Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (Sunnuhvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. nóvember 2018 kl. 16:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2018 kl. 16:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, síðast í Njarðvíkum, fæddist 12. janúar 1915 og lést 8. nóvember 1990.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Sigurðsson á Sæbergi, f. 30. júlí 1875, d. 5. ágúst 1935 og Sigurbjörg Sigurðardóttir bústýra hans, f. 22. desember 1888, d. 5. mars 1915.
Fósturforeldrar Sigurbjargar voru Helga Sigurðardóttir húsfreyja í Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum, síðar á Miðhúsum, f. 6. ágúst 1869, d. 20. janúar 1943, og maður hennar Björn Þorgilsson bóndi, f. 18. apríl 1870, d. 10. nóvember 1921.

Móðir Sigurbjargar lést 1915, er Sigurbjörg var tæpra tveggja mánaða gömul. Henni var komið í fóstur til hjónanna í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum og þar ólst hún upp. Fóstri hennar lést 1921 og Helga ekkja hans fluttist með Sigurbjörgu að Sæbergi 1924, bjó á Miðhúsum 1927 og 1930.
Þær bjuggu í Fosstúni við Víðisveg 1934, á Víðisvegi 7c 1940. Sigurbjörg bjó í Fagranesi 1942, er þau Óskar giftu sig, bjuggu á Brekku síðar á árinu, síðar á Sunnuhvoli.
Hjónin fluttust til Njarðvíkur 1955. Sigurbjörg lést 1990 og Óskar 1991.

Maður Sigurbjargar, (23. maí 1942), var Óskar Jónsson rennismiður, vélstjóri, kennari á Sunnuhvoli, síðar í Njarðvíkum, f. 3. september 1910, d. 2. ágúst 1991.
Börn þeirra:
1. Helga Óskarsdóttir, f. 29. október 1942 á Brekku.
2. Friðþjófur Valgeir Óskarsson bankastarfsmaður, f. 19. apríl 1944 á Sunnuhvoli, d. 30. nóvember 2010 .
3. Gróa Stella Óskarsdóttir, f. 24. janúar 1949 á Sunnuhvoli.
4. Sigþór Óskarsson, f. 14. apríl 1953 á Sunnuhvoli.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.