Sigurdís Harpa Arnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2017 kl. 09:51 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2017 kl. 09:51 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurdís við opnun sýningar sinnar í Akoges árið 1994.
Jesú (1994 olía 80x65)
Ugla (2010 blönduð tækni 25x25)
Í blóma (2006 olía 50x60)

Sigurdís Harpa Arnarsdóttir myndlistarmaður fæddist 3. maí árið 1964 í Vestmannaeyjum. Foreldrar Sigurdísar eru Arnar Ingólfsson og Margrét Steinunn Jónsdóttir. Eiginmaður Sigurdísar er Þorleifur Dolli Hjálmarsson og sonur hennar er Gunnar Ingi Eysteinsson. Sigurdís útskrifaðist úr Myndlistaskóla Akureyrar árið 1994. Sigurdís hefur haldið fjölda einka- og samsýninga á Íslandi og einnig sýnt verk sín í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi. Hún hefur starfað sem myndlistarmaður frá því að hún lauk námi auk þess sem hún hefur sinnt myndlistarkennslu, meðal annars í Vestmannaeyjum. Sigurdís var með vinnustofu í Vestmannaeyjum á árunum 1999 til 2001. Sigurdís var útnefnd bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2017. Heimasíða Sigurdísar er www.sigurdis.is