Sigurgeir Jónasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigurgeir Jónasson, árið 1973

Sigurgeir Jónasson er fæddur 19. september 1934. Foreldrar hans voru Jónas Sigurðsson og Guðrún Kristín Ingvarsdóttir. Sigurgeir var kvæntur Jakobínu Guðlaugsdóttur, en hún lést árið 2004. Þau eiga þrjú börn, Sigrúnu Ingu, Guðlaug og Guðrúnu Kristínu.

Sigurgeir býr í Skuld við Smáragötu 11, en hann færði nafnið frá gömlu Skuld sem var rifin.

Sigurgeir var um árabil umboðsmaður Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum.

Sigurgeir er löngu þekktur fyrir ljósmyndir sínar og hafa þær vakið mikla athygli. Árið 2005 stofnuðu Sigurgeir og fjölskylda hans fyrirtækið Sigurgeir ljósmyndari ehf. með það að markmiði að skrásetja og varðveita það mikla ljósmyndasafn sem hann hefur komið sér upp síðustu áratugina.

Sigurgeir var útnefndur bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2006.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Sigurgeir Jónasson.

Tenglar