Sigurgeir Ólafsson (Víðivöllum)

From Heimaslóð
Revision as of 10:24, 26 July 2006 by Margret (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Sigurgeir Ólafsson fæddist á Víðivöllum í Vestmannaeyjum 21. júní 1925 og lést 2. ágúst 2000. Foreldrar hans voru Ólafur Ingibergsson og Guðfinna Jónsdóttir. Árið 1959 kvæntist Sigurgeir Erlu Eiríksdóttur. Þeirra börn eru Eiríkur Heiðar, Guðfinna Guðný, Sæfinna Ásta, Emma H. og Þór. Áður átti Sigurgeir Ólöfu Jónu og Ruth Höllu með Elísu Guðlaugu Jónsdóttur.

Sigurgeir stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og starfaði lengi á sjó. Hann var forseti bæjarstjórnar 1982-1984, hann var formaður Verðandi á tíma sem og formaður Íþróttafélagsins Þórs.

Í árslok 1983 veiktist Sigurgeir skyndilega, lamaðist og missti mál. Með miklum æfingum tókst honum að komast til nokkurar heilsu á ný og vann sem hafnarstjóri til ársins 1991 og síðan sem skrifstofumaður til ársins 1997.


Heimildir

  • Björgvin Magnússon. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, 2001.