjá Leikfélaginu í Eyjum. Einnig lék hann í kvikmyndum og aðstoðaði við leikstjórn þeirra.
Hann varð aðallega leikstjóri og setti á svið fleiri en 60 verk, sum frumsamin. Á sumrin vann hann við kvikmyndasýningar, bæði leiknar og heimildarmyndir um Eyjar og eldgosið 1973.
Þau Ruth stofnuðu fyrirtækið Eyjaferðir og sérhæfðu sig í ferðaþjónustu.
Sigurgeir eignaðist barn með Brynhildi 1956.
Þau Katrín Sjöfn giftu sig , eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Ruth Barbara giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún átti tvö börn fyrir. Þau bjuggu við Faxastíg 33.
Sigurgeir lést 2011.

I. Barnsmóðir Sigurgeirs er Brynhildur Hjálmarsdóttir verkakona, f. 12. nóvember 1932.
Barn þeirra:
1. Bylgja Scheving Sigurgeirsdóttir, f. 10. nóvember 1956. Sambúðarmaður hennar Helgi Þór Ingason, verkfræðingur.

II. Fyrrum kona Sigurgeirs er Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, f. 10. nóvember 1940. Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Maríusson, f. 26. janúar 1912, d. 20. desember 1945, og kona hans Björg Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1918, d. 6. nóvember 2003.
Börn þeirra:
2. Heiða Björg Scheving, f. 20. júní 1960. Fyrrum maður hennar Sigurður Ingi Sveinbjörnsson. Sambúðarmaður hennar Axel Erlendur Sigurðsson.
3. Sigurpáll Scheving, f. 27. maí 1964. Kona hans Hildur Jakobína Gísladóttir.

III. Kona Sigurgeirs, (17. nóvember 2001), er Ruth Barbara Zohlen, f. 29. mars 1948. Þau voru barnlaus saman, en börn hennar áður með Friðriki Ara Þrastarsyni:
4. Þór Friðriksson, f. 17. júní 1985. Kona hans Sandra Mjöll Jónsdóttir.
5. Sólrún Barbara Friðriksdóttir, f. 3. september 1988. Maður hennar Rúnar Kristinn Rúnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.