Sigurbjörg Sigurðardóttir (Sæbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2017 kl. 15:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2017 kl. 15:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurbjörg Sigurðardóttir (Sæbergi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Sigurðardóttir á Sæbergi, bústýra, húsfreyja fæddist 22. desember 1888 og lést 5. mars 1915.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Lambhúshól u. Eyjafjöllum, f. 24. júní 1863, d. 12. mars 1924, og kona hans Þorbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1855, d. 12. mars 1906.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku. Hún var vinnukona á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum 1901, í Ysta-Skála þar 1910.
Sigurbjörg fluttist frá Skála að Laugardal 1911, var skráð vinnukona þar á því ári, bústýra hjá Þorsteini á Sæbergi 1912.
Sigurbjörg ól Sigurbjörgu á Sæbergi 1915, en lést 7 vikum síðar.

I. Sambýlismaður Sigurbjargar var Þorsteinn Sigurðsson frá Oddakoti í A-Landeyjum, afgreiðslumaður, útgerðarmaður, formaður, fiskkaupmaður, f. 30. júlí 1875, d. 5. ágúst 1935.
Barn þeirra var
2. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir á Sunnuhvoli, húsfreyja, f. 12. janúar 1915 á Sæbergi, d. 8. nóvember 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.