Sigurbjörg Sigurðardóttir (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðrar sem hafa borið nafnið „Sigurbjörg Sigurðardóttir


Sigurbjörg og Sigurður með Sigurjón.

Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Brekkuhúsi, fæddist 20. janúar 1863, lést 3. júní 1956.
Faðir hennar var Sigurður bóndi að Efra-Hvoli í Hvolhreppi, f. 18. apríl 1841 í Litlu-Hildisey í A-Landeyjum, d. 25. febrúar 1892, Gunnlaugsson bónda í Litlu-Hildisey, f. 28. ágúst 1804, d. 21. nóvember 1884, Einarssonar bónda í Litlu-Hildisey, f. um 1780 á Hólmum í A-Landeyjum, d. 25. september 1846 í Eystri-Hól, og konu Einars (1803), Oddnýjar húsfreyju, f. 1769, d. 27. febrúar 1850, Guðmundsdóttur.
Móðir Sigurðar Gunnlaugssonar og kona Gunnlaugs var Guðríður húsfreyja, f. 1808 í Voðmúlastaðarsókn, Magnúsdóttir bónda Vatnahjáleigu og Oddakoti í A-Landeyjum, f. 1759 í Vatnahjáleigu, d. 28. maí 1819, Jónssonar, og konu Magnúsar (1793), Sigríðar húsfreyju, f. 1768 á Lágafelli í A-Landeyjum, d. 8. janúar 1847 í V-Landeyjum, Jónsdóttur.
Móðir Sigurbjargar og kona Sigurðar Gunnlaugssonar var Ingibjörg húsfreyja, f. 25. október 1840, d. 25. september 1930, Árnadóttir bónda á Skækli og Rimakoti í Landeyjum, f. 5. ágúst 1803 á Skækli, d. 12. janúar 1854 í Rimakoti, Pálssonar bónda á Skækli, Skíðbakka og í Kúfhól í A-Landeyjum, Jónssonar, og konu Páls Jónssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1777 á Hólmum, d. 13. janúar 1852 í Rimakoti, Árnadóttur.
Móðir Ingibjargar Árnadóttur og kona Árna Pálssonar var Ingveldur húsfreyja, f. 29. september 1806 á Núpi undir Eyjafjöllum, d. 6. ágúst 1843 í Rimakoti, Ormsdóttir bónda í Butru í A-Landeyjum, á Núpi og í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, f. 10. júní 1762 í Butru, d. 30. mars 1820 í Gerðakoti, Ormssonar, og konu Orms, Bjargar húsfreyju, f. 1771 í Dúðu í Fljótshlíð, d. 16. febrúar 1840 á Búðarhóli í A-Landeyjum, Benediktsdóttur.

Móðursystkini Sigurbjargar voru mörg í Eyjum. Sjá þau á síðu Bjargar Árnadóttur á Vilborgarstöðum.

Sigurbjörg var hjá foreldrum sínum í Litlu-Hildisey 1870, en 1890 eru þau Sveinbjörn bæði vinnuhjú í Hallgeirsey. Þau fluttust til Eyja 1891. 1901 bjuggu þau með fjölskyldu á Fögruvöllum, en 1910 í Brekkuhúsi.
Maður Sigurbjargar (1891) var Sigurður Sveinbjörnsson bóndi í Brekkuhúsi, fæddur 20. júní 1865 og lést 11. júní 1933.

Börn Sigurðar og Sigurbjargar:
1. Sigurjón, fæddur 6. mars 1890 í Krosssókn í A-Landeyjum, d. 8. júní 1959.
2. Guðbjörg Aðalheiður, fædd 15. febrúar 1896, dáin 30. janúar 1958.
3. Þau Sigurbjörg ólu upp nokkur fósturbörn. Finnur á Oddgeirshólum og Björgvin Hafsteinn Pálsson voru aldir upp hjá þeim.

Sjá einnig: Blik 1961, Hjónin í Brekkhúsi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.