Sigurgeir Kristjánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2012 kl. 08:30 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2012 kl. 08:30 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurgeir Kristjánsson

Sigurgeir Kristjánsson fæddist í Haukadal í Biskupstungum 30. júlí 1916 og lést 5. júní 1993. Foreldrar Sigurgeirs voru Kristján Loftson (fæddur 12. júlí 1887) bóndi í Kollabæ í Fljótshlíð og síðar í Gröf í Hrunamannahreppi og kona hans Guðbjörg (fædd 12. október 1893, dáin 6. september 1972).

Árið 1947 kvæntist hann Björgu Ágústu Ágústsdóttur bónda og útgerðarmanns í Stóru-Breiðuvík, Helgustaðahreppi, síðar verslunarmanns í Vestmannaeyjum og konu hans Elínar Halldórsdóttur.

Sigurgeir lauk námi í Íþróttaskólanum í Haukadal 1933, búfræðiprófi frá Hvanneyri 1937 og búfræðinámi í Svíþjóð 1946-1947. Hann var bústjóri í Laugardælum 1942-1950, lögregluþjónn í Vestmannaeyjum 1951-1968. Sigurgeir var varaþingmaður af lista Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi. Hann sat á Alþingi í febrúar-mars 1968. Forstjóri Olíufélagsins hf. í Vestmannaeyjum síðan 1968. Trúnaðarmaður verðlagsstjóra í Vestmannaeyjum 1958-1968. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja 1966-1978.

Myndir


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason. Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1982.